Fréttablaðið - 25.09.2003, Side 16
16 25. september 2003 FIMMTUDAGUR
HILLARY RITSKOÐUÐ
Búið er að þýða og gefa úr ævisögu Hillary
Clinton á kínversku. Útgáfan hefur þó vald-
ið reiði bandaríska útgefandans þar sem
búið er að ritskoða bókina og sleppa sum-
um köflum hennar.
LUNDÚNIR, AP Scotland Yard segist
hafa upprætt stærsta eiturlyfja-
hring sem starfað hefur í Bret-
landi. Gripið var til samstilltra að-
gerða gegn hringnum í Lundúnum
og Kólumbíu og meintur leiðtogi
hans handtekinn.
Hátt í hundrað lögreglumenn
gerðu áhlaup á 23 hús í bresku
höfuðborginni og handtóku tíu
karlmenn og tvær konur. Á sama
tíma réðust yfirvöld í Kólumbíu
inn í 25 byggingar og færðu
fimmtán manns til yfirheyrslu.
Að sögn talsmanns Scotland Yard
lagði breska lögreglan hald á sem
svarar yfir 32 milljónum ís-
lenskra króna í reiðufé. Flestir
þeirra sem voru handteknir eru
Kólumbíumenn.
Aðgerðirnar voru liður í rann-
sókn sem staðið hefur yfir í hálft
annað ár. Fyrir skemmstu var lagt
hald á kókaín í eigu hringsins að
verðmæti sem svarar rúmum 2,5
milljörðum króna. Áætlað hafði ver-
ið að selja efnið á götum Lundúna.
Talið er handtökurnar eigi eftir
að hafa veruleg áhrif á framboð
og markaðsverð á kókaíni í Bret-
landi. ■
Með lukta glugga
vegna villikattafárs
Íbúar við Fjarðarstræti á Ísafirði þora vart að opna glugga.
Nágrannar íhuga að kæra stórfellt kattahald í kjallara til lögreglu.
DÝRAVERND „Við höfum reynt eftir
megni að verja okkar helming fyr-
ir ágangi villikattanna með því að
skvetta á þá vatni en við getum
ekki opnað glugga í kjallaranum
hjá okkur því þá koma þeir inn og
merkja að kattasið,“ segir Matt-
hildur Helgadóttir, íbúðareigandi
við Fjarðar-
stræti 38 á Ísa-
firði.
Eins og fram
hefur komið í
F r é t t a b l a ð i n u
hefur umsáturs-
ástand ríkt við
húsið. Meindýra-
eyðir bæjarins
hefur setið um
villiketti sem
hann segir að haldi til í kjallara
Höskuldar Guðmundssonar, sem
býr í enda hússins við Fjarðar-
stræti 38. Höskuldur hefur bannað
Vali kattabana að fara í kjallarann
eða inn á lóðina. Valur hefur því
haldið sig á lóðamörkum með búr
til að fagna kettina og vopnaður
riffli. Valur segist hafa náð 25 kött-
um á lóðinni undanfarnar vikur.
Höskuldur hefur kært Val vegna
þess að skot úr riffli hans endur-
kastaðist í gegnum kjallarahurð.
Þá hefur hann einnig borið Val
þeim sökum að hafa fargað tveim-
ur heimilisköttum sínum sem
hurfu sporlaust. Matthildur ná-
granni Höskuldar segir að vandinn
sé sá að villikettirnir gangi inn og
út úr kjallara Höskuldar, sem hafi
opna glugga þar að staðaldri.
„Meindýraraeyðirinn hefur að
meðaltali komið tvisvar á ári í þau
þrjú ár sem ég hef búið hér og
drepið einhverja tugi katta í hvert
skipti, flesta á bak við húsið okkar.
Það sér það hver sem vill að þetta
ástand er óviðunandi og blessuð
dýrin eiga ekki góða vist þarna,“
segir Matthildur.
Hún segist sjálf vera hlynnt
kattahaldi enda eigi hún sjálf ró-
lega læðu. En villikettirnir í Fjarð-
arstræti sé fjarri því að vera litlar
sætar heimiliskisur, heldur grind-
horaðir og illa farnir kettir og frá
dýraverndunarsjónarmiði sé ótækt
að viðhalda núverandi ástandi. Hún
segist ekki undan öðru að kvarta
varðandi nágrannann en „þessari
kattavitleysu“.
„Þannig að allt tal hans um of-
sóknir er undarlegt. Það eru ekki
bara við í hinum enda hússins sem
erum orðin langþreytt á þessu
ástandi. Fólkið í húsunum í kring
er ekki mikið betur sett því það
þarf að jafnaði að hafa glugga lok-
aða til að fá ekki kettina inn til sín.
Það er hart til þess að vita að yfir-
völd virðast ekkert geta gert í
þessu máli. Líklega endar þetta
með því að við nágrannarnir tökum
okkur saman og kærum til lög-
reglu,“ segir Matthildur.
rt@frettabladid.is
SAMVINNA Samtök álframleið-
enda og framleiðenda léttmálma
í Kína og Málmgarður undirrit-
uðu í gær viljayfirlýsingu um
víðtækt samstarf.
Viljayfirlýsingin var undir-
rituð í tengslum við tvíhliða
fund viðskiptanefnda Íslands og
Kína. Í Stiklum, vefriti við-
skiptaskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins, segir að yfirlýsingin
kveði á um að báðir aðilar skuli
skiptast á upplýsingum og koma
á tengiliðum viðvíkjandi fram-
leiðslu og notkunar áls. Sam-
komulagið á að styrkja sam-
vinnu og viðskiptatengsl fyrir-
tækja í álframleiðslu. Þá er
stefnt að því að koma á sam-
starfi æðri menntastofnana og
rannsóknarstofnana.
Í vefritinu segir að bæði Ís-
land og Kína eigi það sameigin-
legt að vera að auka áfram-
leiðslu sína verulega. Kína sé
stærsti framleiðandi áls í heim-
inum og Ísland verði brátt á
meðal stærstu álframleiðenda
Evrópu. Málmgarður er vett-
vangur vöruþróunar, markaðs-
og tæknirannsókna, menntunar
og upplýsingamiðlunar á sviði
léttmálma. ■
„Við höfum
reynt eftir
megni að
verja okkar
helming fyrir
ágangi villi-
kattanna.
ÁRNI MAGNÚSSON
Undirritaði viljayfirlýsinguna fyrir Íslands
hönd.
Ráðherrar átta ríkja:
Átak gegn
fíkniefnum
FÍKNIEFNAVARNIR Ráðherrar átta
ríkja, Norðurlandaríkjanna fimm
og Eystrasaltsríkjanna þriggja,
undirrituðu í gær viljayfirlýsingu
um sameiginlega stefnumótun í
baráttu gegn fíkniefnum. Þetta
segja þeir raunhæft svar ríkjanna
við vaxandi vanda sem stafi af
fíkniefnum.
Ríkin munu miðla hvers kyns
upplýsingum, grípa til aðgerða
gegn skipulögðum glæpum og
styðja raunhæfa endurhæfingu
þeirra sem ánetjast fíkniefnum.
Árni Magnússon félagsmála-
ráðherra sat fundinn fyrir Íslands
hönd. ■
Ráðist á kvikmyndahús:
Beint
gegn klám-
sýningum
MÓSÚL, AP Tveir menn létust og að
minnsta kosti sjö slösuðust í gær
þegar sprengja sprakk við kvik-
myndahús í Mósúl í Írak.
Sprengingin varð við Nojoom-
kvikmyndahúsið og virðist sem
sprengjunni hafi verið kastað í
loftinntak á þaki hússins.
Verið var að sýna erlendar
klámmyndir í bíóinu en bann við
sýningum þeirra var afnumið
þegar stjórn Saddams Husseins,
fyrrum Íraksforseta, var steypt
af stóli. Enginn hefur lýst ábyrgð
á hendur sér en böndin berast að
ýmsum trúar- og stjórnmálahóp-
um sem hafa barist gegn sýningu
klámmynda. ■
■ Sjávarútvegur
ÓBREYTT STJÓRN Rækjuveiðum á
Flæmingjagrunni verður áfram
stjórnað sem sóknarstýringu
þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Ís-
lendinga, sem vilja stjórna sókn-
inni með aflamarki. Ákvörðun
um þetta var tekin á ársfundi
Norðvestur-Atlantshafsfiskveiði-
stofnunarinnar.
EITURLYFJASMYGLARI HANDTEKINN
Tólf manns voru handteknir í
Lundúnum, þar á meðal meintur
leiðtogi eiturlyfjahringsins.
Umfangsmikill eiturlyfjahringur upprættur:
Samstilltar aðgerðir í Bretlandi og Kólumbíu
ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK
Viljayfirlýsingin var undirrituð í
tengslum við tvíhliða fund
viðskiptanefnda Íslands og Kína.
Kínverjar og Íslendingar undirrita viljayfirlýsingu:
Aukið samstarf í álframleiðslu
KATTABANINN
Valur Richter, meindýraeyðir Ísafjarðarbæjar, hefur undanfarið setið um villiketti við lóðamörkin á Fjarðarstræti 38. Íbúðareigandinn
bannar honum að koma inn á lóðina og hefur kært hann fyrir að skjóta í gegnum hurð.