Fréttablaðið - 25.09.2003, Síða 8
8 25. september 2003 FIMMTUDAGUR
Fjandinn laus
Nú er allt eignarhald í uppnámi:
Fyrst eru bankarnir einkavædd-
ir og síðan eru fyrirtækin
bankavædd.
Árni Bergmann um viðskiptaumskipti
í DV 24. september.
Allir vilja þeir eitthvað
Varaðu þig, Björgólfur minn,
versta Dalían er í sjónmáli en
þótt ég viti hvar hún er og
hvernig megi bregðast við henni
þá segi ég þér það ekki nema
fyrir mikla peninga.
Guðbergur Bergsson um Samson
í DV 24. september.
Verður vart einfaldara
Heimurinn er svart-hvítur, ég
einn ræð því, hvað flokkast sem
svart, áskil mér rétt til að ráð-
ast á það, og þeir sem ekki eru
með mér, eru á móti mér.
Jónas Kristjánsson um heimssýn
Bandaríkjaforseta. Jonas.is 24. september.
Orðrétt
DÓMSMÁL Félag ábyrgra feðra
hyggst vísa máli forsjárlauss
föður til Mannréttindadómstóls
Evrópu í Strassborg. Garðar
Baldvinsson, formaður félagsins,
segir að af nógu sé að taka en vill
ekki upplýsa hvert málið sé.
Garðar segir félagið fagna
niðurstöðunni í máli Sophiu Han-
sen gegn tyrkneska ríkinu. Bar-
átta hennar sýni getu einstak-
lings til að berjast fyrir sínum
málum, jafnvel á alþjóðavett-
vangi. Umgengnistálmanir, líkt
og Sophia hafi verið beitt, séu
harkaleg mannréttindabrot.
Garðar Baldvinsson segir það
fólskulega misnotkun að svipta
barn móður eða föður. Á Íslandi
búi þúsundir barna við föður-
sviptingu, þúsundir íslenskra
feðra séu með öðrum orðum í
sömu sporum og Sophia Hansen,
að fá ekki að sjá börn sín lang-
tímum saman. Réttur barna til að
umgangast báða foreldra sína sé
því í reynd engu betri á Íslandi
en í Tyrklandi. ■
KVIKMYNDAGERÐ Einar Þór Gunn-
laugsson kvikmyndaleikstjóri
óskar eftir skýringum Kvik-
myndamiðstöðvar Íslands á því
að styrkumsókn vegna myndar
hans Grunsamlega venjulegur
var hafnað.
Einar segir að eftir að
svokölluð 40/60 regla var sam-
þykkt með nýrri reglugerð í
mars hafi hann
sent inn um-
sókn. Hann hafi
þá haft enska
og franska fjár-
festa sem vildu
fjármagna 60
prósent af 100
milljón króna
kostnaði við
gerð myndar-
innar. Þar með
væri Kvik-
myndasjóðnum,
s a m k v æ m t
40/60 reglunni,
heimilt að lána
þær 40 milljónir sem upp á vant-
ar. Því var hafnað í júlí.
„Reglugerðin segir ekki að
Kvikmyndamiðstöðin eigi að
gera þetta heldur sé þetta heim-
ild. Hins vegar hafa öll fagfélög,
eins og til dæmis bæði SÍK
(Samtök íslenskra kvikmynda-
framleiðenda) á aðalfundi í vor
og opinbera nefndin sem vann
reglugerðina, lýst því yfir að
heimildina ætti að nýta. Þarna
virðist eins og verið sé að búa til
reglur eftir á,“ segir Einar.
Að sögn Einars taldi hann,
þegar hann fékk synjun Kvik-
myndastöðvarinnar í júlí, að
fjármagn sjóðsins hefði einfald-
lega klárast í myndir sem væru
fjármagnaðar að fullu. Hann og
samstarfsaðilar hans hefðu því
gefið styrkvonina frá sér:
„Síðan áttuðum við okkur á
því að myndir höfðu verið
styrktar sem ekki voru fullfjár-
magnaðar. Þá sendum við inn at-
hugasemd og óskuðum í ágúst
eftir skriflegum útskýringum.
Þær hafa ekki komið enn þá,“
segir Einar.
Samtök íslenskra kvikmynda-
framleiðenda hafa einnig fengið
erindi frá Einari þar sem hann
óskar umsagnar þeirra um mál-
ið. Stjórn samtakanna ætlaði að
taka málið fyrir á stjórnarfundi
á fimmtudag. „Stjórnin er í þeir-
ri stöðu að annað hvort mæla
með því að Kvikmyndamiðstöð-
in breyti þessari afstöðu sinni
eða þá að fara strangt til tekið
gegn samþykkt aðalfundar fé-
lagsins. Það verður spennandi
að sjá hvort verður,“ segir Ein-
ar.
Einar segir að sögusvið
myndarinnar sinnar hafi nú ver-
ið fært frá Reykjavík til Liver-
pool. Verið sé að afla viðbótar-
fjármagns. Erfitt hafi hins veg-
ar verið að útskýra vinnubrögð
Kvikmyndamiðstöðvarinnar
fyrir upphaflegu fjárfestunum.
„Þótt þetta séu jákvæðir menn
eru þeir óneitanlega orðnir dá-
lítið skrítnir í framan,“ segir
hann.
gar@frettabladid.is
Kjarasamningar:
Viðræður í
október
ATVINNUMÁL Starfsgreinasamband-
ið og Samtök atvinnulífsins komu
sér í gær saman um viðræðuáætl-
un kjarasamninga félaga utan Flóa-
bandalagsins. Þetta eru 32 félög, að
sögn Halldórs Björnssonar, forseta
Starfsgreinasambandsins. Í þeim
hópi eru nokkur af stærstu verka-
lýðsfélögum landsins.
Kjarasamningar eru lausir um
áramót en Halldór segir að viðræð-
ur hefjist um miðjan október. Í
framhaldinu af því liggi kröfugerð
félaganna fyrir. Halldór segir að
þótt svo virðist að góðæri sé í upp-
siglingu þýði það ekki að vinnandi
fólk geti náð góðum samningum
við sína viðsemjendur. ■
Níu Vítisenglar:
Myrtu 13 í
uppgjöri
glæpagengja
MONTREAL, AP Dómstóll í Kanada
dæmdi níu félaga í bifhjólasam-
tökunum Vítisenglum í 10 til 15
ára fangelsi fyrir margvíslega
glæpi. Meðal þess sem Vítisengl-
arnir voru sakfelldir fyrir var
fíkniefnasmygl og samsæri um að
fremja 13
morð.
Sakborning-
arnir játuðu
sekt í öllum
á k æ r u l i ð u m .
Vítisenglarnir
hafa setið í
varðhaldi í 30
mánuði en
varðhaldsvistin
kemur ekki til
frádráttar fangelsisdómunum.
Glæpirnir sem mennirnir
frömdu tengjast allir uppgjöri
milli glæpasamtaka í Quebec um
miðjan síðasta áratug. Rúmlega
100 manns féllu í þeim átökum. Að
minnsta kosti 12 morðanna sem
mennirnir frömdu voru hluti af
þessu uppgjöri en upplýst var að
þrettándi maðurinn var myrtur
fyrir mistök. ■
KARLSRUHE, AP Hæstiréttur í Þýska-
landi hefur úrskurðað að íslömsk-
um kennara sé heimilt að stunda
kennslu með slæðu á höfðinu.
Yfirvöld í Baden-Württem-
berg í Þýskalandi synjuðu Fer-
eshtu Ludin, 31 árs Þjóðverja af
afgönskum uppruna, um kennslu-
starf þar sem hún krafðist þess
að fá að bera slæðu við kennsl-
una. Ludin er Íslamstrúar en
samkvæmt trúnni ber henni að
hylja höfuð sitt.
Yfirvöld sögðu að með því að
heimila Ludin að bera slæðuna
væri varpað fyrir róða stjórnar-
skrárbundnu hlutleysi gagnvart
trúarbrögðum. Á þetta féllst
þýskur undirréttur en hæstirétt-
ur landsins var á öðru máli og
sagði óheimilt samkvæmt núgild-
andi lögum að banna konunni að
bera slæðu við kennslu. Hæsti-
réttur segir hins vegar nauðsyn-
legt að löggjafinn finni einhvern
meðalveg milli trúfrelsis og hlut-
leysis í þýskum grunnskólum. ■
Nemendur læra hvernig tölva er
samsett, framkvæma bilana-
greiningu og uppsetningar á
Win XP og Win 2003. Náminu
lýkur með alþjóðlegu Microsoft
Certified Professional prófi sem
er innifalið í verði.
Vélbúnaður
Uppsetning stýrikerfa
Netkerfi
Rekstur tölvukerfa
Windows 2003 Server
Námsgreinar
Lengd: 108 stundir
Næsta námskeið:
8. október
Tími:
2 kvöld og laugard.
Einingar: 4
Verð: 145.000
SLÆÐAN MÁ VERA
Þýskur múslimi af afgönskum uppruna
hafði betur í 5 ára baráttu við yfirvöld í
Þýskalandi um hvort hún mætti bera
slæðu við kennslu.
Íslömsk kona hafði sigur
eftir fimm ára baráttu:
Má kenna
með slæðu
Félag ábyrgra feðra fagnar niðurstöðu í máli Sophiu Hansen:
Hyggst vísa máli forsjár-
lauss föður til dómstólsins
RÉTTUR BARNANNA RÍKUR
Formaður félags ábyrgra feðra segir rétt
barna til að umgangast báða foreldra sína
í reynd engu betri á Íslandi en í Tyrklandi.
Félgið hyggst vísa máli forsjárlauss föður til
Mannréttindadómstóls Evrópu.
Nýrri skiptareglu ekki
beitt við styrkúthlutun
Einar Þór Gunnlaugsson fær ekki 40 milljóna króna styrk frá Kvikmyndamiðstöðinni þrátt fyrir
loforð erlendra aðila um fjármögnum 60 prósent kostnaðar nýrrar bíómyndar. Hann óskar skýr-
inga á að ekki sé beitt nýrri svokallaðri 40/60 skiptareglu. Hann vill stuðning starfssystkina.
„Þótt þetta
séu jákvæðir
menn eru
þeir óneitan-
lega orðnir
dálítið skrítnir
í framan.
VÍTISENGLAR
Níu félagar Hells
Angels fengu þunga
fangelsisdóma fyrir
glæpi sína.
EINAR ÞÓR
GUNNLAUGSSON
Kvikmyndaleikstjórinn Einar Þór
Gunnlaugsson telur að með því að
Kvikmyndamiðstöðin synjaði að fjár-
magna 40 prósent kostnaðar við
mynd sem er fjármögnuð að öðru
leyti sé verið að starfa eftir reglum
sem búnar hafi verið til eftir á –
fremur en eftir nýrri reglugerð og
túlkun allra fagaðila á henni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A
Rafrænt samfélag:
Völdu tvö
verkefni
VERÐLAUN Um 120 milljónum króna
verður varið til tveggja verkefna
sem valin voru í samkeppni um
rafrænt samfélag á vegum iðnað-
ar- og viðskiptaráðuneytisins.
Að þeim stóðu annars vegar
sveitarfélögin Árborg, Hvera-
gerði og Ölfus, undir heitinu
Sunnan 3 sem er sagt líkleg fyrir-
mynd í þróun upplýsingavæðing-
ar í stjórnsýslu, og hins vegar
verkefni sveitarfélaganna Aðal-
dælahrepps, Húsavíkur og Þing-
eyjasveitar, undir heitinu Virkj-
um alla þar sem lögð er áhersla á
uppbyggingu rafrænna upplýs-
ingatorga fyrir íbúana. ■