Fréttablaðið - 25.09.2003, Síða 20
20 25. september 2003 FIMMTUDAGUR
■ Andlát
■ Afmæli
Þúsund hermenn þurfti til þessað halda æstum múg hvítra að-
skilnaðarsinna í skefjum svo níu
svört ungmenni gætu komist í
skólann sinn í Little Rock í
Arkansas, Bandaríkjunum, þann
25. september árið 1957.
Árið 1954 hafði Hæstiréttur
Bandaríkjanna komist að þeirri
niðurstöðu að aðskilnaður barna í
skólum eftir kynþætti bryti í bága
við stjórnarskrá landsins.
Orval Faubus, ríkisstjóri í
Arkansas, þverneitaði að taka
mark á þessum úrskurði Hæsta-
réttar. Þann 2. september árið
1957 skipaði hann herliði
Arkansas að koma í veg fyrir að
ungmennin níu kæmust í skólann,
sem fram að því hafði eingöngu
verið sóttur af hvítum börnum.
Þremur vikum síðar þurfti
þetta herlið þó frá að hverfa sam-
kvæmt úrskurði frá alríkisdóm-
ara. Þá tók hvíti múgurinn við og
hindraði ungmennin í að sækja
skólann.
Borgarstjórinn í Little Rock
leitaði til forseta Bandaríkjanna,
sem þá var Dwight D. Eisen-
hower. Forsetinn brást við þann
25. september og sendi rúmlega
þúsund hermenn, sem mynduðu
varnarvegg í kringum ungmennin
níu svo þau kæmust í skólann. ■
Bera Nordal listfræðingur er 49 ára.
Ólafur Björgúlfsson tannlæknir er 68
ára.
Arnar Páll Hauksson fréttamaður er 49
ára.
Sigurður Guðmundsson landlæknir er
55 ára.
Soffía Auður Birgisdóttir bókmennta-
fræðingur er 44 ára.
Jónína Margrét Jónasdóttir, Suðurgötu
51, Siglufirði, lést fimmtudaginn 18.
september.
Jónas M. Lárusson, Sóltúni 2, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 23. september.
Þorsteinn Axelsson, Teigaseli 3, Reykja-
vík, lést sunnudaginn 21. september.
Gróa Þorvarðardóttir frá Bakka, Kjalar-
nesi, lést sunnudaginn 14. september.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Sigþrúður Albertsdóttir lést sunnudag-
inn 7. september. Útförin fór fram í kyrr-
þey.
Ég hef verið að skrifa þessa bókí mörg ár en það má segja að
ég hafi einkum einbeitt mér að
því síðustu fimm árin,“ segir Erla
Stefánsdóttir sjáandi sem sendir
frá sér bók um líf sitt og þann
heim sem hún hefur lifað í og er
öðrum að mestu hulinn. „Bókin
fjallar einnig um það sem ég hef
verið að kenna í gegnum árin,“
segir hún.
Samhliða bókaútgáfunni ætlar
Erla að koma sér fyrir að Ingólfs-
stræti 8, þar sem félagsskapurinn
Lífsýn hefur aðstöðu, og taka á
móti fólki. „Guð var mér svo góð-
ur að gefa mér augu sem sjá
meira en almennt gerist. Ég ætla
að miðla því til annarra, hjálpa
fólki að sjá hlutina í öðru ljósi, og
hlusta og sjá með hjartanu. Ég gef
líka góð ráð, skyggnist aðeins inn
í framtíðina og leiðbeini þeim sem
eru í vanda með hvaða stefnu þeir
eigi að taka í lífinu,“ segir Erla,
sem verður að njóta nærveru
fólks til að geta sjá. „Ég hef stund-
um sagt að guð hafi gefið mér
fullan poka af fræjum sem mér
hefur verið falið að sá,“ segir
Erla, sem ekki þekkir fólk í sjón-
varpi. Hún bætir við að erfitt sé
að fara með henni í bíó því hún
rugli öllum saman og sé sein að
átta sig á hver er hvað.
Í bókabúðinni Ljós og líf við
Ingólfsstræti, þar sem Erla er
með aðstöðu, rekur einnig Bjarni
Sveinbjörnsson bókaverslunina
Ljós og líf. „Um er að ræða nokk-
urs konar miðstöð þeirra sem
miðla á svipuðum nótum og ég.
Þar verða fyrirlestrar og fundir
auk þess sem ég tek fólk í einka-
tíma,“ segir Erla. „Þetta eru nokk-
urs konar kaflaskil hjá mér að
fara á annan stað og ég hlakka
mjög til. Ég byrja þann 8. október
og þangað er hægt að hringja til
að panta tíma,“ segir hún en um
þessar mundir er mikið að gera
hjá Erlu við að leggja lokahönd á
bókina sem kemur út síðar í
haust. ■
Að handan
ERLA STEFÁNSDÓTTIR
■ er að senda frá sér bók um líf sitt og
starf. Hjá henni eru kaflaskil um þessar
mundir því hún er að koma sér fyrir að
Ingólfsstræti 8 þar sem hún tekur meðal
annars fólk í einkatíma.
Tímaritið Heima er bezt, semkomið hefur út í liðlega
fimmtíu ár, fæst nú í fyrsta sinn
í lausasölu. Guðjón Baldvinsson
ritstjóri segir blaðið hafa komið
fyrst út árið 1951 og verið mjög
vel tekið. „Það hefur alla tíð
verið eingöngu selt í áskrift og
meirihluti áskrifenda búið á
landabyggðinni. Þrátt fyrir það
er aukning á lestri þess á höfuð-
borgarsvæðinu og við viljum
koma til móts við þá sem ekki sjá
sér hag í að kaupa blaðið í áskrift
en vilja eigi að síður kynna sér
efni þess,“ segir Guðjón.
Guðjón hefur ritstýrt Heima
er bezt í nærri ellefu ár en segir
ekki óvanalegt að ritstjórar séu
lengi í starfi. Steindór Steindórs-
son hafi til að mynda verið við
stjórnvölinn í tæp fjörutíu ár.
„Hann segir ekki miklar breyt-
ingar hafa orðið á þessum árum
og lesendahópinn mjög tryggan.
„Við höldum okkur alltaf á þess-
um þjóðlegu nótum og ekki síður
eins og það var. Í því er alltaf eitt
meginviðtal og ekki endilega við
þekkta einstaklinga heldur ósköp
venjulegt fólk. Í blaðinu rifjar
fólk gjarnan upp liðna tíð enda er
það frá upphafi orðið geysilegt
heimildarsafn um þjóðlífið á
liðnum árum.“
Guðjón segir forsíðuviðtölin
orðin hátt í fimmhundruð frá
fyrstu tíð. „Þriðjungur lesenda
okkar er af landsbyggðinni en
þeim er að fjölgi á höfuðborgar-
svæðinu.“ Dæmi eru um að
blaðið gangi í erfðir. „Ég fékk
eitt sinn bréf frá áskrifanda úti á
landi sem taldi að það væri hluti
af sveitarómantíkinni að kaupa
Heima er bezt, eiga fingra-
vettlinga og aka um á Land
Rover jeppa og hann ákvað að
halda sig við það,“ segir ritstjóri
Heima er bezt, sem þrátt fyrir
breytingar á högum fólks hefur
lítið breyst á þessum fimmtíu
árum. ■
WILL SMITH
Bandaríski leikarinn Will Smith
er 35 ára í dag.
25. september
■ Þetta gerðist
1932 fæddist kanadíski píanóleikarinn
Glenn Gould.
1951 fæddist spænski kvikmyndaleik-
stjórinn Pedro Almadovar.
1951 var lagið Come on-a My House
með Rosemary Clooney efst á
vinsældalistum í Bandaríkjunum.
1981 varð Sandra Day O’Connor fyrst
kvenna dómari við Hæstarétt
Bandaríkjanna.
1983 brutust 38 fangar út úr hinu
rammgerða Maze fangelsi á
Norður-Írlandi.
1992 komst dómari í Flórída í Banda-
ríkjunum að þeirri niðurstöðu að
börn gætu fengið lögskilnað frá
foreldrum sínum.
2001 slitu stjórnvöld í Sádi-Arabíu
tengsl sín við Talibanastjórnina í
Afganistan.
UNGMENNI Í
ÓVINVEITTUM HEIMI
■ Mörg helstu vígi aðskilnaðar-
stefnunnar í Bandaríkjunum féllu á
sjötta áratug síðustu aldar.
25. september
1957
Land Rover og
fingravettlingar
HEIMA ER BEZT
Það kom fyrst út 1951 og hefur lítið
breyst síðan.
GUÐJÓN
BALDVINSSON
RITSTJÓRI
Hann hefur ritstýrt
Heima er bezt í
rúm ellefu ár en
það er ekki óvana-
legt að menn séu
lengi í starfi við
blaðið.
Guð gaf mér fullan
poka af fræjum
ERLA STEFÁNSDÓTTIR SJÁANDI
Hún þarf að hitta fólk augliti til
auglits til að geta séð, henni dugar
ekki að tala við fólk í síma eða
horfa á það af sjónvarpsskjá.
CATHERINE ZETA-JONES
Óskarsverðlaunaleikkonan Catherine Zeta-
Jones á afmæli á sama degi og hljómsveit-
in Sálin hans Jóns míns. Hún er þó örlítið
eldri, fædd árið 1969, og fagnar því 34 ára
afmæli sínu í dag.
■ Minningarathöfn
11.00 Kristinn Friðbjörn Ásgeirsson
(Dengsi), Hringbraut 128c, Kefla-
vík, lést sunnudaginn 21. septem-
ber. Minningarathöfn verður hald-
in í Keflavíkurkirkju.
Þurftu herfylgd í skólann
■ Tilkynningar
Fréttablaðið býður lesendum aðsenda inn tilkynningar um dán-
arfregnir, jarðarfarir, afmæli eða
aðra stórviðburði. Tekið er á móti
tilkynningum á tölvupóstfangið:
tilkynningar@frettabladid.is.
Athugið að upplýsingar þurfa að
vera ítarlegar og helst tæmandi.
Tímamót
HEIMA ER BEZT
■ Tímaritið Heima er bezt hefur komið út
í liðlega fimmtíu ár. Það hefur lítið breyst
og á sér dyggan lesendahóp, einkum á
landsbyggðinni. Nú gefst mönnum kostur
á að kaupa það í lausasölu í fyrsta sinn.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T