Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 35
36 5. september 2003 FÖSTUDAGUR OLIVER KAHN Oliver Kahn, fyrirliði þýska landsliðsins, við komuna til Reykjavíkur í gær. Fótbolti Rúnar Kristinsson: Klárar þær keppnir sem hann byrjar á FÓTBOLTI „Þegar maður byrjar á einhverri keppni hlýtur maður að reyna að klára hana,“ sagði Rún- ar Kristinsson. Hann lýsti því yfir fyrr í sumar að hann hygðist hætta að leika með landsliðinu þegar þátttöku þess í Evrópu- meistarakeppninni lýkur. Það veltur á leikjunum gegn Þjóð- verjum hvort það verður í haust eða jafnvel næsta sumar. „Þetta er ein sterkasta þjóðin sem hingað hefur komið,“ sagði Rúnar. „Frakkar komu hingað fyrir nokkrum árum þegar þeir voru nýorðnir heimsmeistarar. Þjóðverjar voru í öðru sæti í síð- ustu heimsmeistarakeppni þannig að þeir eru með geysilega sterkt lið. Fólk er að tala um að þeir séu í lægð en það er aldrei um neitt slíkt að ræða hjá Þjóð- verjum. Þeir leiddu þennan riðil þar til við náðum forystu en við höfum leikið einum leik meira en þeir.“ Munurinn á Frökkunum árið 1998 og Þjóverjum nú er sá að Frakkarnir voru sáttir við lífið í sviðsljósinu eftir sigurinn á HM en Þjóðverjarnir koma hingað til að berjast um sigur í riðlinum. „Við vonum að við veitum þeim harða keppni og leyfum þeim ekki að spila eins vel og þeir kannski geta. Það hefur alltaf verið hlutverk okkar gegn stærri þjóðum að verjast og reyna að halda markinu hreinu. Svo er bara að sjá hvað við ger- um þegar við erum með boltann. Auðvitað viljum við fá færi og reyna að skora mörk. Það er alltaf markmiðið í fótbolta að vinna leiki.“ ■ Hefur trú á íslenskum sigri Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur trú á íslenskum sigri á morgun. Segir það fara íslensku landsliðsmönnunum vel að leika mikilvæga leiki. Spáir Íslandi aukasæti í undankeppni Evrópumótsins. FÓTBOLTI „Það eru hörkustrákar í landsliðinu sem vilja láta til sín taka og ég get alveg séð íslenska liðið vinna,“ segir Guðjón Þórðar- son, stjóri enska liðsins Barnsley og fyrrum landsliðsþjálfari í knattspyrnu, um leikinn gegn Þjóðverjum á morgun. „Margir þessara stráka eru vel kunnugir því að spila stóra leiki og ég held að það fari þeim ekkert síður að spila stóra leiki en þá minni. Það verður toppstemning á Laugar- dalsvelli og ég veit að þeir sem standa að liðinu vilja láta til sín taka.“ Guðjón hefur ekki séð mikið til landsliðsins und- anfarið. Síðasti leikur sem hann sá var gegn Fær- eyingum heima síðasta vor. „Ég var ekki hrifinn af því sem ég sá en það skiptir ekki máli þar sem liðið er í toppsæti rið- ilsins,“ segir Guð- jón en bætir við að það hefði verið skemmtilegra að hafa náð hagstæðari úrslitum við Skota. „Ef við hefðum náð tveimur stigum gegn Skotum væri sæti okkar í aukakeppninni tryggt. Það hefði óneitanlega verið skemmti- legri að spila við Þjóðverja í þeirri stöðu og geta leikið upp á jafntefli – en þetta er ennþá hægt,“ segir Guðjón. „Ég hef trú á því að Ís- land geti náð aukasætinu og það er ennþá tækifæri til þess.“ Guðjón getur ekki fylgst með landsleiknum þar sem Barnsley leikur á sama tíma við Chester- field í ensku 2. deildinni. Þegar hann var beðinn um að spá fyrir um úrslitin í leik Íslands og Þýskalands sagði hann: „Ef liðið skorar einu marki meira en and- stæðingurinn vinnur það leikinn. Ég vona að það gerist.“ kristjan@frettabladid.is 728 MÖRK Í PLÚS Þjóðverjar hafa leikið 733 landsleiki, sigrað 420 sinnum, gert 144 jafntefli en tap- að 169. Markatalan er Þjóðverj- um hagstæð um 728 mörk, 1624 gegn 896. ÁTTA LANDSLIÐSÞJÁLFARAR Rudi Völler er áttundi landsliðsþjálfari Þjóðverja. Otto Nerz þjálfaði þýska landsliðið frá 1923 og fram yfir Ólympíuleikana árið 1936. Sepp Herberger var þjálfari til 1964, Helmut Schön til 1978, Jupp Derwall til 1984, Franz Becken- bauer til 1990, Berti Vogts til 1998 og Erich Ribbeck til ársins 2000 þegar Rudi Völler tók við. FJÓRIR Í ÚRSLITALEIK Fjórir leik- manna þýska liðsins sem lék árið 1960 léku úrslitaleik heimsmeist- arakeppninnar gegn Englending- um árið 1966. Markvörðurinn Hans Tilkowski, bakvörðurinn Karl-Heinz Schnellinger, fram- herjinn Uwe Seeler og vinstri útherjinn Helmut Haller. LÉKU VIÐ ÍA OG KR Þýska lands- liðið lék við ÍA og KR þegar það lék hér árið 1960. Þjóðverjarnir unnu ÍA 2-1 og KR 10-0. Kristinn Gunnlaugsson skoraði mark Skagamanna. BENTHAUS Helmut Benthaus var ekki með í landsleiknum en hann skoraði fyrsta mark Þjóðverj- anna gegn KR. Benthaus varð síðar lærimeistari Ásgeirs Sigur- vinssonar, landsliðsþjálfara, hjá Stuttgart og stýrði félaginu til sigurs í Bundesligunni árið 1984. Leikir Íslendinga og Þjóðverja: Tveir sigrar í 16 leikjum FÓTBOLTI Íslendingar hafa aðeins tvisvar náð að sigra þýskt landslið í sextán viðureignum. ■ LANDSLEIKIR ÍSLENDINGA OG ÞJÓÐVERJA Leikir við A-landslið Vestur-Þjóðverja 1960 Ísland - Vestur-Þýskaland 0-5 1979 Ísland - Vestur-Þýskaland 1-3 Atli Eðvaldsson Leikur við vesturþýska áhugamannaliðið 1968 Ísland - Vestur-Þýskaland 1-3 Hermann Gunnarsson Leikir við A-landslið Austur-Þjóðverja 1973 Ísland - Austur-Þýskaland 1-2 Ólafur Júlíusson 1973 Ísland - Austur-Þýskaland 0-2 1974 Austur-Þýskaland - Ísland 1-1 Matthías Hallgrímsson 1975 Ísland - Austur-Þýskaland 2-1 Jóhannes Eðvaldsson, Ásgeir Sigurvinsson 1978 Austur-Þýskaland - Ísland 3-1 Pétur Pétursson 1979 Ísland - Austur-Þýskaland 0-3 1982 Ísland - Austur-Þýskaland 0-1 1986 Austur-Þýskaland - Ísland 2-0 1987 Ísland - Austur-Þýskaland 0-6 1988 Austur-Þýskaland - Ísland 2-0 1989 Ísland - Austur-Þýskaland 0-3 Leikir við austur-þýska ólympíuliðið 1987 Ísland - Austur-Þýskaland 2-0 Guðmundur Torfason, Ólafur Þórðarson 1988 Austur-Þýskaland - Ísland 0-3 GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Hefur trú á ís- lenskum sigri. LANDSLIÐIÐ Á ÆFINGU Íslenska landsliðið æfði á Laugardalsvelli í gær. Góð stemning var í hópnum og leikmenn virtust tilbúnir í slaginn við þýska stálið. RÚNAR KRISTINSSON Rúnar Kristinsson leikur sinn 102. A-landsleik á morgun gegn Þjóðverjum. ■ Molar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.