Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2003, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 25.09.2003, Qupperneq 19
19FIMMTUDAGUR 25. september 2003 Þessa haustdaga hefur fariðfram umræða um vanda sauð- fjárbænda. Sú umræða er öll gamalkunnug. Örlagavaldar ís- lensks landbúnaðar eru annars vegar ríkisvaldið og fyrir stefn- unni hafa farið annars vegar for- kólfar Framsóknar og Sjálfstæð- isflokks og hins vegar forystu- menn bænda í mjólkur- og sauð- fjárframleiðslu. Milli þessara að- ila hefur verið furðumikil sátt um að halda áfram þeirri löngu úreltu stefnu sem rekin hefur verið. Stefnan í hnotskurn Í hnotskurn má segja að fyrir utan almennan stuðning við land- búnað hafi ríkisvaldið gert sér- samninga við annars vegar mjólkur- og hins vegar sauðfjár- framleiðendur um framleiðslu og sölu á afurðum. Í dag er ríkis- valdið í raun að segja við sauð- fjárbændur að þeir getið fengið stuðning ef þeir hafa haft hann fyrir, en fái hann ekki til að gera neitt annað en framleiða dilka- kjöt. Sama eðlis er stuðningurinn við mjólkurframleiðendur. Aðrir bændur en þeir sem framleiða mjólk og dilkakjöt mega éta það sem úti frýs. Þannig hefur stefn- an mismunað bændum og rænt þá valfrelsi til að þróa sinn búskap. Bara vegna þessa hefði átt að afleggja þetta fyrirkomu- lag fyrir löngu. En það er fleira. Stuðningur frá rík- inu við þessar tvær búgreinar tekur mið af bú- skap í fortíðinni og mismunar þannig nýliðum og þeim sem vilja stækka sín bú. Slíkt fyrir- komulag er óhaf- andi til framtíðar. Jafnræði til stuðn- ings frá hinu opin- bera hlýtur alltaf að vera grundvall- arkrafa. En fallist menn á þann skiln- ing, sem ég hygg að flestir geri, sjá þeir líka að jafnræði næst ekki nema stuðningur ríkisins sé almennur og taki líka til annarr- ar starfsemi sem íbúar í strjál- býli vilja stunda sér og sínum til framfæris. Það er þess vegna eðlileg krafa að komið verði á jafnræði þeirra sem vilja stunda búskap eða annan atvinnurekst- ur í strjálbýli til stuðnings frá hinu opinbera. Stuðningur við atvinnulíf í sveitum Ég tel og setti það fram í kosn- ingabaráttunni í vor, við tak- markaða hrifningu sumra for- ystumanna bænda, að það eigi að þróa á nokkrum árum stuðning ríkisins við landbúnað yfir í stuðning við atvinnulíf í sveitum. Ég er ekki með þessu að leggja til að dregið verði úr stuðningi rík- isins heldur þvert á móti að stuðningur verði fyrir hendi við fjölbreytt atvinnulíf í strjálbýli. Þessi stefnubreyting getur kallað á tímabundna aukningu stuðn- ings frá hinu opinbera við þá sem búa í sveitum landsins. En nú er rétti tíminn til að gera átak af þessu tagi vegna óhjákvæmi- legra áhrifa frá hinum miklu framkvæmdum á Austurlandi. Þetta er eðlilegur hluti byggða- stefnu sem hefur það að mark- miði að fjölbreytt atvinnulíf geti lifað og dafnað um landið allt. Nýr samningur við sauðfjárbændur Það er mín skoðun að nú sé rétta tækifærið til að hefja um- breytingu landbúnaðarstefnunn- ar með því að gera nýjan samn- ing við sauðfjárbændur. Í þeim samningi þarf að koma fram stefnumörkun frá hinu opinbera um að stuðningur við landbúnað- inn verði þróaður yfir í stuðning við atvinnulíf í sveitum. Útflutn- ingsskyldunni þarf jafnframt að létta af bændum en þeir þurfa hins vegar að bera fulla ábyrgð á sinni framleiðslu og sölu hennar án atbeina ríkisins. Með þessu geta bændur valið þá leið að draga úr eða hætta framleiðslu sem gefur lítið í aðra hönd og taka í staðinn upp nýjar búgrein- ar eða annan atvinnurekstur án þess að tapa þeim stuðningi sem þeir hafa haft frá hinu opinbera. Það hlýtur einnig að koma til álita að leita leiða til að bændur fái viðurkennd tækifæri til að selja framleiðslu sína milliliða- laust, einir sér eða í litlum sam- lögum. Þessar leiðir tel ég að muni styrkja atvinnulíf í strjál- býli, bæði búskap og aðrar grein- ar, og auka tekjur þeirra sem þar starfa. Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks þarf að horfast í augu við að stefnan sem flokkarnir hafa rekið í landbún- aðarmálum er löngu úrelt. Ef hún gerir það er mögulegt að ná sátt um skynsamleg skref út úr vand- anum. Nýr samningur við sauð- fjárbændur gæti markað tíma- mót til heilla fyrir atvinnulíf í sveitum landsins. ■ ■ Það er mín skoðun að nú sé rétta tæki- færið til að hefja umbreyt- ingu landbún- aðarstefnunnar með því að gera nýjan samning við sauðfjárbænd- ur. Í þeim samningi þarf að koma fram stefnumörkun frá hinu opin- bera um að stuðningur við landbúnaðinn verði þróaður yfir í stuðning við atvinnulíf í sveitum. Umræðan JÓHANN ÁRSÆLSSON ■ alþingismaður skrifar um landbúnaðarmál. Vandi sauðfjárbænda

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.