Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 8
8 5. september 2003 FÖSTUDAGUR
Skynsöm skepna
Hér sést bakhliðin á rjúpnablóð-
baðinu mikla í áratugi fyrir hver
jól. Rjúpan er sjálf búin að gefa
margfaldan fyrirvara um útrým-
ingarhættu.
Rósa B. Blöndal í Morgunblaðinu 4. september.
Og einn var...
Við vorum að koma úr Miðfjarð-
ará og hollið veiddi 37 laxa, það
var víða lax á svæðinu og við
vorum alls staðar í fiski.
Jóhann Þorbjörnsson í DV 4. september.
Góður þessi
Jæja, loksins var hann sýndur í
vikunni, þátturinn af West wing
þar sem varaforsetinn neyðist
til að segja af sér vegna fram-
hjáhalds og lausmælgi. Þáttur-
inn vakti hjá mér þá umhugsun;
Hvað ef þetta hefði gerst á Ís-
landi?
Jón Einarsson á Maddaman.is 3. september.
Orðrétt
Dómsmálaráðherra heimsækir gamlan vinnustað:
Sprengjudeild æfði fyrir ráðherra
LANDHELGISGÆSLAN Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra heimsótti Land-
helgisgæsluna ásamt fylgdarliði í
vikunni. Heilsaði Björn upp á
starfsfólk og kynnti sér starfsemina
en Björn starfaði um tíma hjá Land-
helgisgæslunni.
Hófst heimsóknin um borð í
varðskipinu Tý. Var skipið skoðað
og snæddur hádegisverður um
borð. Eftir það var haldið í höfuð-
stöðvar Landhelgisgæslunnar en
þar fór fram kynning á starfsem-
inni. Sprengjudeild hélt æfingu fyr-
ir ráðherrann en síðan var haldið út
á Reykjavíkurflugvöll þar sem að-
staða flugdeildar var skoðuð. Heim-
sókninni lauk með stuttu flugi á
stærri þyrlu deildarinnar, TF-LÍF.
„Það er ávallt ánægjulegt að fara
þangað í heimsókn,“ sagði Björn
Bjarnason. „Það hefur margt breyst
síðan ég starfaði þarna fyrrum.
Verkefni á könnu Gæslunnar eru
önnur og viðameiri og allt önnur
viðhorf ríkja gagnvart ýmsum mál-
efnum.“
Björn sagðist ekki hafa gert
neinar áætlanir um breytingar inn-
an Landhelgisgæslunnar en stofn-
unin hefur glímt við fjárskort í
langan tíma. „Það þarf að skoða
rekstur Gæslunnar eins og annarra
stofnana undir minni stjórn en ég
svara engu um þetta fyrr en ég hef
kynnt mér málið betur.“ ■
HVALVEIÐAR Flaggskip náttúruvernd-
arsamtakanna Greenpeace, Rain-
bow Warrior, lagðist að bryggju við
Faxagarð í Reykjavík upp úr há-
degi, eftir tæplega þriggja vikna
siglingu frá Miðjarðarhafinu. Hafði
skipið stutta viðkomu í Skotlandi á
leiðinni til að taka vistir. Skipið
verður í Reykjavíkurhöfn yfir helg-
ina og mun fólki gefast kostur á að
koma um borð til skrafs og skoðun-
ar á meðan það liggur bundið þar.
Skipverjar sem Fréttablaðið náði
tali af sögðu ferðina hingað hafa
gengið vel en vildu að öðru leyti
ekki tjá sig, enda væru þeir ein-
göngu starfsmenn um borð, en
tengdust ekki herferð samtakanna
gegn hvalveiðum. Aðspurðir sögð-
ust þeir ekki hafa orðið fyrir neinu
áreiti eða mótmælum síðan lagst
var að. Tveir Íslendingar sem fylgd-
ust með skipinu leggjast að lágu þó
ekki á skoðun sinni. Vildu þeir
meina að Grænfriðungar hefðu hag-
að sér illa síðast þegar þeir komu
hingað og réttast væri að þeir færu
strax af landi brott.
Skipið sem statt er hér nú er
ekki hið upprunalega Rainbow
Warrior. Það skip komst í heims-
fréttirnar árið 1985 þegar fransk-
ur leyniþjónustumaður sökkti því
þar sem það lá í höfn á Nýja-Sjá-
landi. Það skip sem hingað er
komið er arftaki þess og var tekið
til notkunar árið 1989. Það var
áður fyrr fiskiskip en samtökin
létu breyta því mikið, meðal ann-
ars setja upp þrjú möstur, og
reynt er eftir megni að nota vind-
orkuna í stað vélarafls á ferðum
skipsins. Áhöfn skipsins telur 16
manns.
Rainbow Warrior hefur tekið
þátt í flestum herferðum Grænfrið-
unga frá því að það var tekið í notk-
un. Starfsemi samtakanna hefur þó
breyst í tímans rás og nú eru Græn-
friðungar ekki eins herskáir og þeir
voru fyrrum. Blaðamannafundur
hefur verið boðaður um borð í skip-
inu í dag þar sem stefna Green-
peace gagnvart hvalveiðum Íslend-
inga verður kynnt.
albert@frettablaðið.is
Tryggingamiðstöðin:
Hluthafa-
fundur 11.
september
TRYGGINGAFÉLÖG Stjórn Trygginga-
miðstöðvarinnar hf. hefur að beiðni
Kaldbaks hf. ákveðið að boða til
hluthafafundar þann 11. september
næstkomandi. Fyrir fundinum ligg-
ur stjórnarkjör, en frá síðasta aðal-
fundi hefur Kaldbakur keypt yfir
20% hlut í félaginu.
Dagsetningin vekur athygli, því
þennan dag verða tvö ár liðin frá
hryðjuverkunum í Bandaríkjunum.
Sá atburður hafði mikil áhrif á
heimsbyggðina, ekki síst á trygg-
ingafélög þar sem iðgjöld af endur-
tryggingum hækkuðu í kjölfarið. ■
HRYÐJUVERK
Rannsóknarmenn kanna verksummerki við
lestina skammt frá Kislovodsk í Kákasus-
héraði. Fimm manns létust og 30 særðust.
Kákasushérað í Rússlandi:
Fimm létust
í sprengjutil-
ræði
MOSKVA, AP Að minnsta kosti fimm
létust og 30 slösuðust þegar
sprengja sprakk í farþegalest í
Rússlandi í fyrradag. Fullvíst er
talið að um hryðjuverk hafi verið
að ræða. Tvær sprengjur eru
sagðar hafa sprungið undir í ein-
um lestarvagni. Lestin var á leið
frá Kislovdosk til Mineralnye
Vody í Kákasushéraði. Einn mað-
ur var handtekinn á slysstað,
grunaður um tilræðið. Hinn grun-
aði var meðal farþega í lestinni og
slasaðist alvarlega. Sprengjutil-
ræði hafa verið tíð í Rússlandi að
undanförnu og kenna stjórnvöld
uppreisnarmönnum frá Tsje-
tsjeníu um þau. ■
GEFA UMSÖGN UM LÖGGJÖF
Nokkur fjöldi fyrirtækja hefur
með milligöngu Samtaka atvinnu-
lífsins skráð sig til þátttöku í raf-
rænu umsagnarkerfi um mótun
nýrrar Evrópulöggjafar. Um er
að ræða nýjan þátt í undirbúningi
löggjafar Evrópusambandsins.
!
"!
#$
%
&&
&
$
&
!"
#
(
)
&
*
!
+ %
",
"!
%
&
)
&
-
&$
Bandaríkjamenn afsala sér völdum í Írak:
Pólverjar stjórna nú miðhluta Íraks
BAGDAD, AP Fjölþjóðlegt herlið
undir stjórn Pólverja hefur tekið
við stjórn í miðhluta Íraks. Þetta
er í samræmi við yfirlýsingar
Bandaríkjamanna, sem hafa sagst
vilja draga úr ábyrgð sem hvíli á
eigin herliði. Pólverjar tóku við
stjórn herafla 21 þjóðar við form-
lega athöfn í hinni frægu borg
Babýlon. Níu þúsund manna her-
lið er nú í miðhluta Íraks, á svæð-
inu milli höfuðborgarinnar
Bagdad og Basra. Inni á yfirráða-
svæði Pólverja er hin helga borg
Najaf, borgin þar sem yfir 100
manns voru myrtir í sprengjutil-
ræði við Iman Ali-moskuna fyrir
viku. Bandaríkjamenn völdu Pól-
verja til að stjórna svæðinu í við-
urkenningarskyni fyrir stuðning
þeirra í Íraksstríðinu og einnig
vegna reynslu þeirra af friðar-
gæslu.
Tæpur þriðjungur heraflans í
miðhluta Íraks, um 2.300 manns,
er Pólverjar. Frá hverju landi um
sig, Úkraínu, Spáni og Ítalíu,
koma rúmlega 1.000 hermenn og
tæplega 900 frá Taílandi.
Pólland eru þriðja ríkið sem
tekur við ábyrgðarhlutverki í Írak
en Bretar fara nú með stjórn á
einstökum svæðum. Bandaríkja-
stjórn hefur rætt við stjórnvöld í
Ankara um að Tyrkir taki að sér
stjórn landsvæða í Írak. ■
BJÖRN BJARNASON
Var ánægður með heimsókn sína
á gamla vinnustaðinn.
RAINBOW WARRIOR Í REYKJAVÍKURHÖFN
Fólki gefst kostur á að skoða farkostinn um helgina.
Rainbow Warrior
komið til landsins
Rainbow Warrior, flaggskip Greenpeace-samtakanna, lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn
skömmu eftir hádegið. Á hlið skipsins var stór borði þar sem Íslendingar voru minntir á að
hugsa um ferðaþjónustuna í landinu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
VALDAAFSAL Í BABÝLON
Bandaríkjamenn afhentu Pólverjum stjórn í miðhluta Íraks við hátíðlega athöfn. Lúðrasveit
lék meðal annars en þungvopnaðir verðir voru skammt undan, enda hefur hálfgerð
skálmöld ríkt í landinu.
■ Atvinnulíf