Fréttablaðið - 05.09.2003, Page 22
23FÖSTUDAGUR 5. september 2003
Talsvert hefur farið fyrir um-ræðu í fjölmiðlum undanfarna
daga um ágreining Vélstjórafé-
lags Íslands annars vegar og Sigl-
ingastofnunar og samgönguráðu-
neytisins hins vegar, vegna setn-
ingar reglugerðar um skráningu á
afli aðalvéla skipa og ákvörðunar
Siglingastofnunar um að breyta
afstöðu sinni til undanþáguveit-
inga til vélstjóra á tilteknum far-
þegaskipum. Vélstjórafélagið
krafðist þess að forstjóri Siglinga-
stofnunar segði af sér vegna þess-
ara mála en yrði ella vikið úr
starfi. Þar sem mörgum þykja
viðbrögð Vélstjórafélagsins full
harkaleg verður hér reynt að
skýra afstöðu félagsins.
Á heimasíðum Siglingastofn-
unar og samgönguráðuneytisins
er fjallað um setningu nýrrar
reglugerðar um skráningu á afli
aðalvéla skipa og segja báðir aðil-
ar að umræddri reglugerð hafi
verið breytt vegna þess að um-
boðsmaður Alþingis og Héraðs-
dómur Suðurlands teldu að eldri
reglugerðina skorti lagastoð.
Álit umboðsmanns Alþingis
og dómur Héraðsdóms Suð-
urlands
Í áliti umboðsmanns Alþingis
kemur fram að reglugerðin hafi
verið sett samkvæmt lögum nr.
52/1970, um eftirlit með skipum.
Þau lög voru síðar leyst af hólmi
með lögum nr. 51/1987, sem aftur
voru felld úr gildi með gildandi
lögum um eftirlit með skipum, nr.
35/1993. Um gildi reglugerðarinn-
ar kemur ekkert fram í síðast-
nefndu lögunum. Umboðsmaður
tók einnig fram í áliti sínu að sam-
kvæmt almennum skýringarregl-
um yrði að telja reglugerðina í
gildi að því marki sem hún væri
samrýmanleg ákvæðum gildandi
laga um eftirlit með skipum og
ályktaði samkvæmt því, að breyt-
ing Siglingastofnunar á skráningu
vélarafls, þar sem olíugjöf væri
takmörkuð með því að sjóða hólka
á tannstöng á olíudælum vélar,
hefði ekki verið í samræmi við
ákvæði reglugerðar nr. 143/1984.
Í umræddum dómi Héraðsdóms
Suðurlands, sem kveðinn var upp
þann 18. apríl 2001, segir m.a. að
þar sem reglur nr. 143/1984 sæki
ekki heimild til 13. gr. laga nr.
113/1984 eða laga um skráningu
skipa verði ekki hægt að beita
þeim til ákvörðunar um það hvern-
ig ákveða skuli afl skipsvéla.
Á ofangreindu er ljóst að
gleymst hefur að nefna reglugerð-
ina þegar lögum um eftirlit með
skipum var síðast breytt. Þessu
hefði mátt kippa í liðinn án þess að
breyta innihaldi reglugerðarinnar.
Eldri reglugerðir
Meginmálið er að í 2. grein
eldri reglugerðarinnar, um skrán-
ingu á afli aðalvéla nr. 143/1984,
segir að breyting á afli vélar með
takmörkun olíugjafar hafi ekki
áhrif á skráningu vélarafls. Í 4.
grein reglugerðarinnar segir líka
að skráðu vélarafli verði ekki
breytt, nema gerðar verði breyt-
ingar á þeim búnaði sem á vélinni
er og áhrif hefur á afl vélarinnar.
Þetta þýðir, að mati Vélstjóra-
félagsins, að takmörkun á olíuinn-
gjöf, sama hvernig hún er fram-
kvæmd, dugi ekki til að fá skráðu
afli aðalvélar breytt.
Það er athyglisvert að í grein-
argerð með áliti umboðsmanns
Alþingis kemur fram að allt frá
því eldri reglugerðin var sett
leyfði Siglingastofnun að tak-
marka olíugjöf með því að sjóða í,
slípa burt tennur eða setja hólka á
tannstöng á olíudælum aðalvéla í
þeim tilgangi að skrá niður afl að-
alvélar. Stofnunin hefur því brotið
umrædda reglugerð allt frá því
hún var sett.
Ný reglugerð
Á heimasíðu Siglingastofnunar
segir að í ágúst 2000 hafi Sam-
gönguráðuneytið óskað eftir til-
lögum að nýrri reglugerð um
skráningu á afli aðalvéla og að í
september 2000 hafi tillögur
stofnunarinnar verið til umfjöll-
unar í siglingaráði. Samkvæmt
þessu hefur samgönguráðuneytið
óskað eftir nýrri reglugerð, og
fengið drög að henni, áður en Hér-
aðsdómur Suðurlands felldi dóm
sinn þann 18. apríl 2001.
Í tillögum Siglingastofnunar
var gert ráð fyrir að engar tak-
markanir væru á því hvernig nið-
urfærslu á afli væri háttað. Að
mati Vélstjórafélagsins kemur
þarna fram að raunverulegur til-
gangur með breytingum á reglu-
gerðinni hafi verið að gera löglega
þá lögleysu sem Siglingastofnun
hafði stundað um árabil. Tillögum
Siglingastofnunar var hafnað af
Vélstjórafélaginu, sem vildi að
áfram yrði miðað við að skráningu
á afli aðalvélar yrði ekki breytt
nema gerðar væru varanlegri
breytingar á búnaði vélar en þær
sem þarf til að minnka olíuinngjöf.
Áhrif reglugerðarbreytinga
Mönnun í vélarúmi, réttinda-
kröfur til vélstjóra og auka-
greiðslur eru miðaðar við skráð
afl aðalvélar viðkomandi skips.
Vélstjórafélag Íslands væri
ánægðast ef algerlega væri
óheimilt að breyta skráðu afli véla
líkt og í Danmörku og Færeyjum.
VSFÍ ákvað að koma til móts við
LÍÚ um ákvæði reglugerðarinnar
með tillögum um að breyting á
skráðu vélarafli væri einungis
möguleg í framhaldi af raunveru-
legri vélrænni breytingu á við-
komandi vél sem réttlætti breyt-
inguna. VSFÍ telur að með gildis-
töku nýju reglugerðarinnar geti
útgerðarmenn skráð niður afl að-
alvéla skipa án nokkurra raun-
verulegra breytinga á vélinni
sjálfri. Þannig geta þeir fækkað
vélstjórum, minnkað réttinda-
kröfur til þeirra og losnað við
aukagreiðslur. Vandséð er að
verkefni af þessu tagi, þ.e. bein
íhlutun í kjör vélstjóra, geti talist
til eðlilegrar starfsemi Siglinga-
stofnunar Íslands. Það er einnig
deginum ljósara að vélstjórar
þeirra skipa sem verða fyrir
fækkun af þessum sökum verða
undir meira álagi og vinna lengri
vinnutíma, á lægri launum, án
þess að vinnuumhverfi þeirra eða
þær kröfur sem gerðar eru til
þeirra hafi breyst. Ekki getur það
aukið öryggi sjófarenda – eða
hvað? ■
Verðlaunaðu þig með
nýjum Opel Vectra
Opel Vectra er bíllinn sem sameinar fullkomna tækni, nútímalega útlitshönnun, rými
og óvenju lipurð í akstri. Þýsk vandvirkni og nákvæmni tryggja gæði og öryggi sem
uppfylla ströngustu kröfur. Undir stýri lagar bíllinn sig að þínu aksturslagi, ekki öfugt.
Þetta finnur þú þegar þú prófar Opel Vectra. Loftkæling og framsæti sem hver og
einn stillir nákvæmlega að sínum þörfum, að ekki sé talað um hversu vel fer um
fólkið í aftursætinu veita að auki hámarks vellíðan í Opel Vectra.
Verð frá kr. 2.290.000
Opel Vectra
Einkaleiga 38.677 kr.á mánuði*
*Miðað við 36 mánaða samning
Hlaut gullna stýrið í Þýskalandi 2002
Sævarhöfða 2a · sími 525 9000 · bilheimar@bilheimar.is · www.bilheimar.is
Komdu, skoðaðu og
prófaðu Opel Vectra á
þýskum dögum, sölumenn
okkar taka vel á móti þér!
ÞÝ
SKI
R DAGA
R
1. - 6. S E P T E M
BE
R
F
í
t
o
n
F
I
0
0
7
7
6
3
Umræðan
■ Halldór Arnar Guðmundsson og Krist-
ín A. Hjálmarsdóttir, starfsmenn Vél-
stjórafélags Íslands, skrifa um deilu Vél-
stjórafélagsins við Siglingastofnun og
samgönguráðuneytið.
FRÁ REYKJAVÍKURHÖFN
Talsvert hefur farið fyrir umræðu í fjölmiðl-
um undanfarna daga um ágreining Vél-
stjórafélags Íslands annars vegar og Sigl-
ingastofnunar og samgönguráðuneytisins
hins vegar, vegna setningar reglugerðar
um skráningu á afli aðalvéla skipa og
ákvörðunar Siglingastofnunar um að brey-
ta afstöðu sinni til undanþáguveitinga til
vélstjóra á tilteknum farþegaskipum.
Deila Vélstjórafélagsins