Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 2
2 23. janúar 2004 FÖSTUDAGUR „Alveg örugglega ekki. Við erum nú þegar með einn keppenda í fjölskyldunni.“ Guðbrandur Sigurðsson lætur senn af störfum sem framkvæmdastjóri Brims. Hann segir óljóst hvað taki við en dóttir hans, Anna Katrín, sló í gegn í Idol-stjörnuleit og varð í þriðja sæti. Spurningdagsins Guðbrandur, ætlar þú að taka þátt í næsta Idol? ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir Rétt staðið að úrskurðinum Hæstiréttur telur að umhverfisráðherra hafi tekið rétt á málum þegar úrskurði Skipulagsstofnunar, sem hafnaði byggingu Kárahnjúka- virkjunar, var snúið. Ánægjulegt og viðbúið, segir Siv Friðleifsdóttir. DÓMSMÁL Umhverfisráðherra var hvorki vanhæfur til að úrskurða um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar né fór hann út fyrir lagaheimildir sínar með því að taka matið til nýrrar efn- isumfjöllunar. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar í kærumáli Náttúru- verndarsamtaka Íslands og fleiri aðila sem höfðu krafist þess að úr- skurður umhverfisráðherra yrði felldur úr gildi. Í dómi Hæstaréttar segir að Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hafi haft nokkurt svigrúm við mat sitt á úrskurði Skipulags- stofnunar til að koma að nýjum gögnum og lag- færa það sem farið hefði úr- skeiðis hjá Skipulagsstofn- un. Dómurinn taldi að um- hverfisráðherra væri bundinn af r a n n s ó k n a r - reglu stjórnsýslulaga og því eðli- legt að vinna úrskurðinn með þeim hætti sem gert var. Hæsti- réttur telur að ekki hafi verið sýnt fram á að slíkir annmarkar hafi verið á málsmeðferð umhverfis- ráðherra að það varðaði ógild- ingu, heldur ekki að úrskurðurinn hafi verið reistur á ólögmætum sjónarmiðum. Kærendur töldu að Siv hefði með ummælum sínum í Ríkis- útvarpinu í janúar 2000 tekið skýra afstöðu til málsins og væri því vanhæf til að fjalla um það. Hæstarétti þótti hins vegar ljóst að Siv væri að svara spurningum um fyrirhugaða virkjun sem fallið var frá. Því sé ekki um það sama að ræða og ljóst að Siv væri ekki vanhæf til að fella úrskurð sinn. „Þetta er mjög ánægjuleg niður- staða,“ segir umhverfisráðherra og kveðst hafa búist við henni. „Við höfðum reynt að vanda okkur af fremsta megni í þessu starfi. Það kostaði mikla vinnu og fjármagn að fara í gegnum allar þessar kærur og þau málefnalegu rök sem voru að baki þeim. Líklega hefur engin framkvæmd verið skoðuð með jafn umfangsmiklum og ítarlegum hætti.“ Siv er viðbúin því að fleiri kærumál rísi vegna Kárahnjúka. „Það er margbúið að kæra þessa framkvæmd, yfirleitt af þessum sömu aðilum.“ brynjolfur@frettabladid.is Einkarekið sjúkrahús í Stokkhólmi: Sparnaður fyrir ríkið HEILBRIGÐISMÁL „Reynslan af einkarekstrinum er mjög góð og sjúkrahúsið hefur verið til fyrir- myndar hvað varðar þá hágæða- þjónustu sem er í boði á tiltölu- lega lágu verði. Þjónustan er að öllu leyti svipuð því sem önnur sambærileg sjúkrahús í borginni eru að bjóða og þar af leiðandi er verið að spara fé skattborgara,“ segir Birgir Jakobsson, íslensk- ur framkvæmdastjóri St Gorans sjúkrahússins í Stokkhólmi, en hann flytur erindi á Grand hóteli í dag á fundi Verslunarráðsins um einkarekstur á heilbrigðis- sviði. Reksturinn hefur frá árinu 1999 verið nokkurs konar blanda af einkareknu og ríkisreknu sjúkrahúsi. Starfsmenn sjúkra- hússins eru um 1.500 og sjúkra- rúm um 300, en ársvelta sjúkra- hússins nemur um 15 milljörð- um íslenskra króna. Birgir segir að samningur hafi verið gerður við hið opinbera um að vinna út frá sams konar kerfi og felst í rekstri ríkisreknu sjúkrahús- anna. „Við fáum greitt samkvæmt sama greiðslukerfi og ríkis- reknu sjúkrahúsin, en greiðslan fyrir hvert sjúkratilfelll er um 10% lægri hjá okkur en hjá hinum sjúkra- húsunum. Það kemur til af því að við erum með h a g k v æ m a r i rekstur og minni kostnað. Ef okkur tækist ekki að tryggja ákveðinn rekstr- arafgang á hver- ju ári þá væri vitaskuld ekki hægt að reka sjúkrahúsið og það yrði lagt niður,“ segir Birgir. ■ BRAUST INN UM MIÐJAN DAG Þjóf- ur fór inn í íbúðarhús í Skaftahlíð rétt fyrir hádegi í gær og stal það- an bakpoka með fartölvu. Þjófurinn komst inn með því að skrúfa upp opnanlegan glugga. Húsráðandi varð var við þjófinn sem þó komst burt án þess að til hans sæist. INNBROT Í BÍL Brotist var inn í bíl í Álfheimum í gærmorgun. Þjófur- inn braut rúðu til að komast inn þar sem hann tók hljómflutnings- tækin og hvarf á braut. FÓR ÚT AF Í SNJÓ OG HÁLKU Vöru- bíll, sem verið var að vinna á við virkjunarframkvæmdir, fór út af veginum og valt á hliðina á Fljóts- dalshéraði í gær. Engin slys urðu á fólki en bíllinn skemmdist nokkuð. Snjór og hálka var á veginum. ÍSLENSK ERFÐAGREINING Ein athugasemd hefur borist vegna ríkis- ábyrgðar en ekki er útilokað að fleiri séu á leiðinni. Eftirlitsstofnun EFTA: Ein athuga- semd RANNSÓKN Eftirlitsstofnun EFTA hefur borist ein athugasemd vegna fyrirhugaðrar ríkisábyrgðar á lán- um sem Íslensk erfðagreining hyggst taka til að byggja upp lyfja- þróunarfyrirtæki. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út um síðustu helgi en stofnunin heldur þeim möguleika opnum fram yfir helgi að fleiri athugasemdir kunni að berast með pósti. Eftir það verð- ur athugasemdin, og aðrar ef þær berast, send íslenskum stjórnvöld- um sem hafa mánuð til að svara því sem þar kemur fram. Solberg Johansen hjá Eftirlits- stofnun EFTA segir að ekki verði gefið upp hver sendi athugasemd- ina inn, um það gildi trúnaðarregl- ur. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvenær niðurstaða athugunar stofnunarinnar á lögmæti fyrirhug- aðrar ríkisábyrgðar liggi fyrir, þar hafi of mörg atriði áhrif. ■ SLUPPU ÚR BRENNANDI BÍL Tveir menn sluppu naumlega úr brennandi bíl eftir að eldur kviknaði í vélarhúsinu. Að sögn lögreglunnar á Patreksfirði voru mennirnir að keyra inn á Barða- strönd á ellefta tímanum í fyrra- kvöld þegar fór að rjúka undan mælaborðinu. Mennirnir komu sér út og varð bíllinn alelda á augabragði. Ekki er vitað um eldsupptök. Dæmdur fyrir vörslu barnakláms: Sagði til föður síns DÓMUR Hæstiréttur dæmdi mann í fjögurra mánaða skil- orðsbundið fangelsi í gær fyrir að fyrir að hafa haft í vörslu sinni í tölvu sinni á annað þús- und ljósmynda, sem sýndu börn á ýmsum aldri á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Margar myndanna voru mjög grófar og því taldist brot hans stórfellt. Héraðsdómur Reykjavík hafði áður dæmt manninn til greiðslu 300.000 króna sektar. Sonur mannsins tilkynnti lögreglu um að barnaklám væri að finna í tölvu föður síns. Fyrst hafði hann séð efnið um þremur árum áður og sagt föður sínum að ef hann sæi slíkt aftur myndi hann gera lögreglunni viðvart. Hann stóð við orð sín þegar hann sá öðru sinni barnaklám í tölvu föður síns haustið 2002. ■ Ekkert lát á skæruárásum: Fjórar konur féllu ÍRAK Fjórar íraskar konur, sem störf- uðu fyrir bandaríska herinn, voru skotnar til bana í fyrradag þegar grímuklæddir skæruliðar gerðu skotárás á smárútu í nágrenni bæj- arins Falluja. Að sögn írösku lögregl- unnar störfuðu konurnar við hrein- gerningar á bandarískri herstöð í ná- grenni Bagdad og munu nokkrar samstarfskonur þeirra hafa særst í árásinni auk bílstjórans. Á sama tíma fórust tveir banda- rískir hermenn í sprengjuárás í ná- grenni bæjarins Baquba. Að sögn talsmanns hersins særðist þriðji hermaðurinn lífshættulega í árásin- ni. Þar með eru 505 bandarískir her- menn fallnir frá upphafi átakanna í Írak. Í gær bárust fréttir af því að tveir íraskir lögreglumenn hefðu fallið og þrír aðrir særst þegar byssumenn hófu skothríð á eftirlits- stöð við þjóðveginn milli Fallujah og Ramadi og í öðru tilfelli hefði 23 ára sonur fyrrum stuðningsmanns Saddams Hussein verið skotinn til bana í borginni Basra. Þá særðist spænskur hermaður lífshættulega þegar hann var skot- inn í höfuðið við húsleit á heimili grunaðs skæruliða í nágrenni Bagdad. ■ BIRGIR JAKOBSSON Segir hagkvæman rekstur á St Gorans sjúkrahúsinu í Stokkhólmi spara fé skattborgaranna. MÆÐGUR SYRGJA ÆTTINGJA Grímuklæddir skæruliðar skutu fjórar íraskar konur til bana í nágrenni Fallujah. Atli Gíslason: Berjast með oddi og egg UMHVERFISMÁL Atli Gíslason, sem var einn þeirra sem rak mál gegn umhverfisráðherra í Hæstarétti, segir að dómurinn hafi verið vonbrigði. „En við erum ekki af baki dottin þó að þessar mannlegu náttúruham- farir hafi átt sér stað,“ segir hann. Hann segir að enn sé verk að vinna. „Landsvirkjun hefur fullan hug á að setja eyðileggjandi klær sína í aðrar náttúruperlur á há- lendinu. Því munum við berjast gegn með oddi og egg,“ segir hann. Hann segir að kvörtun frá náttúruverndarsinnum sé til meðferðar hjá ESA. ■ RÉTTAÐ UM ÚRSKURÐ RÁÐHERRA Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfunni um að úrskurður umhverfisráðherra yrði ógiltur. „Það er margbúið að kæra þessa framkvæmd, yfirleitt af þessum sömu aðilum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.