Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 39
Kynntu þér verðið á www.raf.is
LAUGARDAGUR 23. ágúst 2003 39
FÓTBOLTI Þórður og Bjarni Guð-
jónssynir eru báðir í leikmanna-
hópi Bochum sem tekur á móti
toppliði Bayer Leverkusen í dag.
Ólíklegt þykir þó að þeir verði
í byrjunarliðinu.
„Þórður hefur aðeins náð einni
æfingu með okkur í þessari viku
þar sem hann lék með landsliði Ís-
lands. Ég hef því ekki getað metið
hann,“ sagði Peter Neueur, þjálf-
ari Bochum, í samtali við heima-
síðu liðsins.
Þórður var í byrjunarliðinu
gegn Bayern München um síðustu
helgi. Bjarni kom inn á sem vara-
maður og stóðu þeir bræður fyrir
sínu.
Bayer Leverkusen hefur byrj-
að leiktíðina í ár afar vel. Liðið
rétt slapp frá falli í fyrra en ári
áður lék það til úrslita í Meistara-
deild Evrópu. Þá voru Michael
Ballack og Ze Roberto í leik-
mannahópnum en þeir voru síðan
seldir til Bayern München. ■
FÓTBOLTI „Það hefur ekkert gerst í
mínum málum,“ sagði knatt-
spyrnumaðurinn Jóhannes Karl
Guðjónsson þegar Fréttablaðið
ræddi við hann í gær.
Jóhannes Karl hefur nú beðið í
tvær vikur eftir niðurstöðu úr
samningaviðræðum þýska liðsins
Borussia Dortmund og spænska
liðsins Real Betis. Jóhannes Karl
er samningsbundinn Betis en
hefur ekki fengið að spreyta sig
með liðinu. Hann var lánaður til
enska úrvalsdeildarliðsins Aston
Villa á síðasta tímabili.
Jóhannes Karl dvaldi í um viku
tíma hjá Dortmund við æfingar og
hefur Matthias Sammer, þjálfari
liðsins, lýst yfir áhuga á að fá
hann til liðs við sig. Betis vill fá
tvær milljónir evra fyrir Jóhann-
es Karl, sem Þjóðverjunum þykir
of hátt verð. ■
6.20 Bein útsending á RÚV frá HM
í frjálsum. Sýnt frá keppni í sjöþraut og
20 km göngu, forkeppni í kúluvarpi
karla og 100 metra hlaupi.
10.40 Bein útsending frá leik
Newcastle - Man. Utd. í ensku úrvals-
deildinni á Sýn.
11.50 Bein útsending á RÚV frá
tímatöku í Formúlu fyrir kappaksturinn í
Ungverjalandi.
13.25 Bein útsending frá leik í
þýsku úrvalsdeildinni.
13.45 Bein útsending frá leik Chel-
sea og Leicester í ensku úrvalsdeildinni.
14.00 Skagamenn fá Valsara í
heimsókn í Landsbankadeild karla
14.00 ÍBV tekur á móti sameinuðu liði
Þór/KA/KS í Landsbankadeild kvenna.
14.00 Fjarðarbyggð og Leiknir eig-
ast við í úrslitakeppni 3. deildar karla.
14.00 Magni og Víkingur Ó. eigast
við í úrslitakeppni 3. deildar karla.
14.00 Reynir S. fær Hött í heim-
sókn í úrslitakeppni 3. deildar karla.
14.00 Tindastólsstelpur fá Fjölnis-
stúlkur í heimsókn í úrslitakeppni 1.
deildar kvenna.
15.25 Bein útsending á RÚV frá
HM í frjálsum. Sýnt frá forkeppni í
stangarstökki kvenna þar sem Þórey
Edda Elísdóttir keppir. Einnig frá for-
keppni í 100 og 800 m hlaupi kvenna,
1500 metra hlaupi og 3000 metra
hindrunarhlaupi, sjöþraut og úrslit í
kúluvarpi karla.
16.00 Íþróttir um allan heim með
Trans World Sport.
16.00 Topplið Keflavíkur sækir
Leiftur/Dalvík heim í 1. deild karla.
16.00 Víkingur og Þór eigast við í
toppbaráttunni í 1. deild karla.
17.00 Bein útsending á RÚV frá
HM í frjálsum. Sýnt frá keppni í 10 kíló-
metra hlaup kvenna og kúluvarp karla.
17.00 Númi fær Vask í heimsókn í
úrslitakeppni 3. deildar karla.
17.00 RKV fær Sindra í heimsókn á
Sandgerðisvöll í úrslitakeppni 1. deildar
kvenna.
hvað?hvar?hvenær?
20 21 22 23 24 25 26
ÁGÚST
Laugardagur
FORMÚLA Jarno Trulli hjá Renault
náði í gær besta tímanum á fyrri
tímatöku ungverska kappakstur-
ins í Búdapest. Hann verður því
síðastur út í tímatökunni í dag.
Ralf Schumacher á Williams
varð annar, Mark Webber á Jagú-
ar þriðji og David Coulthard á
McLaren fjórði. Efstu menn í
keppni ökuþóra náðu ekki að sýna
sínar bestu hliðar í gær. Michael
Schumacher hjá Ferrari, sem er
efstur í samanlagðri keppni, varð
níundi, Juan Pablo Montoya hjá
Williams, sem sigraði í síðustu
keppni, varð áttundi og Kimi
Räikkönen á McLaren tólfti.
Tímatakan gekk nokkuð áfalla-
laust fyrir sig fyrir utan það að
Cristiano da Matta hjá Toyota
sneri bíl sínum í hring.
Ralf Schumacher þarf ekki að
byrja tíu sætum aftar eins og
hann hafði verið dæmdur til eftir
að hafa valdið slysi í byrjun mán-
aðarins á Hockenheim-brautinni.
Áfrýjunardómstóll FIA fannst
dómurinn vera of þungur og
ákvað þess í stað að sekta hann
um fjórar milljónir króna. ■
JARNO TRULLI
Verður síðastur út í dag í tímatökum fyrir ungverska kappaksturinn.
Fyrri tímataka Formúlunnar:
Trulli með
besta tímann
JÓHANNES KARL
Lék með íslenska landsliðinu gegn Fær-
eyingum á miðvikudag. Hefur ekki feng-
ið að spreyta sig með Betis og bíður eft-
ir að samningar náist við Dortmund.
Jóhannes Karl:
Óbreytt ástand
FÓTBOLTI Skagamenn fá Valsara í
heimsókn í dag í fyrsta leik 15.
umferðar Landsbankadeildar
karla. Skagamenn eru í fimmta
sæti deildarinnar með tuttugu
stig en Valsarar eru í næstneðsta
sæti með sextán.
Síðast þegar liðin áttust við, í
sjöttu umferð deildarinnar, fóru
Skagamenn með sigur af hólmi, 3-1.
Hálfdán Gíslason og Ólafur
Þór Gunnarsson léku um tíma
með Skagamönnum en skiptu yfir
á Hlíðarenda fyrir þetta tímabil.
ÍA verður án Hjartar Hjartarson-
ar sem er farinn í nám til Banda-
ríkjanna.
Á sunnudag verður stórleikur
umferðarinnar þegar KR-ingar fá
Fylkismenn í heimsókn. Leik-
urinn er án efa einn af úrslita-
leikjum mótsins. Liðin hafa barist
um sigur í Landsbankadeildinni
undanfarin ár. Í fyrra báru KR-
ingar sigurorð af Fylki í lokaleik
mótsins og tryggðu sér þar með
sigur í deildinni. ■
Bjarni og Þórður Guðjónssynir:
Báðir í leik-
mannahópnum
15. umferð Landsbankadeildar karla:
Valur sækir ÍA heim KARLAR
Staðan eftir 14. umferðir:
L U J T Mörk Stig
KR 14 8 3 3 21:17 27
Fylkir 14 8 2 4 22:15 26
Þróttur R. 14 7 0 7 24:21 21
FH 14 6 3 5 24:22 21
ÍA 14 5 5 4 21: 20
ÍBV 14 6 1 7 20:21 19
Grindavík 14 6 1 7 18:23 19
KA 14 5 2 7 24:22 17
Valur 14 5 1 8 18: 3 16
Fram 14 4 2 8 19:28 14
NÆSTU LEIKIR:
23. ágúst
ÍA - Valur Akranesvöllur
24. ágúst, kl. 18:00
KA - Fram Akureyrarvöllur
KR - Fylkir KR-völlur
Þróttur - Grindavík Laugardalsvöllur
25. ágúst
FH - ÍBV Kaplakriki