Fréttablaðið - 05.09.2003, Qupperneq 24
Fyrir tveimur árum seldi sveit-arstjórn Skagafjarðar Raf-
veitu Sauðárkróks. Talsverðar
deilur voru í sveitarfélaginu um
söluna og vildi
meirihlutinn sem
samanstóð af full-
trúum Framsókn-
arflokks og Skaga-
fjarðarlista selja,
en aðrir voru mjög
á móti sölunni. Frá
bæjardyrum þeirra
sem reka fyrirtæki
á Sauðárkróki var
salan algjört
glapræði og nánast
aðför að rekstri
fyrirtækja í bæn-
um. Dæmi er um að rafmagns-
reikningur fyrirtækja hafi hækk-
að um 60% og munar um minna í
rekstri fyrirtækja. Þessi hækkun
kemur einnig á óvart vegna þess
að öll rök hníga að því að hag-
kvæmara ætti að vera að reka
stóra landsveitu RARIK en örlitla
bæjarveitu á Sauðárkróki.
Samkeppnisstöðu fyrirtækja
mismunað
Vegna þessara gríðarlegu
hækkana fór undirritaður að
skoða verð á raforku til fyrir-
tækja alls staðar á landinu. Það
var hægur vandi því að greinar-
góðar upplýsingar eru um afl-
taxta allra rafveitna í landinu á
heimasíðu Samorku. Þar eru
búin til dæmi um þrjú mismun-
andi orkufrek fyrirtæki og hvað
þau myndu greiða eftir því
hvaða rafveita seldi þeim raf-
magnið.
Dæmin sýna berlega að það
er ótrúlega mikill munur á því
verði sem fyrirtæki greiða ann-
ars vegar á Snæfellsnesi sem er
svæði sem RARIK þjónar og
hins vegar í Reykjavík sem
Orkuveita Reykjavíkur þjónar.
Dæmi er tekið af fyrirtæki sem
þarf að greiða 1.632.790 kr. á ári
fyrir rafmagn, á starfssvæði
RARIK, t.d. Blönduósi, en ef
sama fyrirtæki væri staðsett í
Reykjavík, greiddi það einungis
1.252.648. Munurinn er um 30%.
Vill Framsóknarflokkurinn
okra á landsbyggðinni?
Hvers vegna er þessi augljósi
mismunur á samkeppnisstöðu fyrir-
tækja látinn viðgangast? Nú er það
sami ráðherra sem heldur um alla
þræði málsins. Valgerður Sverris-
dóttir er yfirmaður samkeppnis-
mála en augljóst er að fyrirtæki
sem keppa á sama markaði búa ekki
við sömu samkeppnisaðstöðu þegar
þau þurfa að greiða 30% hærra verð
fyrir orkuna. Valgerður er ráðherra
byggðamála og ætti að vera ljóst að
þessi grófa mismunun er ekki vel til
þess fallin til þess að hvetja til fyr-
irtækjareksturs á landsbyggðinni
og Valgerður er einnig yfirmaður
orkumála í landinu.
Ef til vill er það einfaldlega
stefna Framsóknarflokksins að
okra á fyrirtækjum á landsbyggð-
inni. Frjálslyndi flokkurinn mun
beita sér fyrir því að farið verði
ofan í saumana á verðlagningu á
raforku og tryggja að landsmenn
allir sitji við sama borð. ■
25FÖSTUDAGUR 5. september 2003
Umræðan
SIGURJÓN
ÞÓRÐARSON
■ alþingismaður
Frjálslynda
flokksins skrifar
um rafmagnsverð
sveitarfélaga.■
Valgerður
Sverrisdóttir er
yfirmaður sam-
keppnismála en
augljóst er að
fyrirtæki sem
keppa á sama
markaði búa
ekki við sömu
samkeppnisað-
stöðu þegar
þau þurfa að
greiða 30%
hærra verð fyrir
orkuna.
■ Bréf til blaðsins
Öfundsýkin eltir mig,
kvað Jónas
Sveinn Kjartansson skrifar:
Í nýlegum Bakþönkum Sigur-jóns M. Egilssonar í Fréttablað-
inu hafði hann verið á rölti og hitt
KR-ing sem gat ekki annað. Á
þessu rölti sínu kom hann á Lækj-
artorg og sá drukkna konu pissa á
tröppurnar á húsi Héraðsdóms
Reykjavíkur. Tókst ekki betur til
en svo að hún bleytti buxurnar í
leiðinni. Síðan tókst henni ekki að
hysja upp um sig blautar og þung-
ar buxurnar, heldur rambaði burt
nakin frá nafla og niður á hné.
Sigurjón skrifaði: þetta var óláns
kona, sem gat ekki annað.
Fyrir 15 til 20 árum var ég á
leiðinni í Útvegsbankann. Á
tröppunum á þessu sama húsi
brosti róni í sólskininu og var að
bjástra við að opna vodkapela.
Tókst nú ekki betur til en hann
missti pelann, sem mölbrotnaði og
brást róninn grátandi við. Þrír
götustrákar hlógu. Ég bað hann að
bíða og skrapp inn og skipti ávís-
un fyrir nýjum pela. Fallegra sól-
skins- og þakklætisbros hef ég
aldrei séð á nokkrum manni.
ÉG held að Sigurjóni hefði
verið meira sæmandi að hjálpa
aumingja konunni að hysja upp
um sig. Sannur KR-ingur hefði
sennilega gert það heldur en að
hlæja eins og götustrákur og
líkja síðan tvöföldum Íslands-
meisturum við þessa ólánsömu
konu. ■
Hvað kostar rafmagnið?