Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 39
31FÖSTUDAGUR 23. janúar 2003 ■ Leikir Freydís Guðmundsdóttir, ráð-gjafaþroskaþjálfi í Borgar- nesi, rekur fyrirtækið Sérgagna- smiðjuna og hefur útbúið kennslu- gögn fyrir málþroskaþjálfun þroskahamlaðra barna. „Ég veiti ráðgjöf fyrir skóla og leikskóla og þróaði þessa möppu út frá kenningum sænsks mál- fræðings. Ég kalla þetta Íslenska orðasafnið. Í safninu eru orð- myndir, sem geta verið bæði mynd af orði eða orðið sjálft. Þessum orðum er síðan raðað upp í setningar. Mörg börn geta ekki lært að lesa eftir hljóðalestri en geta nýtt sér lestur með þessari aðferð. Hér er í raun verið að kenna orðið í heild sinni en ekki lesið staf fyrir staf. Svo er hægt að þróa þetta áfram og fara út í ís- lenskufræði samhliða. Þetta virð- ist svolítið flókið en er mjög auð- velt og þægilegt í notkun,“ segir Freydís. „Hægt er að byrja hvar sem barn er statt í þroska. Þau börn sem ég hef unnið með eru hrifin af þessu, þar sem þau ráða mjög vel við þetta.“ Freydís segir enga spurningu um það að þörf sé fyrir kennslu- efni af þessu tagi. „Oft er talað um að allir séu að finna upp hjól- ið. Því er gott að vita að hægt sé að kaupa þetta einhvers staðar og það þurfi ekki alltaf að vera að út- búa hvert einasta sérgagn sem þarf að nota.“ ■ Enn meiri afsláttur Síðasta vika útsölunnar Opið Virka daga 11- 18 Laugardaga 12 - 16 Laugavegi 72 • sími 551 0231 Meira en 50% afsláttur REBEKKA JAFERIAN 6 ÁRA Ég veit það ekki. Samt hef ég smakkað hann en ég man bara ekkert hvernig hann var á bragðið. ATLI PÁLS- SON 8 ÁRA Ég man það ekki alveg. Ég borðaði hann samt heima og fannst hann bara góður. En það er langt síðan. STEINUNN RÓS GUÐ- STEINSDÓTT- IR 8 ÁRA Fiskur. Ég hef séð hann. Hann var svona ljós- brúnn. Ég smakkaði hann ekki. En þetta er fiskur. BIRTA DRÖFN VALS- DÓTTIR 7 ÁRA Það er hákarl og svið og slát- ur. Ég hef reynt að borða hann en mér finnst hann alls ekki góður. HAFÞÓR GUNNARS- SON 8 ÁRA Hákarl og harð- fiskur. Ég hef bragðað svona mat og hann var ágætur. VINDUM VINDUM VEFJUM BAND. Þátttakendur leiðast í hring og syngja vísuna með hneigingum og beygingum eins og hún segir til um og nefna nafn hvers þátttakanda. Sá sem sungið er um hverju sinni snýr sér við í vísulok. Leiknum lýk- ur þegar allir hafa snúið sér við. Vindum vindum vefjum band vefjum fallegt húfuband. Fyrir Siggu skulum við hneigja, fyrir Siggu hné sín beygja. Svo skal Sigga snúa sér. Heimild: Í grænni lautu. Útg. Mál og menning ÍSLENSKA ORÐASAFNIÐ Freydís Guðmundsdóttir er ráðgjafaþroskaþjálfi á svæðisskrifstofu sem hefur fengið styrk frá félagsmálaráðuneytinu til framleiðslu kennsluefnis. Málþroski þroskahamlaðra einstaklinga: Setningauppbygging í myndrænu formi Fólk er að átta sig á að einelti erofbeldi en ekki leikur og það verður að meðhöndla sem slíkt,“ segir Þorlákur H. Helgason, fram- kvæmdastjóri svokallaðs Olweus- arverkefnis gegn einelti. Tilefni ummælanna er niðurstöður kann- ana sem sýndu að á einu ári hefur einelti minnkað 34 prósent í þeim 45 grunnskólum á Íslandi sem taka þátt í verkefninu. Einnig hef- ur þeim foreldrum fjölgað veru- lega sem sögðu frá því að barn þeirra hefði verið lagt í einelti. Allir samábyrgir Þorlákur er að vonum ánægður með þennan árangur sem hann þakkar hugarfarsbreytingu hjá þjóðinni og breyttu vinnulagi inn- an skólanna. „Fullorðna fólkið er farið að axla ábyrgð á því einelti sem börn verða fyrir enda getum við ekki látið þau sitja ein uppi með það,“ segir hann. Hinar nýju áherslur innan skólanna segir Þorlákur einkum vera þær að kennarar séu farnir að setja ár- angur í námi í samband við líðan nemenda. Einnig að allir starfs- menn skólanna, kennarar, ganga- verðir, skólaliðar, matráðskonur og fleiri komi að uppeldinu, auk foreldranna. „Viðbrögð skólanna við einelti hafa batnað til muna með tilkomu verkefnisins. Um 2000 starfsmenn þar taka þátt í því og allir eru samábyrgir,“ segir hann. Dró úr allri stríðni Könnunin sem vitnað er til var yfirgripsmikil. Þar voru nemend- ur meðal annars inntir eftir því hvort þeir hefðu orðið fyrir stríðni á óþægilegan og meiðandi hátt, útilokun, spörkum eða hrind- ingum, rógburði, ógnunum eða neydd til að gera eitthvað sem þau vildu ekki. Hvort þau hefðu orðið fyrir meiðandi athugasemdum um húðlit, erlendan uppruna eða látbragði með kynferðislegri til- vísun. Í öllum tilvikum hefur dregið úr slíku á þessu eina ári sem könnunin náði til. Íslenskt heimsmet Olweusarverkefnið er kennt við Dan Olweus, norskan háskóla- prófessor sem unnið hefur að rannsóknum á einelti í áratugi og er höfundur áætlunar gegn einelti í skólum. Íslenska menntamála- ráðuneytið, sveitarfélög, Kenn- araháskólinn, Kennarasambandið og Heimili og skóli sameinuðust um að gera þær áætlanir að sínum og á síðasta ári tók um þriðjungur allra grunnskólanema í landinu þátt í því. Nú hafa 55 grunnskólar sótt um að hefja þátttöku frá og með næsta hausti og þar með nær það til 65 prósent allra grunn- skólanema í landinu. „Það er heimsmet,“ segir Þorlákur Helga- son. ■ HELSTU NIÐURSTÖÐUR NÝRRAR KÖNNUNAR • 7,9% nemenda í 4.–7. bekk sögð- ust hafa sætt einelti. Þeir voru 11,4% fyrir ári. • 4,7% nemenda í 8.–10. bekk sögð- ust hafa sætt einelti. Þeir voru 7,7% fyrir ári. • Gögnin eru byggð á svörum 8.200 nemenda hvort árið um sig. • 6,6% úr hópnum öllum segjast vera lögð í einelti en voru 9,9% í fyrra. • Þeim fækkar um rúmlega þriðjung sem leggja aðra nemendur í einelti. • Um 34% í yngri deildum og 35% á unglingastigi. • 46% nemenda í 8.–10. bekk segja að kennarar og aðrir fullorðnir reyna að stöðva einelti. • 39% nemenda svöruðu þannig í fyrra. Spurt í Breiðholtslaug: Hvað er þorramatur? Einelti í skólum minnkar um þriðjung á einu ári: Fullorðna fólkið er farið að axla ábyrgð ÞORLÁKUR H. HELGASON Framkvæmdastjóri Olweusarverkefnisins á Íslandi. BÖRN AÐ LEIK Kennarar eru farnir að setja árangur í námi í samband við líðan nemenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.