Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 23. janúar 2004 Íslendingar við Kárahnjúka: Langeygir eftir sjónvarpi KÁRAHNJÚKAR Stéttarfélög sem eiga aðild að virkjunarsamingi skora á þá sem hlut eiga að máli að tryggja nú þegar skilyrði til að taka á móti íslenskum sjónvarpssendingum við Kárahnjúka. Í áskorun stéttarfélaganna segir að þeir 370 íslensku starfsmenn sem eru við vinnu á Kárahnjúaksvæðinu séu orðnir langeygir eftir sending- um íslenska sjónvarpsins á svæðinu. Einungis sé hægt að ná erlendu sjón- varpsefni á vinnusvæðinu við Kára- hnjúka. Við það verði ekki unað öllu lengur og hvetja stéttarfélögin til þess að lausn málsins verði hraðað svo sem kostur er. ■ Útsala ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 32 55 0 1/ 20 04 www.utilif.is afsláttur 30% 70% til ... núna á þremur stöðum Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 Eskfirðingar líka Þriðja stórfyrirtækið sem hverfur úr Kauphöllinni á næst- unni er Eskja á Eskifirði. Fyrir- tækið hefur lengst af verið í eigu fjölskyldu Aðalsteins Jónssonar, Alla ríka, en er nú stjórnað af barnabarni hans og fóstursyni, Elvari Aðalsteinssyni, sem hefur þótt sýna stjórnkænsku í rekstri sínum ekki síður en Alli ríki sjálfur. Í tengslum við afskrán- ingu Eskju keypti Hólmi hf., eignarhaldsfélag fjölskyldu Alla ríka, 20 prósenta hlut Granda hf. í Reykjavík í fyrirtækinu og á nú yfir 70 prósent í félaginu sem tryggir ótvíræð yfirráð, væntan- lega í því skyni að efla í senn hag fyrirtækis og heimabyggðar. Meðal þeirra sem fagnað hafa þeirri eignabreytingu er Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sem telur fagnaðarefni að Elvar hafi í heiðri sömu gildi og Aðalsteinn. Margir fleiri hafa orðið til að gleðjast yfir því að fjölskyldurn- ar nái aftur óskoruðum yfirráð- um í burðarásum byggðanna. Því er fagnað að fólk sýni þá samfé- lagslegu ábyrgð að vilja verja fyrirtæki og þar með byggð. Átthagaást? En það eru líka uppi raddir um að viðskiptavitið sé að baki yfir- tökum fjölskyldnanna fremur en átthagaástin ein. Til grundvallar breyttu eignarformi sé það sama og þegar Rifsfeðgar keyptu Út- gerðarfélag Akureyringa á 9 milljarða króna þegar upplausn- arvirðið er helmingi hærra, ná- lægt 18 milljörðum króna. Fjöl- skylda Alla ríka hafi keypt Eskju á verði sem er um 3,5 milljarðar króna en upplausnarverðið sé rúmlega fjórfalt hærra og liggi nálægt 15 milljörðum króna. Svip- að sé uppi á teningnum varðandi fyrirtækin á Ísafirði og Grundar- firði. Markaðsverð fyrirtækjanna einkennist af vanmati og sé því langt frá upplausnarverðinu. Það sé því ekki átthagaástin ein sem ráði yfirtökum heldur grjóthart viðskiptavit sem leiði fjölskyld- urnar á vit stórra viðskiptatæki- færa. rt@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.