Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 10
10 23. janúar 2003 FÖSTUDAGUR ÁRI APANS FAGNAÐ Þessir hressu krakkar fögnuðu ári apans í Peking í gær en samkvæmt kínverska tungltímatalinu tók ár apans við af ári kindarinnar í gær. SJÁVARÚTVEGUR „Það er enginn vafi að við höfum gengið of langt í hita leiksins með loforðin. Menn neyð- ast til að laga sig að harðnandi samkeppni,“ segir Róbert Guð- finnsson, stjórnarformaður SH. Í Fréttablaðinu í gær lýsti Jakob Björnsson, fyrrverandi bæjar- stjóri á Akureyri, vonbrigðum með það að lítið stæði eftir af þeim 80 störfum sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna lofaði Ak- ureyringum árið 1996 gegn því að fyrirtækið héldi afurðasölu ÚA. „Það er ýmislegt sagt í hita leiksins en síðar kemur í ljós að menn áttu engan kost á að standa við orð sín. Það hafa verið svo örar breytingar í sjávarútvegin- um sem enginn gat séð fyrir,“ seg- ir Róbert. „Menn fara af stað með góðan ásetning en umhverfið er alltaf að breytast og þú getur ekki staðið við það sem þú sagðir. Þetta er alls staðar að gerast, ekki bara í sjávarútvegi. Því er verr og mið- ur. Við fórum ekki með þann ásetning til Akureyrar til að svíkja loforðin.“ Róbert segir að menn hafa ver- ið komna út í nokkurs konar kaup- félagsstemningu á þessum tíma. „Allt byggðist upp á því að menn héldu saman einhverjum blokkum og hagsmunirnir lágu í því að eng- inn gerði neitt nema innan kaup- félagsins.“ Síðar hafi þetta breyst í allt annað viðskiptaumhverfi þar sem menn eru ekki bundnir af ein- stökum mörkuðum heldur selji þeir þar sem gróðinn er mestur. ■ Loðnuveiðar: Veiðarnar ganga vel Atvinnuleysi í desember: Mældist 3,1% ATVINNULEYSI Atvinnuleysi á landinu mældist 3,1% í desember síðast- liðnum en var 3% í nóvember. Í desember voru skráðir 108.790 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 4.728 manns hafi að meðaltali verið án atvinnu í mánuðinum. Verst var ástandið á Suðurnesj- um, þar mældist atvinnuleysið 3,6% í desember og 3,3% á höfuðborgar- svæðinu. Atvinnuleysið var hins vegar minnst á Norðurlandi vestra, 1,9% og á Vesturlandi, 2,1%. Atvinnuleysi var umtalsvert meira meðal kvenna en karla í des- embermánuði, 3,5% meðal kvenna en 2,8% meðal karla. Vinnumálastofnun segir að at- vinnuástandið versni yfirleitt í jan- úar miðað við desember. Bent er á að fjöldi atvinulausra var 16% meiri í janúar 2003 en í desember 2002. Rúmlega 5.600 manns eru nú án atvinnu. ■ SH lofaði Akureyringum 80 störfum: Gengum of langt í hita leiksins RÓBERT GUÐFINNSSON Við gátum ekki staðið við loforðið sem við gáfum. SJÁVARÚTVEGUR Loðnuvinnsla er nú á fullu í Síldarvinnslunni á Neskaup- stað. Jón Gunn- ar Sigurjóns- son, verkstjóri í fiskiðjuverinu, segir að unnið sé allan sólar- hringinn. „Loðnan er frekar blönduð og áta innan marka,“ segir Jón Gunnar. Börkur kom á hádegi í gær með 1.400 tonn af loðnu. Þá var Beitir væntan- legur síðdegis í gær með 1.300 tonn. Jón segir þegar búið að frysta 1.600 tonnum af loðnum. Hólmaborg SU-11 í eigu Eskju á Eskifirði var vænt- anleg í land í gær með fullfermi af loðnu eða um 2.300 tonn. Loðnan veiddist á þrjátíu tímum á loðnumið- unum austur af Langanesi. Allur aflinn fékkst í flot- troll og í síðasta halinu fengust um 700 tonn. Góður gangur er einnig í veiðunum hjá Jóni Kjartanssyni SU- 111. Var hann væntanlegur í gærkveldi með fullfermi eftir álíka stutt stopp á miðunum. ■ LÍFIÐ ER LOÐNA Rífandi gangur er á loðnuveiðum um þessar mundir. Braut ekki jafnréttislög Ráðning leikhússtjóra á Akureyri fól ekki í sér brot á jafnréttislögum . Fyrrum framkvæmda- stýra Jafnréttisstofu, segir dóminn mikinn létti. DÓMSMÁL Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra sem taldi að við ráðningu leikstjóra til Leikfélags Akureyr- ar hefði félagið brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga. Jafnrétt- isstofa höfðaði málið gegn Leikfé- lagi Akureyrar. Leikfélagið réð Þorstein Bachmann í starf leikhús- stjóra og kærði annar umsækj- andi, Hrafnhild- ur Hafberg, ráðninguna til Jafnréttisstofu á þeirri forsendu að henni hefði verið mismunað á grundvelli kynferðis síns. Í dómi Hæstarétt- ar segir að þótt Hrafnhildur hefði lengra háskóla- nám að baki væri það ekki talið nýtast henni þannig að hún yrði talin jafnhæf eða hæfari en Þor- steinn. Hæstiréttur taldi ekki hafa verið sýnt fram á að mat stjórnenda Leikfélags Akureyrar hefði verið ómálefnalegt og féllst því ekki á að Hrafnhildi hefði ver- ið mismunað. „Dómurinn er mikill og lang- þráður léttir, þetta er búið að vera flókið tímabil,“ segir Valgerður Bjarnadóttir sem áður var for- maður leikfélagsins, auk þess að vera framkvæmdastýra Jafnrétt- isstofu. Í kjölfar héraðsdómsins sagði Valgerður af sér formennsku í leikfélaginu. Skömmu síðar varð að samkomulagi milli hennar og Árna Magnússonar félagsmála- ráðherra að Valgerður léti af starfi framkvæmdastýru Jafn- réttisstofu. „Á sínum tíma, þegar málið kom upp, var það sameiginlegt mat mitt og Valgerðar, að málið væri óheppilegt fyrir Jafnréttis- stofu og því rétt að hún léti af störfum. Nú hins vegar liggur dómur Hæstaréttar fyrir en hann breytir engu um það sem orðið er að þessu leyti,“ segir félagsmála- ráðherra. „Ég var í hjarta mínu sannfærð og það er gott að fá stuðning við mína sannfæringu frá Hæsta- rétti,“ segir Valgerður um niður- stöðu dómsins. Hún segir hins vegar ekki tímabært að tjá sig um hvort hún vilji endurheimta starf sitt hjá Jafnréttisstofu enda sé önnur manneskja komin í starfið og sé vel að því komin. Því sé það í sjálfu sér ekki inn í myndinni. Hún vildi ekki tjá sig hvað hún hygðist gera í kjölfar dómsins að svo stöddu. „Mér finnst þetta mál hafa verið hið undarlegasta, hvernig hefur verið á því tekið, og ég hef lært mikið af því og vona að fleiri geri það.“ hrs@frettabladid.is the@frettabladid.is ÁRNI MAGNÚSSON FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Árni segir sig og Valgerði hafa verið sammála á sínum tíma um að hún léti af störfum. VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Valgerður segir að hún hafi allan tímann verið sannfærð um að hún hefði ekki gert rangt. „Mér finnst þetta mál hafa verið hið undarlegasta, hvernig hefur verið á því tekið, og ég hef lært mikið af því og vona að fleiri geri það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.