Fréttablaðið - 25.09.2003, Page 39
39FIMMTUDAGUR 25. september 2003
Kári Waage, birtingastjóriSkjás Eins frá upphafi, hefur
ráðið sig sem framkvæmda-
stjóra á Hótel Valaskjálf á Egils-
stöðum. Flytur Kári austur á
næstu dögum:
„Hótelið sjálft er að vísu leigt
út til Menntaskólans á Egilsstöð-
um yfir vetrarmánuðina en ég
sný mér að samkomusalnum og
veitingaaðstöðunni að staðnum í
vetur,“ segir Kári, sem starfað
hefur hjá Skjá Einum frá því
stöðin var stofnuð. Segir hann
það heldur fátítt í fjölmiðlageir-
anum, á þessum síðustu og
verstu tímum, að menn segi upp
sjálfir:
„Hótel Valaskjálf er risastórt
hús sem býður upp á mikla
möguleika. Ég stefni að því að
gera þetta að miðstöð menningar
og skemmtanahalds á Austur-
landi. Til að byrja með ætum við
að opna sportpöbb og taka niður
um gervihnött alla þá íþróttavið-
burði sem í boði eru. Svo eru það
böllin. Við byrjum með Stuð-
menn um helgina,“ segir Kári en
möguleikar á skemmtanahaldi á
Egilsstöðum hafa stóraukist eftir
að framkvæmdir hófust við
Kárahnjúka.
Ítalirnir þar efra sækja oft
niður í byggð í fríum sínum og
vilja þá stundum fá sér snapps
eða snúning á dansgólfinu:
„Þeir koma hingað og ég fæ
ekki betur séð en þetta sé ágætis
fólk. Einhverjir peyjar hér í
plássinu eru þó að pota í þá enda
eykst samkeppnin um flest þeg-
ar fjölgar á barnum.“ ■
Einn þekktasti sjónvarpskokk-ur Breta var staddur hér á
landi við veiðar um síðustu helgi.
Fylgdi honum fjölmennur hópur
blaðamanna en heimsókn kokks-
ins hingað til lands var liður í því
að loka veiðiglaða sælkera frá
Bretlandi hingað til lands. Kokk-
urinn heitir Hugh Fearnley-
Whittingstall og er með mat-
reiðsluþætti á Channel 4 hjá
BBC. Þá hefur hann gefið út eina
vinsælustu matreiðslubók síðari
ára, The River Cottage Cook-
book. Áhersla hans á lífrænt
ræktað hráefni hefur skapað
honum miklar vinsældir. Til að
hafa alltaf rétta hráefnið er hann
með heilmikinn búskap á búgarði
sínum River Cottage og heldur
m.a. svín og kindur, auk þess að
rækta heil ósköp af grænmeti.
Allt lífrænt ræktun að sjálf-
sögðu.
Hugh renndi fyrir lax í Eystri-
Rangá og matbjó síðan aflann
fyrir fylgdarlið sitt. Hann gerði
graflax úr hluta aflans, en
stærsta stykkið kryddaði hann
með rauðum piparkornum, vafði
inn í álpappír og bakaði í ofni.
Hann sneiddi laxaroðið síðan í
strimla, velti því upp úr hveiti og
djúpsteikti. Roðið var í forrétt
ásamt laxahrognum á ristuðu
brauði.
Hugh Fearnley-Whittingstall
þykir uppátækjasamur í sjón-
varpsþáttum sínum. Meðal ann-
ars eldaði hann fylgju móðurinn-
ar í fæðingarveislu, en sá siður
að borða fylgjuna er útbreiddur
víða um heim, þótt hann þekkist
lítt á Vesturlöndum. Kom sjón-
varpskokkurinn mörgum í upp-
nám við þessa eldsmennsku en
hélt þó striki sínu. Hugh
Fearnley-Whittingstall lét vel af
dvöl sinni hér á landi. ■
KÁRI WAAGE
Stefnir að því að reka Hótel Vala-
skjálf sem miðstöð menningar og
skemmtanahalds á Austurlandi.
Viðskipti
AUSTURFÖR
■ Kári Waage, birtingastjóri auglýsinga á
Skjá Einum frá upphafi, hefur ráðið sem
framkvæmdastjóra á Hótel Valaskjálf á
Egilsstöðum.
Landkynning
VEIÐI
■ Hugh Fearnley-Whittingstall var stadd-
ur hér á landi á dögunum. Hann er sjón-
varpskokkur hjá BBC.
Frægur
sjónvarps-
kokkur í
Rangá
Kári Waage færir sig frá
Skjá Einum yfir í Hótel Valaskjálf
HUGH FEARNLEY-WHITTINGSTALL
Þykir uppátækjasamur í sjónvarpsþáttum
sínum og eldaði til að mynda fylgju móður
í fæðingarveislu fyrir skemmstu. Myndin er
tekin við Eystri-Rangá.