Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 23. ágúst 2003 25 sagði töluna 3 boða ógæfu. Carole hló að henni. Vél þeirra þurfti að millilenda og þá voru Lombard og félagar hennar beðin um að gefa eftir sæti sín svo þrír flugmenn úr hernum kæmust til herstöðvar sinnar. Carole neitaði. Rétt fyrir utan Las Vegas rakst flugvélin á fjall og allir um borð létust sam- stundis. Clark lauk upptöku á mynd sem hann hafði unnið við og gekk síðan í herinn. Hann eltist um mörg ár á skömmum tíma og drakk til að sefa harm sinn. Þeir sem til þekktu sögðu að hann hefði aldrei jafnað sig á láti konu sinnar og minningin um hana hefði fylgt honum alla tíð. Hann lést árið 1961 og er grafinn við hlið hennar. kolla@frettabladid.is Keanu Reeves er mitt ídol,“ seg-ir Katrín Jakobsdóttir íslensku- fræðingur þegar hún er beðin að nefna mann að sínu skapi. „Hann hefur svo gott viðhorf en hann sagði einu sinni: „Það er til gáfað fólk og það er til vitlaust fólk og ég er einn af þeim“. Mér finnst þessi orð lýsa lífinu. Hann er líka falleg- asti maður í heimi og er góður bar- dagamaður og stórleikari. Svo er hann líka alltaf svo flott klæddur og ég hef tekið hann mér til fyrir- myndar í fatavali,“ bætir Katrín við og hlær. Það eru ekki síst svartir og stíl- hreinir búningarnir sem Reeves skartar í Matrix-myndunum sem hafa heillað Katrínu, þó hún kunni einnig ákaflega vel við útganginn á leikaranum í Bill & Ted’s Excellent Adventure frá árinu 1989 og sér ekkert athugavert við það að hann fari öfganna á milli í fatavali. „Hann er maður sem þorir og hefur takmarkalausa trú á sjálfum sér“. Katrín segist hafa „staðið með“ Reeves allt frá því hún sá hann í Bill & Ted, þó Matrix-myndirnar séu bestar. „Við eigum langa sögu og mér finnst hann miklu betra ídol en til dæmis stjórnmálamenn. Þeir eru svo óá- reiðanlegir á meðan Keanu Reeves er fast inn í tilveru minni.“ Katrín lætur það ekkert á sig fá þó sumar myndir kappans fái lélega dóma og ver hann með kjafti og klóm. „Ég hef þá skoðun að ef maður á sér ídol þá er maður hrifinn af öllu sem það gerir. Mér fannst meira að segja myndin Johnny Mnemonic góð, þó fáir séu sammála mér og mér fannst önnur Matrix-myndin ekki klikka heldur. Ég horfði á hana með opnum huga en það breytir því ekki að fyrsta Matrix-myndin er ein sú besta í heimi.“ Katrín lætur það síðan fylgja sögunni að í barnæsku hafi Lilja prinsessa úr Stjörnustríðsmyndunum verið helsta átrúnaðargoð hennar. „Hún var ídolið mitt þangað til Keanu tók við. Hún var fyrirmynd mín í allri hegðun og kom mér þangað sem ég er núna“, segir Katrín um þessa sjálfstæðu og ákveðnu konu sem bauð sjálfum Svarthöfða birginn fyrir lifandis löngu í annarri stjörnuþoku, langt, langt í burtu. ■ ■ Maður að mínu skapi Fallegur maður sem þorir Keanu Reeves er í uppáhaldi hjá Katrínu Jakobsdóttur íslenskufræðingi. KEANU REEVES Fæddist í Beirút í Lí- banon árið 1964 og hefur gert það gott í kvikmyndum á borð við Speed og The Matrix. Móðir hans var sýningarstúlka og faðir hans jarðfræð- ingur og þau gáfu honum þetta sérkenni- lega nafn sem er hawaiískt og þýðir „svalur blær yfir fjöllunum“. KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Heillaðist af Keanu fyrir 14 árum og hann hefur fyrir löngu tryggt sér sess í hjarta hennar. LILJA PRINSESSA Katrín tók þessa hugrökku uppreisnarkonu sér til fyrirmyndar á unga aldri og telur sig eiga henni margt að þakka. MEÐ EIGINMANNI Lombard ásamt eiginmanni sínum, leikar- anum Clark Gable. Hann jafnaði sig aldrei á andláti hennar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.