Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 6
6 23. ágúst 2003 LAUGARDAGUR ■ Viðskipti GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 81,67 0,70% Sterlingspund 128,8 0,34% Dönsk króna 12 0,08% Evra 89,18 0,07% Gengisvístala krónu 128,19 0,38% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 381 Velta 7.852 m ICEX-15 1.671 1,91% Mestu viðskiptin Pharmaco hf. 1.393.556.851 Fjárfestingarf. Straumur hf. 971.566.758 Landsbanki Íslands hf. 207.522.909 Mesta hækkun SÍF hf. 13,95% Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 12,28% Íslandsbanki hf. 7,69% Mesta lækkun Nýherji hf. -1,22% Össur hf. -1,10% Marel hf. -0,86% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 9.413,1 -0,1% Nasdaq*: 1.783,5 0,3% FTSE: 4.225,9 0,1% DAX: 3.549,6 -0,5% NK50: 1.351,9 -0,4% S&P*: 998,9 -0,4% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvar á landinu á að reisa nýtt fang-elsi? 2Hvað er langt síðan George Bush lýstiyfir lokum Íraksstríðsins? 3Hvaða flugfélag sér um stærstan hlutasjúkraflutninga hérlendis? Svörin eru á bls. 41 HVALKJÖT Meira hvalkjöt kom í verslanir eftir hádegi í gær og verður nú í boði í fleiri verslun- um, en á fimmtudag var hrefnu- kjöt eingöngu í boði í verslunum Hagkaupa. Hrefnukjötið fékk mjög góðar viðtökur er sala á því var hafin á fimmtudag. Þá seldist það hálfa tonn af kjöti sem í boði var upp á um fimm klukkustundum. Meira magn af kjöti verður nú í boði en seinni skepnan sem veiddist er mun stærri en sú fyrri. „Þetta gekk vonum framar,“ segir Sigurður Reynaldsson, inn- kaupastjóri matvöru Hagkaupa. Að sögn Sigurðar var biðröð þeg- ar búðirnar voru opnaðar og stanslaust at í kjötborðunum þar til rúmlega þrjú þegar allt var búið. Aðspurður um hvort gæði kjötsins af seinni skepnunni sé sambærilegt við hina fyrri segir Sigurður aldur og stærð skepn- unnar geta skipt máli. „Síðasti tarfur var minni og kjötið ungt og rosalega gott. Aldur getur skipt máli með kjöt og það á eftir að koma í ljós hvort þetta kjöt er jafn gott.“ Sigurður á von á að í næstu viku fari endar að ná saman í hrefnu- veiðunum og hrefnukjöt verði alltaf fáanlegt í verslunum. ■ Próteinvinnsla úr erfðabreyttu byggi Orf líftækni vinnur að því að framleiða hreint lyfjaprótein. Ísland hefur sérstöðu í því að byggið dreifir sér ekki. Fyrsta tilraunaræktunin verður þreskjuð í haust. Próteinið kostar tugmilljónir króna kílóið. VÍSINDI Fyrirtækið Orf líftækni vinnur nú að því að koma af stað framleiðslu á lyfvirku próteini úr erfðabreyttu byggi. Próteinið er notað til lyfjaframleiðslu og kost- ar í dag tugmilljónir króna kílóið. Fyrsta tilrauna- ræktun Orf líf- tækni á erfða- breyttu byggi verður þreskjuð á Gunnarsholti á Rangárvöllum í haust. Henni er ætlað að gera til- tæk rannsóknagögn sem sýna fram á að bygg dreifi sér ekki í íslenskri náttúru. Sérstaða Ís- lands í ræktun á erfðabreyttu byggi til framleiðslu á hreinu próteini felst í því að byggið dreifir sér ekki, líkt og raunin er erlendis. Þannig mun erfðabreytt byggið ekki ná fótfestu í náttúr- unni. Auk þess er óþarfi hér á landi að dæla eitri fyrir illgresi og skordýr á byggið. Orf líftækni var stofnað fyrir um tveimur árum utan um rann- sóknir Rannsóknastofnunar Land- búnaðarins á erfðabreytingu byggs. Bygg er ræktað í sívaxandi mæli hérlendis og er það fyrst og fremst notað í fóður fyrir kýr. Þeir 12 starfsmenn sem vinna að verkefninu hyggjast ginna bygg- plöntur til að framleiða hreint prótein í fræjum sínum með að- ferðum erfðatækninnar. DNA- bútum er skeytt saman á sérstak- an hátt, en þeir innihalda upplýs- ingar eða skipanir um hvað skuli framleitt í fræinu. Eftir að byggið er þreskjað eru fræin möluð og próteinið hreinsað úr. Margar gerðir eru til af prót- eini, meðal annars þau sem við neytum daglega í kjöti, fiski og eggjum. Þær tegundir próteins sem Orf framleiðir eru hins vegar nothæfar í iðnaði, þar á meðal til framleiðslu á lyfjum, en prótein- lyf eru þau dýrustu sem fást, vegna þess hve framleiðsla próteinsins er kostnaðarsöm. Björn Örvar, deildarstjóri erfðatæknideildar Orf, segir ræktunina byggjast á því sem markaðurinn tekur við. „Prótein- lyf á markaði í dag skipta tugum, en þau eru afar dýr. Meðferð á sjúklingi getur kostað hundruð þúsunda. Með tilkomu plöntukerf- anna ætti kostnaðurinn að nást niður verulega mikið.“ Hreint prótein hefur hingað til ekki verið unnið úr byggi, en til- raunir þess efnis standa yfir í Bandaríkjunum og Frakklandi, auk Íslands. Björn segir líklegt að einn hektari af byggakrinum gefi 2-500 grömm af hreinu próteini. „Ef allt gengur upp verðum við komnir með afkastamiklar plönt- ur í útisáningu 2005.“ jtr@frettabladid.is Mengunarefni í hval: Inniheldur skaðleg efni NÆRINGARFRÆÐI „Hvalur er frá náttúrunnar hendi mjög heilsu- samleg fæða,“ segir Laufey Stein- grímsdóttir, forstöðumað- ur Manneld- isráðs. „Hann hefur að geyma mikið af hollustu- efnum og ekki harða fitu. Fitan í honum er mjúk og frek- ar heilsusam- leg þannig að þetta er afar heilsusamleg fæða.“ Að sögn L a u f e y j a r hefur neysla á hvalkjöti þó vandamál í för með sér, þar sem hvalurinn inniheldur mengunarefni. „Hvalir eru það of- arlega í fæðukeðjunni og verða það gömul dýr að það safnast fyr- ir í þeim mengunarefni,“ segir Laufey og segir hvali innihalda kvikasilfur og PCB-efni auk ann- arra skaðlegra efna. Laufey segir þessi efni þó lítið hafa að segja sé hvalsins ein- göngu neytt endrum og eins. Efn- in hafi þó veruleg áhrif á líf Grænlendinga og inúíta sem lifa mikið á sjávarspendýrum. ■ Svæði þar sem búast má við talsverðri vætu eru skyggð á kortinu. Minniháttar úrkoma er táknuð með dropum. Hitatölur sýna hæstu hitagildið RIGNIR Í BORG- INNI Í KVÖLD Mér líst vel á horfur dagsins. Allvíðast þurrt og hægur vindur. Reyndar verður smá vindur í borginni en það verður ekkert til að kvarta yfir. Auk þess verður þar þurrt, a.m.k. fram eftir degi. Besta veðrið verður væntanlega á Akur- eyri. Hlýtt, þurrt og logn. Sólin sem þar verður framan af degi er hreinn bónus. Þetta veður er afar heppilegt til að rölta milli safna, gallería og jafnvel pöbba. Ekki síður til að tína ber. Góða helgi. Kaupmannahöfn 20°C skýjað London 26°C sk. m. köflum París 28°C heiðskírt Berlín 24°C sk. m. köflum Algarve 26°C sk. m. köflum Mallorca 29°C heiðskírt Torrevieja 33°C sk. m köflum Krít 30°C heiðskírt Kýpur 31°C heiðskírt Róm 30°C heiðskírt New York 28°C skýjað Miami 32°C þrumur Mánudagur Sunnudagur +15 +16 +20 +15 +17 +15 +15 +14 +15 +15 +14 +16 +15 +14+15 +12 +16 +15 +15 +15 Breytileg átt og hægviðri um allt land. Nokkur vindur Nokkur vindur Hæg breytileg átt Hæg breytileg átt um allt land. Úrkomulítið síðdegis. Hæg breytileg átt Hægur vindur +13 Nokkur vindur Hægur vindur Hægur vindur Hæg breytileg átt Hægur vindur Nokkuð hvasst N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 0 8 5 1 6 Tölum saman fia› er ód‡rara en flú heldur! flegar flú hringir úr heimilissímanum. 15 mínútna símtal innanlands á kvöldin og um helgar kostar innan vi› 20 krónur 15 20/ kr.mín - á kvöldin og um helgar Um tonn af hrefnukjöti kom í verslanir í gær: Viðtökur vonum framar GERT AÐ HREFNU Á HAFI ÚTI Gert er að hrefnunni á hafi úti, áður en hún er flutt í land þar sem hún er unnin og seld í verslunum. LAUFEY STEINGRÍMSDÓTTIR Forstöðumaður Mann- eldisráðs segir hval frá náttúrunnar hendi mjög heilsusam- lega fæðu. ■ „Ef allt gengur upp verðum við komnir með af- kastamiklar plöntur í útisáningu 2005.“ VÍSINDAMENN MEÐ ERFÐABREYTT BYGG Björn Örvar og Einar Mäntylä eru forvígismenn ræktunar á erfðabreyttu byggi til fram- leiðslu á lyfjapróteinum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T KAUPÞING SELUR Kaupþing Bún- aðarbanki hefur selt allan hlut sinn í Fjárfestingarfélaginu Straumi. Bankinn átti ríflega átta prósenta hlut í félaginu. Stærstu eigendur Straums eru Íslandsbanki og Landsbankinn. Meðal stórra eigna Straums er rúmlega þrettán pró- senta hlutur í Eimskipafélaginu. Ekki er enn ljóst hver keypti hlut Kaupþings Búnaðarbanka.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.