Fréttablaðið - 03.10.2003, Page 36
■ ■ LEIKIR
19.15 Selfoss og ÍR keppa á Sel-
fossi í suðurriðli RE/MAX-deildar karla í
handbolta.
19.15 Víkingur leikur við Aftureld-
ingu í Víkinni í suðurriðli RE/MAX-deild-
ar karla í handbolta.
20.00 Fram og Stjarnan keppa í
Framhúsinu í RE/MAX-deild kvenna í
handbolta.
20.00 KA/Þór leikur ÍBV í KA-
heimilinu í RE/MAX-deild kvenna í
handbolta.
20.00 Valur fær FH í heimsókn í
Valsheimilið í RE/MAX-deild kvenna í
handbolta.
21.00 FH 2 mætir Bifröst 3 í SS-
bikarkeppni karla í handbolta.
36 3. október 2003 FÖSTUDAGUR
HM KVENNA
Bandarískir áhorfendur fagna sigri liðs síns
á Norðmönnum í átta liða úrslitum Heims-
meistarakeppni kvenna í fótbolta.
Fótbolti
FÓTBOLTI Þýska knattspyrnusam-
bandið hefur selt alla 50.785 miðana
á leik Þjóðverja og Íslendinga á
AOL-völlinn í Hamborg um aðra
helgi. Um 2.200 Íslendingar verða
meðal áhorfenda.
AOL- völlurinn var vígður haust-
ið 1999 eftir endurbyggingu. Völl-
urinn hét upphaflega Volks-
parkstadion en hann er í jaðri al-
menningsgarðsins Altonaer Volks-
park. Hann var vígður í september
1924, endurbyggður í kjölfar seinni
heimsstyrjaldarinnar og lagfærður
fyrir heimsmeistarakeppnina árið
1974. Volksparkstadion rúmaði
upphaflega 40.000 manns en eftir
endurbyggingu sem lauk árið 1953
rúmaði hann 75.000 áhorfendur.
Nýjustu endurbætur á vellinum
kostuðu 97 milljónir evra.
Leikurinn annan laugardag
verður annar leikur Þjóðverja á
AOL-vellinum Þeir unnu Grikki 2-0
í september árið 2000. Þeir léku 23
leiki á Volksparkstadion, unnu
fimmtán, gerðu þrjú jafntefli en
töpuðu fimm. Þar töpuðu þeir til
dæmis fyrir Austur-Þjóðverjum í
heimsmeistarakeppninni árið
1974. ■
Getum unnið alla
hvað?hvar?hvenær?
30 1 2 3 4 5 6
OKTÓBER
Föstudagur
Þýskaland - Ísland:
Uppselt á
AOL-völlinn
SEBASTIAN DEISLER
Sebastian Deisler skoraði fyrsta mark
þýska landsliðsins á AOL Arena.
Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þýskalands, segir leikinn gegn
Íslendingum snúast um að verja stöðu Þjóðverja í riðlinum.
Við getum unnið alla, segir landsliðsþjálfarinn.
LANDSLIÐSÞJÁLFARINN
Rudi Völler tilkynnti í gær leik-
mannahópinn sem mætir Íslend-
ingum í Hamborg 11. október.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/
VI
LH
EL
M
FÓTBOLTI „Ísland er eins og fjöldi
annarra landsliða miklu betra en
fyrir áratug,“ sagði Rudi Völler,
landsliðsþjálfari Þjóðverja, í viðtali
við þýska dagblaðið Süddeutsche
Zeitung. Í viðtalinu bendir Völler á
að Íslendingar hafi unnið Tékka 3-1
í undankeppni heimsmeistara-
keppninnar 2002 og að Þjóðverjar
hafi gert 1-1 jafntefli við Litháa á
heimavelli í sömu keppni.
Völler tilkynnti í gær leik-
mannahópinn sem mætir Íslending-
um annan laugardag. Þjóðverjar
verða án margra sterkra leikmanna
á borð við Christoph Metzelder,
Sebastian Deisler, Jens Nowotny,
Jens Jeremies og Tobias Rau.
Nokkrir aðrir hafa verið lengi frá
vegna meiðsla.
Oliver Kahn og Michael Ball-
ack, mikilvægustu leikmenn þýska
liðsins, verða þó að öllum líkindum
með. „Michael Ballack hefur
þroskast mikið frá leiknum gegn
Úkraínu. Hann er orðinn leiðtogi
sem aðrir leikmenn líta upp til.
Hann og Oliver Kahn hafa með
framgöngu sinni orðið mikivæg-
ustu leikmenn liðsins,“ sagði Völl-
er.
Þjóðverjum dugar jafntefli til
sigurs í 5. riðli en blaðið bendir á að
Þjóðverjar hafi aðeins náð marka-
lausu jafntefli gegn Íslendingum í
fyrri leik þjóðanna í Reykjavík með
ærinni fyrirhöfn og heppni. Völler
sagði við blaðið að leikurinn gegn
Íslendingum snerist um að verja
stöðu liðsins í riðlinum. Hann sagði
að þrátt fyrir sterka stöðu Þjóð-
verja fyrir leikinn mætti búast við
mikilli spennu á troðfullum AOL-
Arena í Hamborg.
„Við getum enn unnið alla. Við
sýndum það gegn Hollandi og Ítal-
íu. Á góðum degi getum við unnið
alla, en með miðlungsframmistöðu
getum við tapað fyrir hverjum sem
er,“ sagði Rudi Völler, landsliðs-
þjálfari Þjóðverja. ■