Fréttablaðið - 25.09.2003, Side 35
FIMMTUDAGUR 25. september 2003
■ LISTOPNUN
35
Sýningin „Humar eða frægð –Smekkleysa í 16 ár“ naut mik-
illa vinsælda í Listasafni Reykja-
víkur í sumar. Hún var einnig sett
upp í Spitz Gallery í London í
sumar og vakti þar ekki síður at-
hygli.
Í dag verður hún sett upp í
Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík og
verður þar í námunda við náms-
menn, en reyndar í örlítið smækk-
aðri mynd. Þar verða einnig flutt-
ir fyrirlestrar og sýndar kvik-
myndir reglulega fram eftir
hausti.
Á næstu misserum má svo bú-
ast við að sýningin fari á flakk um
heiminn.
„Við erum að fá margar fyrir-
spurnir frá útlöndum þar sem fólk
vill setja upp þessa sýningu,“ seg-
ir Ólafur Engilbertsson, sem er
höfundur sýningarinnar. Nú þegar
er ákveðið að sýningin verði sett
upp á Norðurbryggju í Kaup-
mannahöfn í vor. Einnig verður
hún sett upp í Riga í Lettlandi,
væntanlega í mars.
Á opnuninni í Þjóðarbókhlöð-
unni í dag flytur Ólafur erindi um
rætur Smekkleysu og Margrét
Sigurðardóttir erindi um stefnu-
skrá Smekkleysu. ■
Smekkleysa
komin í
Þjóðar-
bókhlöðuna
KUKL
Smekkleysusýningin „Humar eða frægð“ verður í Þjóðarbókhlöðunni fram eftir vetri.
Átta kröftugar konur í Reykja-vík hafa tekið höndum saman
og stofnað félagsskap sem kallast
Kvenfélagið Garpur. Hér er ekki
um að ræða kvenfélag í hefð-
bundnum skilningi heldur leikhóp
sem samanstendur af hópi ungra
leikkvenna. „Við stofnuðum þetta
um mitt sumar af einskærri þörf
fyrir að gera öðruvísi leikhús,“
segir Unnur Ösp Stefánsdóttir
leikkona. „Það er staðreynd að
það er minni vinnu að fá fyrir
konur í leikhúsinu og okkur lang-
aði til að stofna félagsskap þar
sem við störfum á eigin forsend-
um.“
Kvenfélagið Garpur áætlar að
sýna verk sitt, Riddarar hring-
borðsins, með veskið að vopni, í
Listasafni Reykjavíkur eftir þrjár
vikur: „Við höfum verið að skoða
muninn á orðræðu kvenna og
karla í stríði og erum með texta úr
Lýsiströtu, Ríkharði 3. og bíó-
myndinni Conspiracy. Útkoman
verður í raun uppákoma frekar en
hefðbundið leikverk. Það er mikill
húmor í þessu, við garparnir stíg-
um m.a. veskjadans til heiðurs nú-
tímakonum og gerum óspart grín
að sjálfum okkur.“
Í Kvenfélaginu Garpi eru
leikkonurnar Maríanna Clara
Lúthersdóttir, María Heba Þor-
kelsdóttir, Unnur Ösp Stefáns-
dóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir,
Þrúður Vilhjálmsdóttir, Esther
Talia Casey, Margrét Eir og Sól-
veig Guðmundsdóttir en Þórhild-
ur Þorleifsdóttir leikstýrir verk-
inu. ■
Með veskið að vopni
Það var víst fyrir fimmtán árumsíðan sem Stefán Hilmarsson,
Guðmundur Jónsson og félagar
létu Þorstein Joð Vilhjálmsson,
þáverandi útvarpsmann, plata sig
í það að leika í hljómsveit fyrir
Blues Brothers-skemmtun í Sig-
túni við Suðurlandsbraut. Sálar-
tónlistin og blúsinn fengu svo
snemma að víkja fyrir afbragðs
poppsmíðum Gumma og félaga.
Sálin í sveitinni er í dag fólgin í
þeim þó liðsmenn eigi það enn til
að verða Syngjandi sveittir. Enda
sveitin rétt komin á táningsaldur-
inn.
Miðað við uppruna sveitarinn-
ar er við hæfi að halda afmælis-
tónleikana á NASA, gamla Sig-
túni, við Austurvöll.
Á þessum tímamótum ætlar
sveitin að halda tónleika þar sem
farið verður í gegnum sögu henn-
ar. Gestir NASA munu þannig
sitja við borð sín og hlýða á sveit-
ina leika lög sín í lágstemmdum
útsetningum við kertaljós. Þetta
verður þó ekki endurtekning á
frægum órafmögnuðum tónleik-
um sveitarinnar þann 12. ágúst
1999 því rafmagnið verður notað
þar sem við á hverju sinni. Auk
þess að leika ný lög af væntan-
legri plötu Sálarinnar með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands verður
rykið dustað af eldri lögum sem
hafa ekki verið leikin á tónleikum
um árabil. Stefán mun svo líkleg-
ast fylla upp í eyðurnar með upp-
lestri úr sögubókum Sálarinnar.
Þar sem borðum og stólum hef-
ur verið raðað upp á gólfið fyrir
framan sviðið verður miðafjöldi
takmarkaður. Meðlimir Gullna
liðsins, sem er nýstofnað félag
áhugamanna um sveitina, fá for-
gang að miðum. Nú þegar eru um
400 manns í félaginu en áhuga-
samir geta skráð sig á www.sal-
in.is.
Forsala miða fer fram á NASA
og opnar miðasalan í dag kl.
13.00. Tónleikarnir hefjast kl.
22.00.
Eftir tónleikana í kvöld verða
hljóðfærin skilin eftir uppi á
sviði NASA því annað kvöld held-
ur sveitin öllu hefðbundnari
dansleik þar sem svitinn mun
leka úr loftinu. ■
Lágstemmd Sál
á 15 ára afmæli
■ LEIKLIST
■ TÓNLEIKAR
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS
Sálin fagnar 15 ára afmæli sínu um þessar mundir um leið og piltarnir eru að koma
sér í startholurnar fyrir útgáfu vetrarins.
ROSARIO DAWSON
Leikkonan Rosario Dawson mætir á frum-
sýningu myndarinnar „The Rundown“ er
haldin var í Universal Studios, Universal
City í Los Angeles.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM
Miðasalan, sími 568 8000
Sala áskriftarkorta
og afsláttarkorta
stendur yfir .
Sex sýningar: Þrjár á Stóra sviði,
þrjár að eigin vali. Kr. 9.900
STÓRA SVIÐ
LÍNA LANGSOKKUR
e. Astrid Lindgren
Lau 27/9 kl 14 - UPPSELT
Su 28/9 kl 14 - UPPSELT
Lau 4/10 kl 14 - UPPSELT
Su 5/10 kl 14 - UPPSELT
Su 5/10 kl 17 - AUKASÝNING
Lau 11/10 kl 14 - UPPSELT
Su 12/10 kl 14 - UPPSELT
Lau 18/10 kl 14 -UPPSELT
Su 19/10 kl 14 - UPPSELT
Lau 25/10 kl 14
Su 26/10 kl 14
Lau 1/11 kl 14
Su 2/11 kl 14
ÖFUGU MEGIN UPPÍ
e. Derek Benfield
Lau 27/9 kl 20
Lau 4/10 kl 20
Fö 10/10 kl 20
PÚNTILA OG MATTI
e. Bertolt Brecht
Í kvöld kl 20
Fö 3/10 kl 20
Lau 11/10 kl 20
Su 19/10 kl 20
Su 26/10 kl 20
Ath. Aðeins þessar sýningar
FÖSTUDAGUR 26. SEPT. kl. 20
STÓRTÓNLEIKAR -UPPSELT
Diddú, Gunnar Guðbjörnsson, Kristinn
Sigmundsson og Jónas Ingimundarson.
LAUGARDAGUR 27. SEPT. kl. 21
Ferðalög um Ísland
KK og Magnús Eiríksson flytja.
SUNNUDAGUR 28. SEPT. kl. 20
TÍBRÁ: Beethoven, Þorkell, Brahms
Sigurður I Snorrason, Pavel Panasiuk,
og Helga B Magnúsdóttir leika.
MÁNUDAGUR 29. SEPT. kl. 20
STÓRTÓNLEIKAR ENDURFLUTTIR!
Nokkur sæti laus.
NETSALA:
www.salurinn.is