Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 6
6 23. janúar 2004 FÖSTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 68.48 -0.48% Sterlingspund 126.45 0.21% Dönsk króna 11.71 0.33% Evra 87.25 0.37% Gengisvísitala krónu 119,17 -0,36% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 448 Velta 4.287 milljónir ICEX-15 2.368 1,09% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 596.376.195 Straumur Fjárf.banki hf. 269.746.400 Og fjarskipti hf. 264.128.901 Mesta hækkun Straumur Fjárfestingarbanki hf. 8,70 Kaldbakur hf. 6,93 Nýherji hf. 5,56 Mesta lækkun Síf hf. -1,84% Marel hf. -0,35% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.612,6 -0,1% Nasdaq* 2.122,4 -0,9% FTSE 4.478,2 -0,7% DAX 4.133,9 -0,1% NK50 1.410,5 0,1% S&P* 1.145,6 -0,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvað heitir framkvæmdastjóri Brimssem lætur af störfum í apríl? 2Hvað heitir hundurinn sem bjargaðvar úr rústum Bakka eftir snjóflóðið á Ólafsfirði. 3Hvaða lið er í efsta sæti 1. deildarkvenna í körfubolta? Svörin eru á bls. 46 Lögreglan fullyrðir að Rocknes hafi tekið niður: Lík fjórða skipverjans fundið NOREGUR Norskir björgunarmenn fundu í gær lík skipverja sem fórst þegar flutningaskipinu Rocknes hvolfdi skammt undan ströndum Noregs. Lögreglan fullyrðir að skipið hafi tekið niðri. Björgunarmenn höfðu í gær- kvöldi fundið lík fjögurra skip- verja en fjórtán var enn saknað. Fjórða líkið fannst á fimmtíu metra dýpi með aðstoð fjarstýrðs kafbáts. Haldið verður áfram að leita meðfram strandlengjunni og í sjónum í nágrenni við slys- staðinn. Þegar tekist hefur að gera skipið stöðugt verður það dregið til næstu hafnar og kafar- ar sendir inn í það. Skemmdir eru sjáanlegar á skipsskrokknum og bendir allt til þess að skipið hafi tekið niðri. Kafarar hafa fundið merki um að skip hafi rekist á sjávarbotninn á siglingarleið Rocknes og segir norska jarðvísindastofnunin að titringur hafi mælst á jarð- skjálftamælum í nágrenni Björg- vin fáeinum mínútum áður en skipinu hvolfdi. Allt þykir þetta renna stoðum undir þá kenningu að skipið hafi tekið niðri og vatn hafi lekið inn í það með þeim af- leiðingum að jafnvægi þess raskaðist. ■ „Öxulstjórn hins illa“ Andstæðingar Bush Bandaríkjaforseta meðal demókrata gagnrýna stefnu hans harðlega og segja hann stunda blekkingaleik. Þjóðin sitji uppi með óheyrilegan stríðskostnað og aukið atvinnuleysi. BANDARÍKIN Stefnuræða Bush Bandaríkjaforseta hefur fengið mjög misjöfn viðbrögð í Banda- ríkjunum. Andstæðingar hans meðal demókrata saka hann með- al annars um „einfarastefnu“ í ut- anríkismálum. Flestir stjórnmála- skýrendur eru sammála um að ræðan hafi borið þess merki að kosningar eru í nánd og hún hafi markað upphafið að baráttu for- setans fyrir endurkjöri. Sumir stjórnmálaskýrendur hafa lýst furðu sinni á því að for- setinn hafi sett utanríkismálin á oddinn en aðrir telja að þetta hafi verið snjöll aðferð til að beina þannig athyglinni frá efnahags- vandanum heima fyrir. Sá hluti ræðunnar hafi minnt á sunnudag- spredikun og loforð forsetans um varanlegar skattalækkanir því fallið í stríðsskuggann. Skilaboðin hafi verið: „Við eigum í stríði. Ég er foringinn. Veriði ekki að flækj- ast fyrir mér. Það væri glapræði að skipta um mann í brúnni“. Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild þings- ins, sakar forsetann um slæma efnahagsstjórn og segir að Íraks- stríðið hafi verið rekið á kostnað mennta- og heilbrigðismála. „Bush leiddi bandarísku þjóðina út í stríð gegn Írökum án þess að leggja fram haldbær rök og nú sitjum við uppi með óheyrilegan kostað sem lendir á skattgreið- endum. Hann hefur kosið að fara eigin leiðir með þeim afleiðing- um að gjá hefur myndast í sam- skiptum okkar við önnur lönd. Við eigum að vera boðberar frelsis en ekki ófriðar,“ segir Pelosi. Wesley Clark, sem berst fyrir tilnefningu demókrata til forseta- framboðs, líkir Bushstjórninni við „öxulveldi hins illa“. Hann segir að utanríkisstefnan ógni öryggi þjóðarinnar og innanríkisstefnan sé að sliga heimilin. Howard Dean, sem leitt hefur baráttuna um tilnefningu demókrata, sakar Bush um blekk- ingar. „Hann minntist varla á her- kostnaðinn og það hljóta allir að sjá í gegnum fagurgalann,“ segir Dean. John Kerry, sem vann óvæntan sigur í fyrsta prófkjöri demókrata í Iowa á mánudaginn, sakar Bush um aðgerðaleysi í atvinnumálum og bendir á að atvinnuleysi hafi ekki verið meira síðan í krepp- unni miklu árið 1929. Hann bendir á að á valdatíma Bush hafi 2,3 milljónir starfa tapast og atvinnu- leysi aukist úr 3,9% í 5,7%. „Hann virðist ekki ennþá, eftir nærri fjögur ár í embætti, gera sér grein fyrir stöðunni hér heima,“ sagði Kerry og bætti við að á sama tíma væri rætt um 40 millj- arða dollara aukafjárveitingu vegna uppbyggingarinnar í Írak og Afganistan til viðbótar við þá 400 milljarða sem þegar séu á fjárlögum. erlingur@frettabladid.is Drengur fæddur: 11 ára móðir ÚKRAÍNA, AP Ellefu ára stúlka ól dreng á sjúkrahúsi í borginni Khar- kiv í Úkraínu. Drengurinn, sem var tekinn með keisaraskurði, vó 3,8 kílógrömm, að því er frá er greint í úkraínska dagblaðinu Fakty. Móðir og barn eru við góða heilsu en verða þó á sjúkrahúsinu í eina viku. Faðir barnsins, 26 ára gamall ná- granni stúlkunnar, lagði á flótta þegar hann fékk fregnir af þungun- inni af ótta við að verða ákærður. Hann á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi verði hann fundinn sek- ur um að hafa átt í kynferðissam- bandi við barnið. Foreldrar stúlkunnar neituðu að láta eyða fóstrinu og ákváðu „að láta örlögin ráða“. Drengurinn mun búa hjá móður sinni og ömmu. ■ Fyrrum forstjóri Húsnæðisstofnunar: Vann mál í Hæstarétti DÓMSMÁL Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins ber, samkvæmt dómi Hæstaréttar, að greiða Sigurði E. Guðmundssyni, fyrrum fram- kvæmdastjóra Húsnæðisstofnunar ríkisins, lífeyri sem miðast við launakjör núverandi framkvæmda- stjóra Íbúðalánasjóðs, Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá í fyrra. Á báðum dómstigum var talið að starf Sigurðar hefði verið sambæri- legt að eðli, umfangi og ábyrgð og starf framkvæmdastjóra Íbúða- lánasjóðs. Því beri að miða lífeyrinn við svonefnda eftirmannsreglu. ■ fasteignasala Íslendinga á Spáni Kynning verður haldin í Gerðubergi sal F, laugardaginn 24. janúar milli klukkan 13 og 17 Kynnt verða sumarhús á Costa Blanca bæði til sölu og leigu ásamt því að kynna svæðið mjög vel. Gloria Casa er spænsk fasteignasala sem er í eigu Íslendinga. www.gloriacasa.com info@gloriacasa.com Upplýs. í síma 693 1596 Hallur Ólafur FLAK ROCKNES Flutningaskipið liggur á hvolfi í þröngu sundi við vesturströnd Noregs. BUSH MINNTIST VARLA Á HERKOSTNAÐINN Andstæðingar Bush meðal demókrata saka hann um „einfarastefnu“ í utanríkis- málum og að hafa leitt bandarísku þjóðina út í stríð gegn Írökum án þess að leggja fram haldbær rök.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.