Fréttablaðið - 03.10.2003, Síða 31
31FÖSTUDAGUR 3. október 2003
TÍSKA Í MÍLANÓ
Þessi undarlega flík var hluti af sýningu Gattinoni í Mílanó í gær. Þetta á víst að vera
hluti af vor- og sumartískunni fyrir næsta ár.
Samtök í Nýja-Sjálandi hafa gertallt vitlaust eftir að þau hófu að
birta veggspjöld sem sýnir erfða-
breytta konu með fjögur brjóst
mjólkaða með mjaltavélum. Það eru
samtökin Mothers Against Genetic
Engineering in Food and the En-
vironment (Madge) sem standa fyrir
auglýsingunum. Þau berjast á móti
þeirri stefnu matvælafyrirtækja að
erfðabreyta dýrum til þess að auka
framleiðslu sína.
Myndinni hefur verið sett upp á
sjö auglýsingaskilti í Wellington og
Auckland og segir stofnandi sam-
takanna, Alannah Currie, að auglýs-
ingin sé hönnuð
til þess að
valda usla.
Þannig vonast
hún til þess að skiltin verði til þess að
auka umtal um erfðabreyttar mat-
vælavörur í landinu.
„Ef þeir ætla að fara að erfða-
breyta mjólkinni, af hverju ekki þá
að erfðabreyta konum
svo að þær geti séð börn-
um sínum betur fyrir
fæðu?“ spurði hún í viðtali við vef-
svæðið Stuff.
Fyrirsætan er 21 árs frænka
Currie og liðsmaður samtakana. Hún
er sögð vera mjög ánægð með út-
komuna en engu að síður hefur hún
ákveðið að láta lítið á sér bera í al-
menningi þessa daganna. „Hún er í
felum í augnablikinu vegna þess að
hún óttast að fólk gæti haldið að hún
hefði í raun og veru fjögur brjóst,“
sagði Currie í hæðni að lokum. ■
Annað kvöld heldur breskarokksveitin Hundred Reasons
tónleika á Gauki á Stöng ásamt
Mínus. Sveitin gaf út frumraun
sína í fyrra, breiðskífuna Ideas
Above Our Station, við góðar undir-
tektir í Bretlandi. Sveitin hafði
fram að því verið iðin við að koma
sér á framfæri og skaust platan því
beint í sjötta sæti á breska vin-
sældalistanum í fyrstu vikunni.
Með útgáfa og velgengni fyrstu
breiðskífu Hundred Reasons var
það orðið ljóst að bandarísk þung-
arokksáhrif voru byrjuð að segja til
sín í breskri tónlistarsköpun aftur.
Og breskt ungviðið kann greinilega
að meta það.
„Ætli áhrifavaldar okkar séu
ekki frá sveitum sem við hlustuð-
um á þegar við vorum að vaxa úr
grasi,“ útskýrir Larry gítarleikari.
„Í þeim hópi er fullt af bandarísk-
um sveitum eins og Guns ‘n’ Roses,
Metallica og fleiri. En við hlustuð-
um líka mikið á breskar sveitir eins
og Black Sabbath, Iron Maiden og
aðrar eldri sveitir. Ég held að mest-
öll tónlistin sem ég hef hlustað á
síðustu árin hafi þó verið bandarísk
vegna þess að mér finnst fleiri
sveitir þar gera tónlist að mínu
skapi. Ég varð aldrei gripinn af
þessari brit-pop senu sem var í
gangi hér þegar ég var yngri.“
Ég þóttist heyra áhrif frá At the
Drive-in þegar ég hlustaði á plöt-
una, er eitthvað til í því?
“Það var góð hljómsveit en ég er
nokkuð viss um að þegar við sömd-
um lögin á plötuna höfðum við
aldrei heyrt í þeim. Þeir voru því
ekki beint áhrifavaldar á okkur en
þeir hafa örugglega hlustað á svip-
aða tónlist og við gerum. Það eru
margar sveitir í dag sem hafa jafn
hráan hljóm. Ég held að At the
Drive-in sé líklegast eina sveitin
sem komst upp á yfirborðið.“
Lögin ykkar eru oft mjög
melódísk. Margar þungar sveitir
þora því varla en þið setjið það ekk-
ert fyrir ykkur.
“Við viljum einbeita okkur að
lagasmíðum og hljómagöngum
frekar en að sökkva okkur of mikið
í hljóminn. Margar sveitir eru bara
að reyna að vera eins þungar og
mögulegt er. Við tökum ekki þátt í
því. Fyrir okkur er það miklu meiri
áskorun að semja góðar laglínur
því það er miklu erfiðara en að búa
bara til hávaða. Við hlustuðum líka
mjög mikið á heimsfrægar þunga-
rokkhljómsveitir þegar við vorum
yngri, meira jafnvel en á harð-
kjarnasenuna.“
Plata tvö rétt handan
við hornið
Larry segir Hundred Reasons
vera nýbúna að leggja lokahönd á
væntanlega aðra breiðskífu sveit-
arinnar sem áætlað er að gefa út
snemma á næsta ári. Fyrsta smá-
skífan af nýju plötunni heitir The
Greatest Test og kemur út í byrjun
næsta mánaðar. Larry segir sveit-
ina ætla að prufukeyra nokkur lög
af plötunni á tónleikunum annað
kvöld.
„Maður fær alla sína ævi til þess
að semja lög á fyrstu plötuna. Núna
eyddum við fjórum mánuðum í það
að semja lög í sveit á suðvestur-
horni Bretlands. Þar er mjög fal-
legt, pálmatré úti um allt og hægt
að fara á brimbretti. Þangað fórum
við til þess að loka okkur af frá um-
heiminum og til að semja lögin á
nýju plötuna. Við fundum því ekki
fyrir neinni pressu. Þannig náðum
við að gera plötu sem er algjörlega
óþvinguð af því sem er að gerast í
tónlist í dag, platan hljómar bara
eins og við.“
Larry segist ekki hafa heyrt
Halldór Laxness, nýjustu breið-
skífu Mínus, en fer með gott orð af
sveitinni á tónleikum. Hundred
Reasons ætlar að launa samspila-
mennskuna hér með því að halda
tónleika með Mínus í London í lok
mánaðarins. Önnur íslensk sveit
sem Larry hrífst af er Sigur Rós.
„Það er svolítið fyndið að þeir
skuli vera algjörlega hinum megin
á skalanum miðað við Mínus. Það
virðist vera að senan á Íslandi sé
mjög einstaklingsbundin og til-
raunagjörn, sem er frábært. Fólk
virðist ekkert hafa áhyggjur af því
að komast ekki upp á yfirborðið,
þið gerið bara það sem þið viljið. Ég
er mjög spenntur að sjá hvað það er
sem veldur þessu eiginlega.“
Forsala miða á tónleikanna á
Gauknum annað kvöld er hafin í
versluninni Dogma á Laugavegi.
biggi@frettabladid.is
Ozzy Osbourne erað semja tónlist
fyrir söngleik sem
sýndur verður á
Broadway. Hann mun
vera byggður á ævi rúss-
neska munksins
Raspútíns. Ozzy ætlar að
vinna plötuna í nýju hljóð-
veri sem verið er að
byggja heima hjá honum.
Robbie Williams samþykktiað koma fram í 18 ára af-
mælis fótboltakappans
Wayne Rooney hjá
Everton. Þeir eru víst
miklir aðdáendur
hvors annars og urðu
vinir eftir að Robbie lét
lofsyrðum rigna yfir Rooney
í útvarpsviðtali. Stuttu síðar
mætti Rooney á tónleika
Robbie á Knebworth í einka-
þyrlu.
Tónlist
HUNDRED REASONS
■ Á Gauki á Stöng annað kvöld verða
tónleikar með hinum bresku Hundred
Reasons og hinum íslensku Mínuspiltum.
Birgir Örn Steinarsson tók Larry gítarleik-
ara sveitarinnar tali.
Mótvægi
við britpoppið
HUNDRED REASONS
Larry gítarleikari segir líf liðsmanna hafa auðveldast
töluvert eftir að sveitin fékk plötusamning. „Við gát-
um allir hætt í dagvinnum okkar. Áður fyrr unnum
við allir fulla vinnu og eyddum svo öllum frítíma
okkar í hljómsveitina. Við sváfum aldrei.“
Fréttiraf fólki
4 BRJÓST
■ Á Nýja-Sjálandi er allt vitlaust
þessa dagana út af auglýsingu sem sýnir
erfðabreytta konu með fjögur brjóst.
Skrýtnafréttin
Kona með fjögur brjóst
2 FYRIR 1 ALLAR PEYSUR
Buxur 6990 nú 2990
Úlpur 6990 nú 3990
20% af öllum bolum
HAUSTSPRENGJA
2.-5. OKT