Fréttablaðið - 05.09.2003, Síða 31

Fréttablaðið - 05.09.2003, Síða 31
5. september 2003 FÖSTUDAGUR32 Skrýtnafréttin Tollvörðunum á Schiphol-flugvell-inum nálægt Amsterdam í Hollandi brá heldur í brún þegar þeir opnuðu ferðatösku manns sem hafði komið inn í landið frá Nígeríu. Maðurinn hafði skilið töskuna eftir í geymslu á flugvellinum og var ákveðið að opna töskuna eftir að starfsfólk kvartaði yfir vondri lykt sem kom frá töskunni. Þegar tollverðirnir opnuðu tösk- una sáu þeir að eigandinn var búinn að troða inn í hana um 2.000 bavíana- trýnum. Þau voru byrjuð að rotna, sem útskýrir lyktina ógurlegu. Ekki er vitað hvað eigandinn hafði ætlað sér að gera með apatrýn- in en talið er að annað hvort hafi þau átt að enda á matardisknum hans eða vera notuð í einhvers konar lyfjagerð. Taskan var fjarlægð og trýnun- um eytt. Enn hefur ekki náðst í eig- anda töskunnar. ■ Britney Spears: Britney í Footloose Ekki virðast allir Kaliforníubúarjafn ánægður með framboð Arnolds Schwarzeneggers til ríkis- stjóra. Þegar hann mætti til þess að halda ræðu fyrir nema í California State University við Long Beach var hann grýttur eggi. Það brotnaði á öxl hans og innihaldið dreifðist yfir jakka hans. Aðstoðarmaður hans reyndi strax að ná egginu af en Arnold lét þetta lítið á sig fá, klæddi sig úr jakkanum og hélt ræðuna á skyrt- unni. Í ræðu sinni sagði Arnold að helsta ástæðan fyrir því að hann væri að bjóða sig fram væri að hann langaði til þess að endur- greiða fylkinu, sem gerði hann að því sem hann er í dag, greiðann. Flestir nemendurnir tóku vel í ræðu Schwarzeneggers en nokkrir mótmælendur frá nemendasamtök- um La Raza héldu skiltum á lofti þar sem stóð ritað; „Hasta La Vista Latinos“. Þar vitnuðu þeir í það að Arnold studdi á sínum tíma Uppá- stungu 187 sem lagði fram að hefta þjónustu fyrir ólöglega innflytj- endur. ■ Hver er skilgreiningin áhinni fullkomnu konu? Heyrnarlaus, heimsk og brók- arsjúk dóttir bareiganda. Með súrmjólkinni BAVÍANI Finnst ykkur trýnið vera litríkt? Þið ættuð að sjá rassinn á honum. Undarlegum farmi fargað á Schiphol ARNOLD SCHWARZENEGGER Missti ekki brosið af vörum sér þrátt fyrir að hafa verið grýttur eggi við komu sína til California State University. Framboð Schwarzeneggers: Arnold grýttur eggi Kvikmyndaferill Britney Spearsfór ekki beint í þær hæðir sem vonir stóðu til þegar hún lék í kvik- myndinni Crossroads fyrir nokkrum misserum. Þar lék hún á móti systur sinni, sem stal senunni. En nú hefur hún haft spurnir af því að undirbúningur sé hafinn á end- urgerð kvikmyndarinnar Foot- loose, sem sló rækilega í gegn 1984. Myndin kom Kevin Bacon endan- lega á kortið og Sarah Jessica Park- er og John Lithgow voru einnig í hlutverkum þarna. Britney er sögð hafa auga á aðalkvenhlutverkinu en enn hefur ekki verið ákveðið hver muni leikstýra myndinni. ■ BRITNEY SPEARS Ætlar að næla sér í hlutverk í endurgerð- inni á Footloose. KEVIN BACON Sló í gegn í kvikmyndinni Footloose, en nú er endurgerð komin upp á borð hjá kvik- myndaframleiðendum í Hollywood. MARY J. BLIGE OG BRITNEY Söngkonurnar Mary J. Blige og Britney Spears stilltu sér upp fyrir myndavélarnar á blaðamannafundi sem haldin var af NFL vegna bandaríska fótboltans. Þær ætla báðar að skemmta gestum á leikjum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.