Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 40
■ ■ SKEMMTANIR  20.00 Íslandsmeistarakeppni í trommuleik fer fram á Grand Rokk.  20.00 Hljómsveitin Stuðgæjarnir leikur tango, tjútt, vals, línudans, polka og tvist á dansleik í A-sal Gerðubergs. Gestur kvöldsins verður Jón Kr. Ólafs- son söngvari frá Bíldudal og kynnir hann nýjan geisladisk sinn sem ber heit- ið Haustlauf.  23.30 Singapore Sling spilar á Grand Rokk.  Trúbadorinn Óskar Einarsson skemmtir á Ara í Ögri.  Þruman vs. Electro Clash með dj Grétari, dj Taktik, dj Sveinbirni, dj Bjargeyju, Chico rockastar, Exos og Tómasi T.H.X. á Vídalín.  Brimkló heimsækir NASA á Austur- velli í annað sinn. Húsfyllir var á fyrri tónleikum þeirra félaga þar.  Hljómsveitin Smokie, sem í eina tíð gerði það gott, verður með tónleika á Broadway.  Hljómsveitin Í svörtum fötum spilar á Players í Kópavogi.  Strákarnir í Kung Fú ætla að halda uppi stemningunni á Gauki á Stöng langt fram eftir morgni. Frítt inn alla nóttina.  Garðar Garðars spilar á skemmti- staðnum de Boomkikker í Hafnarstræti.  Hljómsveitin Fígúra spilar fyrir gesti á Champions Café.  Trúbadorinn bolvíski Einar Örn Kon- ráðsson spilar á Sjallanum, Ísafirði.  Margeir sér um fjörið á Metz.  Karaókíkvöld á Odd-Vitanum á Ak- ureyri.  Hljómsveitin Zent, nýtt súperband frá Akureyri, spilar á Café Amsterdam langt fram á morgun.  Í kvöld verða „Johnny Cash Tribute“ tónleikar í Leikhúskjallaranum til styrkt- ar langveikum börnum. Megas, Súkkat, Mínus Trabant, Santiago, Kimono, Fræbblarnir, Varði og Rúnar Júlíusson. Sannkölluð Kjallarastemning þar sem allir leggja sitt af mörkum.  KK og Maggi Eiríks verða með tón- leika í Bíóinu, Akranesi.  Gleðisveitar- og búálfagaurinn Hlyn- ur Ben. í Stúkunni í Egilsbúð, Nes- kaupsstað. 40 3. október 2003 FÖSTUDAGUR Í kvöld verða haldnir tónleikar áÞjóðleikhúskjallaranum til heiðurs tónlistarmanninum Johnny Cash. Margir af helstu neðanjarðarlistarmönnum borg- arinnar ætla að spreyta sig á lög- um kappans en Viðar Örn Sævars- son hefur haft veg og vanda af skipulagningu uppákomunnar: „Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Umhyggju, félags lang- veikra barna. Það er í anda Johnny Cash því hann gaf mjög oft vinnu sína til þeirra sem minna mega sín. Félagið fær skammarlega lítinn stuðning frá ríkinu en fjölskyldur með veik börn þurfa að standa straum af miklum kostnaði sem endar oft með því að fólk missir aleiguna,“ segir Viðar, sem vonast eftir fjöl- menni í Þjóðleikhúskjallarann. Meistari Megas er meðal þeirra sem ætla að spreyta sig á Johnny Cash í kvöld: „Það hlýnar vonandi einhverjum um hjarta- ræturnar við að heyra okkur taka lögin,“ segir meistari Megas, sem vill ekki gefa upp hvaða lög hann ætlar að flytja: „Það er leyndar- mál en við Hafþór í Súkkat ætlum að syngja saman og flytja lögin á okkar eigin máta,“ segir Megas, sem hefur haft vaxandi áhuga fyr- ir Johnny Cash í seinni tíð. Meðal þeirra sem koma fram í kvöld, auk Megasar og Súkkats, eru Mínus, Trabant, Santiago, Kimono og Rúnar Júlíusson. Þjóðleikhúskjallarinn opnar klukkan 22.00 í kvöld og það kost- ar 1.000 krónur inn en miðasalan rennur óskipt til langveikra barna. ■ ■ TÓNLEIKAR Til heiðurs Johnny Cash hvað?hvar?hvenær? 30 1 2 3 4 5 6 OKTÓBER Föstudagur MEGAS Meistari Megas er meðal þeirra listamanna sem ætla að spreyta sig á lögum Johnny Cash á tónleikum til styrktar langveikum börnum á Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Edduverðlaunin nálgast óðflugaen þau verða haldin á Nordica Hotel föstudaginn 10. október. Til- nefningar í öllum flokkum verða tilkynntar á blaðamannafundi sem verður haldinn í Regnbogan- um í dag klukkan 17. Um leið og tilnefningarnar verða tilkynntar verður kvikmyndahátíð Eddunnar hleypt af stokkunum en á hátíð- inni, sem stendur til 19. október, verða frumsýndar 13 bíómyndir. Þetta er í fyrsta skipti sem kvik- myndahátíð er haldin í tengslum við Edduna og er það gert til að auka veg verðlaunahátíðarinnar. Kvikmyndir hátíðarinnar eiga það allar sameiginlegt að hafa vakið mikla athygli á erlendum kvik- myndahátíðum en meðal stór- mynda á hátíðinni er nýjasta mynd Lars von Trier, Dogville eða Hundabær, þar sem stórstjarnan Nicole Kidman fer með aðalhlut- verkið. Danska grínmyndin Steal- ing Rembrandt eða Rembrandt- ránið er fyrsta kvikmyndin sem sýnd verður á hátíðinni. Myndin segir frá þjófóttum feðgum sem eru ráðnir til að stela málverki. Fyrir slysni stela þeir eina upp- runalega Rembrandt-málverkinu sem til er í Danmörku. Stealing Rembrandt verður sýnd í Regn- boganum klukkan 22 í kvöld. ■ STEALING REMBRANDT Danska grínmyndin Stealing Rembrandt er fyrsta myndin sem verður sýnd á kvikmyndahátíð Eddunnar í Regnboganum kl. 22 í kvöld. Hér er Nikolaj Bro í hlutverki sínu. ■ KVIKMYNDIR Kvikmyndahátíð og Eddutilnefningar JÓHANN G. JÓHANNSSON Það sem við fyrstu sýn vekuráhuga minn eru „Johnny Cash Tribute“ tónleikar í Leikhúskjall- aranum,“ segir Jóhann G. Jó- hannsson, tónlistarmaður og myndlistarmaður. „Þetta eru tón- leikar til styrktar langveikum börnum með Megasi, Súkkati, Mínus, Trabant, Santiago, Kimono, Fræbbblunum, Varða og Rúnari Júlíussyni. Gott að styrkja gott málefni og heiðra um leið minningu Johnny heitins Cash og hlusta a fjölbreytta tónlist. Næst þykir mér kvikmyndahátíð Edd- unnar forvitnileg. Puntilla og Matta eftir Bertolt Brecht sá ég á sinum tíma og hafði gaman af.“  Val Jóhanns Þetta lístmér á! ✓ Föstudagur 03.10.03 Hljómsveitin Fígúra Laugardagur 04.10.03 Fræbbblarnir Um helgina í beinni: LIVERPOOL - ARSENAL MIDDLESBROUGH - CHELSEA MAN.UNITED - BIRMINGHAM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.