Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 43
kvöld með Megasi, Súkkat og Mike Pollock ásamt óvæntum gestum.  Bogomil Font & Endurskoðendurn- ir munu standa fyrir dreifbýlisstuði í Hreðavatnsskála í Borgarfirði í kvöld í tilefni 70 ára afmælis skálans.  Brimkló gerir allt vitlaust í Sjallan- um á Akureyri í kvöld.  Poppsveitin Í svörtum fötum leikur á Breiðinni á Akranesi í kvöld. Sumar- stúlkan 2003 verður svo valin.  Eyjólfur Kristjánsson og hljómsveit- in Pass leika á dansleik í Íþróttahúsinu í Hveragerði í kvöld. Frítt er á dansleikinn, aldurstakmark 18 ár.  Þórhallur á miðhæðinni á Lauga- vegi 22.  Geðveikt partídjamm með Gullfossi & Geysi í Leikhúskjallaranum.  Hinn eini sanni Rúnar Júlíusson skemmtir ásamt hljómsveit gestum Kringlukráarinnar.  Gunnar Óla og Einar Ágúst úr Skítamóral trúbadúrast á HM Kaffi á Selfossi.  Dúettinn Mæsý, þau Guðmundur Pétursson og Gunnlaug Þorvaldsdóttir, skemmta á Ara í Ögri.  Útgáfupartý Mínus á Laugavegi 11 til klukkan tvö. Eingöngu boðsmiðar gilda inn.  Rokkararnir í Kung fú sjá um að halda uppi stuðinu á Gauknum.  Hermann Ingi jr skemmtir gestum á Búálfinum í Hólagarði.  Kvennahljómsveitirnar Dúkkulísur og Rokkslæðan hafa sameinað krafta sína og munu standa fyrir tónleikum á Sjávarperlunni í Grindavík.  Á móti sól spilar í Húnaveri á styrkt- arballi fyrir Rúnar Björn Þorkelsson, sem varð fyrir því óláni að detta úr ljósastaur á Sauðárkróki um síðustu áramót og lamaðist fyrir neðan háls.  Karma spilar á Players í Kópavogi.  Dansveitin SÍN leikur á Útlaganum, Flúðum.  María Guðmundsdóttir sýnir muni og myndir úr flóka í Listmunahorni Ár- bæjarsafns.  Djassdúettinn Augnablik leikur á Café Central, Pósthússtræti 17 í kvöld.  Hljómsveitin Underwater spilar spil- ar á Café Amsterdam í kvöld.  Trúbadúrinn Halli Reynis leikur fyrir gesti Catalínu í kvöld.  DJ Valdi Kaldi spilar á Felix í kvöld.  Hljómsveitin Spark leikur fyrir dansi í kvöld á Græna hattinum, Akureyri.  Stórsveit Ásgeirs Páls skemmtir á Gullöldinni til kl. 03.00 í nótt.  Njalli í Holti leikur létta tónlist á Kaffi-Læk í kvöld.  Íris Jóns syngur á Kaffi Strætó í kvöld.  Garðar trúbadúr leikur á Kránni, Laugavegi 73, í kvöld.  Hljómsveitin Gilitrutt heldur upp tröllslegu stuði á Kristjáni X, Hellu, í kvöld.  Mínus heldur útgáfupartí á Lauga- vegi 11 í kvöld til kl. 02.00. Aðeins boðsmiðar gilda inn.  Þórhallur leikur á miðhæð Lauga- vegar 22 í kvöld. LAUGARDAGUR 23. ágúst 2003 43 RÚNAR SIGURKARLSSON OG HILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR Markaður með lífrænum vörum verður fyr- ir utan verslun þeirra, Yggdrasil, í dag. Ekki allt lífrænt á Íslandi Það er goðsögn að allt íslensktsé í raun lífrænt,“ segir Rún- ar Sigurkarlsson, annar eigandi verslunarinnar Yggdrasils. „Hér á landi eru ýmis eitur notuð en kannski ekki jafn mikið og sums staðar erlendis. En hér eru notuð fullt af efnum sem eru ekki notuð þegar um lífræna vöru er að ræða.“ Rúnar og Hildur Guðmunds- dóttir reka Yggdrasil saman og á Menningarnótt sló rækilega í gegn markaður sem þau voru með á torginu fyrir utan verslun sína að Kárastíg 1. Þar komu saman lífrænir bændur frá Bisk- upstungum og Grímsnesi. Þeir eru af Engjum, Akri, Hæðarenda og úr Sólheimum. Þeir mæta með grænmeti og ýmislegt góðgæti en Brauðhús sjá um lífræna brauðið og Grænn kostur um heita rétti auk þess sem Yggdras- ill býður upp á lífræna ávexti og Biobú hrærir í lífrænni jógúrt. „Markaðurinn byrjar kl. 12 og stendur til 17 og það verður mjög gaman hjá okkur. Um að gera fyrir fólk að renna við og skoða,“ segir Rúnar en hann telur Íslendinga vera að vakna al- mennilega til meðvitundar um lífræna matvöru. ■ ■ MARKAÐUR Gott að byrja á Íslandi Þetta er svolítið erfið vinna, ein-hvern veginn mjög heitt og gamalt handverk. Það þarf að hita málminn upp í sextán hundruð gráður og til þess þurfa menn mjög góða aðstöðu,“ segir Dóra Rögnvaldsdóttir myndlistarmað- ur, sem steypir sjálf verkin sín í brons. „Það eru afskaplega fáir sem stunda þetta hér á landi. Ég veit um einn mann sem steypir í brons, annars sendir fólk verkin til Svíþjóðar og lætur steypa þau fyrir sig þar. En þetta er listgrein sem fer mjög dvínandi í dag um allan heim.“ Dóra opnar í dag sýningu á bronsskúlptúrum í galleríinu Smíðar og skart á Skólavörðustíg 16a. Hún er búsett í Ástralíu, þar sem hún steypir verkin sjálf í brons. Síðan kom hún með bronsskúlptúrana hingað til Ís- lands og leggur hér lokahönd á verkin með því að vinna þau í ís- lenskan stein. „Þetta er svolítill viðburður hjá mér að koma loksins til Íslands að sýna. Mér finnst gaman að vinna þetta í íslenskan stein.“ Hún segist aldrei hafa ætlað sér að búa í Ástralíu. Upphafið má rekja til þess að hún hélt til Fær- eyja, þar sem auðvelt var að fá vinnu í fiski á sínum tíma. Þar kynntist hún manni sem hafði ferðast mikið um Asíu. Hana lang- aði til að gera slíkt hið sama og hélt í Asíuferð. „Svo leiddi eitt af öðru og það er löng og flókin saga. Ég giftist og átti tvö börn og fór í skóla úti í Ástralíu.“ Hún fór í myndlistarnám, bæði í myndlistarskóla og síðan í há- skóla. Þetta nám tók sjö ár og hún hefur síðan starfað við kennslu í Ástralíu. „Maður hefur ekki haft mikinn tíma með kennslunni til að sinna myndlistinni, en núna langar mig til að setja alla mína orku í þetta. Og það er gaman að byrja hér heima með sýningu.“ Dóra hefur rætt við bæði Gall- erí List í Skipholti og Smíðar og Skart á Skólavörðustígnum um að koma árlega með sýningar hing- að. ■ DÓRA VIÐ VINNU SÍNA Dóra Rögnvaldsdóttir sýnir bronsskúlptúra í galleríinu Smíðar og Skart við Skólavörðustíg. ■ MYNDLIST Það hefur ríkt skortur á góðumhryllingsmyndum á undan- förnum árum og kvikmyndagerð- armenn hafa, að því er virðist, ekki áhuga á að sinna þessari ágætu kvikmyndagrein með öðru en innantómum unglingahroll- vekjum. 28 Days Later er því vel- komin tilbreyting en hér er á ferð- inni einn sá allra besti hryllingur sem sést hefur í bíó síðustu miss- erin. Myndin var sýnd í nokkra daga á kvikmyndahátíð í vor og þeir sem misstu af henni þá ættu ekki að klikka á því aftur þar sem hún er sælgæti fyrir þá sem kunna að meta mátulega subbu- legan hroll enda vísar hún mark- visst í klassískar dómsdagsmynd- ir á borð við The Night of the Liv- ing Dead, Mad Max og The Omega Man. Banvænn og bráðsmitandi vír- us sleppur laus í Bretlandi en hann hefur þau hvimleiðu áhrif á fólk að það umbreytist á nokkrum sekúndum í morðóðar og heila- dauðar skepnur sem eru skemmtilega náskyldar gömlu uppvakningunum hans George A. Romeros. Þeir örfáu sem sleppa við sýkingu berjast vonlítilli bar- áttu fyrir lífi sínu. Þrátt fyrir áhersluna á blóðsúthellingar og líkamlegan viðbjóð finnur Boyle, rétt eins og Romero í uppvakn- ingamyndunum, samt pláss fyrir tilfinningar persónanna og vanga- veltur um eðli mannsins sem þarf auðvitað, frekar en fyrri daginn, ekkert endilega á veirusýkingu að halda til þess að breytast í skepn- ur og brytja náungann í spað. Þórarinn Þórarinsson Umfjölluntónlist 28 DAYS LATER Leikstjóri: Danny Boyle Aðalhlutverk: Cillian Murphy, Naomie Harris, Megan Burns, Christopher Eccleston 28 dagar hinna lifandi dauðu Sköpunargleðin er mikil hjábresku ungliðasveitinni The Coral. Sveitin gaf út fyrstu plötu sína seint árið 2001 og er þegar byrjuð að vinna að sinni þriðju plötu, þrátt fyrir að þessi hér, „Magic and Medicine“, sé nýkom- in í búðir. Þeir mega eiga það að þeir eru gjörsamlega sér á báti miðað við allt sem er í gangi í dag. Það er einhver undarlegur sjóarakeimur yfir léttrokki þeirra. Áhrifin eru mest frá rokki sjöunda áratugar- ins þó erfitt sé að beina fingri að einni sérstakri hljómsveit til sam- líkingar. Kannski örlítið af Roll- ing Stones, örlítið af Simon & Gar- funkel, örlítið af The Byrds og ör- lítið af Echo and the Bunnymen. Á fyrri plötunni var meiri ævintýra- keimur og sú minnti jafnvel á köflum á Disneylegar sjóræn- ingjavísur. Þessi nýja plata er meira blátt áfram í rokkinu, en þó má enn heyra kráarlegt daður við polka og aðrar „út á skjön“ tónlist- arstefnur. Ef The Coral héldi tón- leika hér á landi myndu Geirfugl- arnir smellpassa sem upphitunar- sveit. Söngvarinn James Skelly er með meðaldjúpa rödd, og samein- ar allt það besta sem Van Morri- son og Liam Gallagher hafa upp á að bjóða, og heldur þannig plöt- unni algerlega uppi. Með þessu áframhaldi gæti The Coral vel skipað sér á meðal athyglisverðari og a.m.k. skemmtilegri rokksveita fyrrum heimsveldisins. Önnur frábær plata frá The Coral. Mjög lifandi, gruggug og eitursvöl á köflum. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist THE CORAL: Magic and Medicine Annar sigur ✓

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.