Fréttablaðið - 05.09.2003, Side 40

Fréttablaðið - 05.09.2003, Side 40
FÖSTUDAGUR 5. september 2003 41 ■ MYNDLIST Gamalt fólk nýtur lífsins en ersátt við dauðann,“ segir Helga Hansdóttir öldrunarlæknir en nú stendur yfir sýning á verki hennar og Magnúsar Pálssonar myndlist- armanns í Listasafni Reykjavíkur: „Ég gerði rannsókn um viðhorf aldraðra til dauðans. Í rannsókn- inni tók ég viðtöl við átta aldraða einstaklinga og spurði þá út í líf þeirra og viðhorf til dauðans en sex þeirra taka þátt í sýningunni,“ seg- ir Helga en hana langaði til að gefa fleirum hlutdeild í rannsókninni og því hafði hún samband við Magnús. „Í viðtölum Helgu er að finna mikla lífsreynslu, gleði og sorg og því gaman að vinna úr þeim fyrir mig sem listamann,“ segir Magnús en á sýningunni í Hafnarhúsinu verður hægt að hlusta á hvert við- tal fyrir sig úr gömlum útvarps- tækjum í stórum sal.“ Verkið er í raun sambland af list og vísindum. „Þetta er líka tilraun til að kanna hvaða erindi vísindaleg hugsun á við listina og hvort listin geti víkk- að sjónarhorn vísindamannsins. Það er kannski það byltingar- kenndasta í þessu að ég ætla að at- huga hvort listaverkið getur haft áhrif á niðurstöður rannsóknarinn- ar,“ segir Helga um sýninguna sem stendur til 14. september. ■  20.00 Birgir Sigurðsson opnar sýningu sína „Gult ljósfar“ að Hafnar- götu 2 í Reykjanesbæ. Hluti af sýning- unni er hljóðverk Odds Garðarssonar. Sýningin er í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ og stendur aðeins þessa helgi. Sýningin „Gult ljósfar“ er sú fyrsta af fjórum Ljósfarasýningum. Hver sýning er sérstakt verk en saman mynda þær eina heild: gulur, rauður, grænn og blár. Ljósfarið er farartæki gula ljóssins á ferð þess um himingeiminn, en hefur hér stuttan stans. Sýningin verður opin frá 14.00 til 22.00 laugardaginn 6. septem- ber og frá 14.00 til 18.00 sunnudaginn 7. september. Tilkynningar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. MAGNÚS PÁLSSON Hefur unnið listaverk upp úr rannsókn Helgu Hansdóttur öldrunarlæknis. Aldraðir tjá sig um dauðann FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Hann bíður þín ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 22 16 3 0 9/ 20 03 Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - Strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. Nissan Patrol Luxury F.skráð: 06.2000 Ekinn: 85.000 km Vél: 3000cc, sjálfskiptur Litur: Dökkblár Verð: 3.430.000 kr. Búnaður: 35" breyting, læsingar aftan/framan, Webasto miðstöð, grillgrind, ný dekk ofl. Foreldrar - Stöndum saman Styðjum börnin okkar í að afþakka áfengi og önnur vímuefni

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.