Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 46
Vikan hófst á laxveiði við Laugáá Mýrum,“ segir Eiríkur Tóm- asson prófessor en hann upplifði furðulega viku. „Þetta var hjá honum Ingva Hrafni og ég var þarna með honum og öðru góðu fólki.“ Eiríkur fer ekki mjög oft í lax- veiði, enda dýrt sport. Hann er framkvæmdastjóri Stefs og pró- fessor í lögum við Háskóla Ís- lands. „Ég er forseti lagadeildar og í upphafi viku var ég vinna á skrif- stofu skólans. Það eru 24 nýnemar að hefja nám núna 1. september en í heildina eru 450 laganemar í námi við Háskóla Íslands svo það er margt sem þarf að huga að í kringum skólasetningu.“ Svo tók Eiríkur til við að undir- búa fyrirlestur sem hann hélt á fimmtudag á Selfossi en þar hitt- ust norrænir embættismenn á ráðstefnu: „Ég flutti þennan fyrirlestur á dönsku og þurfti því að rifja upp dönskuna mína,“ segir Eiríkur en hann lærði dönsku í skóla eins og Íslendingar flestir. „En það sem hefur snert mig mest í liðinni viku eru tíðindin sem ég fékk á þriðjudag. Ég hef sjaldan orðið jafn undrandi á æv- inni. Þetta kom mjög á óvart. Að þessi tiltekni umsækjandi skyldi fá starfið,“ segir Eiríkur og á við þá staðreynd að Björn Bjarnason hefur gert Ólaf Börk Þorvaldsson, frænda Davíðs Oddsonar, að hæstaréttardómara. „Þessar fréttir settu mikinn svip á liðna viku og síminn hefur ekki stoppað hjá mér. Sjálfur tala ég ekki mikið í síma en ég hef aldrei heyrt í jafn mörgum lögfræðingum á einni viku, auk þess sem alls konar fólk hefur verið að hringja í mig og lýsa undrun sinni á þessum ráða- hag.“ Eiríkur lætur þetta samt ekk- ert á sig fá og sinnir sínum störf- um. Hann og konan hans, Þórhild- ur Líndal, umboðsmaður barna, ætla annars að ljúka vikunni á golfvellinum og skreppa kannski í dag á fjölskyldumót en verða svo með boð fyrir elsta soninn á sunnudag. Hann kemur frá Englandi en þar var hann að ljúka mastersprófi í Evrópurétti. Það er því nóg að gera. ■ Í kvöld spilum við á Egilsstöð-um,“ segir Guðmundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar, en í dag spilar hann í brúðkaupi Ívars Guð- mundssonar á Bylgjunni. „Þetta misserið einkennast laugardags- kvöldin af spilamennsku og í raun hefur það verið þannig síðan ég var 16 ára. Ég hef sem dæmi bara verið heima hjá mér eitt gamlárs- kvöld síðan þá.“ Guðmundur bjó samt í London í þrjú ár, ‘96-’98, og eitt af þeim árum var hann algerlega fjarri spilamennsku og fékkst varla út á djammið um helgar enda fer það svolítið eftir fjölskylduaðstæðum hverju sinni. „Annars er þessi sveitaballa- rúntur hrein fíkn hvað flesta varð- ar. Það er svo rosalega gaman að spila með góðri hljómsveit að maður vill helst ekki gera annað á laugardagskvöldi. Og þannig hef- ur það verið í sumar hjá mér. Ég er ekkert búinn að vera í bænum og veit ekki alveg hvaða stað ég myndi fara á færi ég út. Enda er það oftast þannig með mig að eftir djamm í Reykjavík rifja ég gærkveldið upp á sunnudegi og uppgötva að ég fór á næstum alla barina í bænum.“ Guðmundur endar því alltaf á pöbbarölti þegar hann er í bæn- um en vill helst komast á góða tónleika. Það er bara of lítið um það í Reykjavík og hann Gummi, eins og hann er kallaður, er ekki beint partímaður. Ekki nema þá rétt sem upphitun. „Ég man líka eftir laugardags- kvöldunum í gamla daga. Ég flutti í bæinn frá Skagaströnd 17 ára og þá var Hallærisplanið enn við lýði. Það var svolítið fyndið að vera þar. Fólk gekk hring eftir hring og drakk vodka eða íslenskt brenni- vín,“ segir Gummi en þá var bjór auðvitað ólögleg lúxusvara. „Þetta var samt mjög sérstakt að verða fullorðinn svona fljótt. Ég var í FB og sumrin fóru öll í að vinna sér fyrir leigu og mat um veturinn því maður var algerlega sjálfstæður. Svo þegar ég var 20 ára byrjaði ég að spila í hljóm- sveitum af fullri alvöru og 25 ára var ég kominn í Sálina.“ Gummi flýgur sem fyrr segir til Egilsstaða seinnipartinn en í haust mun Sálin senda frá sér plötu ásamt Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. ■ 46 23. ágúst 2003 LAUGARDAGUR ■ Áhugamálið ... fær Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, fyrir að gefast ekki upp. Fréttiraf fólki Hrósið Laugardagskvöld GUÐMUNDUR JÓNSSON ■ gítarleikari Sálarinnar náði í rassgatið á gamla Hallærisplaninu og fannst fyndið að ganga þar hring eftir hring. Í dag finnst honum best að vera uppi á sviði og spila með góðri hljómsveit á laugar- dagskvöldi. Vikan sem var EIRÍKUR TÓMASSON ■ prófessor upplifði furðulega viku. Hann fékk ekki starf hæstaréttardómara og hefur fengið ótrúlega mörg símtöl frá bæði lögfræðingum og öðrum sem lýsa furðu sinni vegna ráðningar Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Íslandsvinurinn Brian Tracy varsíðast hér á landi í vor þegar hann hélt námstefnu í Háskóla- bíói og snæddi kvöldverð á Bessastöðum með Ólafi Ragnari Grímssyni og Jack Welch, fyrr- um forstjóra General Electric. En nú hefur kauði ákveðið að bjóða sig fram gegn sjálfum Arnold Schwarzenegger. Og það sem meira er, hann telur sig sig- urstranglegan. Á íslensku hefur komið út fjöldi bóka um stjórnun og árangur eftir Brian Tracy. Eyðsla er mitt áhugamál, aðborða vel og vera við skál,“ segir Ólafur Egill Egilsson lista- maður. „Matur er mannsins meg- in.“ Lárétt: 1 fornt lastabæli, 7 tilbúinn, 8 í spilum, 9 missa skinn, 11 skammstöfun, 12 valdir, 15 tvíhljóði, 16 kyrrð, 17 fregna. Lóðrétt: 1 dúsk, 2 belti, 3 lofa, 4 óhrædd, 5 afl, 6 sjá um, 10 ámóta, 13 blóm, 14 brunaleifar, 15 frá. ■ Leiðrétting Þótt Egill Helgason sé staddur í Berlín var hann ekki rekinn í útlegð, bara af Skjá Einum. 1 7 8 9 10 12 13 15 16 14 17 2 3 4 5 11 6 Lausn: Lárétt: 1sódóma,7kláran,8sögn,9 flagna,11ím,12kaust,15au,16 ró,17 frétta. Lóðrétt: 1skúf, 2ól,3dásama,4órög,5 magn,6annast,10líkur, 13urt, 14sót,15af. Imbakassinn Vonandi líkar þér þetta! Ó, Róbert! Þú ert geðveikur! GUÐMUNDUR JÓNSSON Verður á Egilsstöðum í kvöld en þegar hann er í bænum og ætlar að djamma endar hann oftast á pöbbarölti þótt hann kjósi helst af öllu að fara á tónleika. Endar á pöbbarölti Sjaldan orðið jafn undrandi EIRÍKUR TÓMASSON Það kom honum mjög á óvart að þessi til- tekni umsækjandi skyldi fá starf hæstarétt- ardómara í liðinni viku. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.