Fréttablaðið - 25.09.2003, Side 38
Hrósið 38 25. september 2003 FIMMTUDAGUR
Sigurður G. Guðjónsson, forstjóriNorðurljósa, hefur samið við
skattayfirvöld um að hætta að veita
starfsfólki sínu fría áskrift af miðl-
um fyrirtækisins. Hefur það verið
siður um árabil en nú verða starfs-
mennirnir að greiða skatt af þess-
um hlunnindum:
„Ég hef reynt að mótmæla þessu
og tókst að halda þessu svona í þrjú
ár. En þá var ég krafinn um lista
yfir alla starfsmenn fyrirtækisins
sex ár aftur í tímann og átti að fara
að skattleggja þá. Þá semur mað-
ur,“ segir Sigurður.
Hjá Ríkisútvarpinu fá starfs-
menn einnig frí afnotagjöld eftir
ákveðinn tíma í starfi: „“Eftir
þriggja ára starf fá starfsmenn
starfshlunnindi sem nema afnota-
gjöldunum en borga skatt af þeim.
Þannig hefur þetta verið alla tíð og
staðfest í bréfi frá menntamála-
ráðuneytinu frá árinu 1979,“ segir
Bjarni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Ríkissjónvarpsins. ■
Áskrift
FJÖLMIÐLAR
■ Skattayfirvöld hafa lagt til atlögu við
fría áskrift starfsmanna Norðurljósa að
miðlum fyrirtækisins – og náð sínu fram.
...fær Kári Stefánsson fyrir að
finna erfðavísi sem gagnast í bar-
áttunni gegn heilablóðfalli og
hækka þar með gengi hlutabréfa
í fyrirtæki sínu.
Fréttiraf fólki
Skatturinn
bannar fría áskrift
Ef ég ætti eina ósk myndi égóska mér þess að ég kynni öll
tungumál heimsins,“ segir Jó-
hanna Vilhjálmsdóttir, sjónvarps-
stjarna í Íslandi í dag. „Og svo
langar mig líka að flytja til út-
landa.“
■ Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að
stöðugleiki getur þýtt stöðnun.
SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON
Átti að leggja fram lista með nöfnum
starfsmanna sex ár aftur í tímann.
BJARNI GUÐMUNDSSON
Engin afnotagjöld eftir þrjú ár í starfi
en hlunnindi skattlögð.
Það er altalað hér fyrir vestanað þegar aflakóngar fara í
land snúa þeir sér að berjatínslu
af þvílíkum krafti að þeir verða
berjakóngar,“ segir Guðmundur
Einarsson, aflakóngur í Bolung-
arvík, en hann aflaði á nýliðnu
fiskveiðiári mest allra smábáta
hérlendis, 849 tonna í 262 róðr-
um. Þykir fiskirí Guðmundar
með eindæmum og hann er
einnig liðtækur í berjatínslu:
„Við hjónin förum á hverju
ári í Jökulfirðina til að slappa af
og tínum þá ber. Þar æfi ég mig
í berjatínslu fyrir efri árin þeg-
ar ég verð kominn í land,“ segir
Guðmundur, sem vill helst ekk-
ert annað en aðalbláber. „Ég tíni
ekki annað og bý til sultur úr
þeim. Afganginn set ég svo í
frystinn og geymi til að hafa
með sunnudagssteikinni. Það
jafnast ekkert á við aðalbláber,“
segir Guðmundur aflakóngur og
verðandi berjakóngur í Bolung-
arvík. ■
Aflakóngar
verða berjakóngar
AFLAKÓNGUR Í BERJAMÓ
Guðmundur Einarsson ásamt Ásgerði Jóns-
dóttur, eiginkonu sinni, við berjatínslu á
Hesteyri í Jökulfjörðum.
Íslendingar hafa enn ekki kveiktá nýjasta æðinu; skyndihópun
eða flash-mob eins og það heitir á
ensku. Flash-mob byggist á því að
fólk hópast saman á tilteknum stað
á tilteknum tíma og hefur í frammi
ákveðna hegðun. Hvatt er til fund-
arins á Netinu og oftar en ekki
þekkist fólkið ekki en sameinast á
þennan hátt í gjörningi sem sting-
ur í stúf við hið venjulega og trufl-
ar hefðbundið líf á þeim stað sem
fyrir valinu verður. Hópurinn leys-
ist svo upp jafn skyndilega og
hann birtist og helst áður en lög-
reglan getur gripið í taumana.
„Þarna sýnist mér fólk vera að
brjóta upp óskráðar reglur og gera
þær þar með sýnilegar,“ segir
Björk Þorgeirsdóttir, félagsfræði-
kennari við Kvennaskólann í
Reykjavík. „Það segir sig sjálft að
þetta getur orðið ódýrt og öflugt
valdatæki þegar og ef því verður
þannig beitt.“
Skyndihópun er í raun listræn
upplifun margra sem snertir ekki
færri. Fyrir skömmu safnaðist
hópur fólks saman í anddyri hótels
í New York, tók sér stöðu og byrj-
aði að klappa í nokkrar mínútur.
Svo leystist hópurinn upp. Annar
kom saman fyrir framan gælu-
dýrabúð og fylgdist þar með eðlu í
búðarglugganum. Allt í einu fór
hópurinn að skrækja og skrækti í
eina mínútu. Svo burt. Á fjölsóttu
torgi kom hópur saman, tók af sér
vinstri skóinn og barði í gangstétt-
ina um tíma og hvarf svo á braut
eins og ekkert hefði í skorist. Svo
mætti lengi telja.
Hægt er að líta á skyndihópun
sem listræna upplifun þeirra sem
þátt taka og í raun væri hún óhugs-
andi án Netsins. Enn hefur hún
ekki verið reynd hér á landi en
möguleikarnir eru óþrjótandi eins
og liggur í augum uppi: „Þarna fer
saman forvitni og jákvæð sýniþörf
og líka þörf mannsins fyrir að láta
til sín taka,“ segir Björk í Kvenna-
skólanum. ■
FUNDARBOÐ Á NETINU
Fólk hvatt til að mæta við Karlskirkju í
Vínarborg með brauðhleif. Staðurinn
merktur með rauðu.
Flash-mob
SKYNDIHÓPUN
■ Netið hefur getið af sér nýja gerð
hóphegðunar sem ryður sér nú til
rúms víða um heim.
Skyndihópun
eins og eldur í sinu
BJÖRK ÞORGEIRSDÓTTIR
Getur orðið ódýrt og öflugt
valdatæki þegar og ef því verð-
ur þannig beitt.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Veitingarnar á stjórnarfundiKR-sport á þriðjudag, fyrsta
fundi eftir að KR-liðið skíttapaði
fyrir FH í lokaleik
Landsbanka-
deildar karla
í knatt-
spyrnu,
komu ekki á
óvart.
Skipuleggj-
anda fundar-
ins þótti við
hæfi, svona í ljósi
úrslita leiksins, að bjóða upp á 7-
Up, enda lauk leiknum með sigri
FH, 7-0.
Lárétt: 1 ílát, 6 verkfæri, 7 staður á Austur-
landi, 8 í röð, 9 kaldi, 11 pota, 13 einkennis-
stafir, 14 fönn, 13 elskar, 17 inganginn.
Lóðrétt: 2 staður í Eyjafirði, 3 fríðindi, 4 agn-
ir, 5 verkfæri, 7 ástarguð, 10 fela, 12 sérhljóð-
ar, 15 tvíhljóði, 16 ónefndur.
LAUSN:
Lárétt: 1skrína,6tól,7eiðar, 8rs,9kul,
11ota,13re,14snæ,15ann,17öskuna.
Lóðrétt: 2kristnes,3ítak,4nórur, 5al,
9eros,10leyna,12aæ,15au,16nn.
1
6
7
8 9 10
14
15
17
16
2 3 4
131211
5
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Tæpar sjö milljónir króna.
Mýrdalsjökli.
Peter Hill-Wood.
■ Eina ósk
Frá Svalbarða
Nú erum við ansi súr-
súrhvalur - súrhvalasulta- súrnautasviðasulta
sólþurrkaður saltfiskur - marineraður saltifskur-
saltfisk- og fiskibollur með hvítlaukssósu
siginn fiskur - þorsklifrarpaté - niðursoðin
þorskalifur - hvalkjötspiparsteikur
Athugið! Hjá okkur er ekki bara
mánudagstilboð á ýsuflökum.
Sama verð síðastliðna 3 mánuði
kr 590kg
Verslanir Svalbarða
Framnesvegur 44 og Reykjavíkurvegi 68
sími 551 2783 sími 564 2783