Fréttablaðið - 23.01.2004, Side 19

Fréttablaðið - 23.01.2004, Side 19
FÖSTUDAGUR 23. janúar 2004 Íslendingar við Kárahnjúka: Langeygir eftir sjónvarpi KÁRAHNJÚKAR Stéttarfélög sem eiga aðild að virkjunarsamingi skora á þá sem hlut eiga að máli að tryggja nú þegar skilyrði til að taka á móti íslenskum sjónvarpssendingum við Kárahnjúka. Í áskorun stéttarfélaganna segir að þeir 370 íslensku starfsmenn sem eru við vinnu á Kárahnjúaksvæðinu séu orðnir langeygir eftir sending- um íslenska sjónvarpsins á svæðinu. Einungis sé hægt að ná erlendu sjón- varpsefni á vinnusvæðinu við Kára- hnjúka. Við það verði ekki unað öllu lengur og hvetja stéttarfélögin til þess að lausn málsins verði hraðað svo sem kostur er. ■ Útsala ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 32 55 0 1/ 20 04 www.utilif.is afsláttur 30% 70% til ... núna á þremur stöðum Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 Eskfirðingar líka Þriðja stórfyrirtækið sem hverfur úr Kauphöllinni á næst- unni er Eskja á Eskifirði. Fyrir- tækið hefur lengst af verið í eigu fjölskyldu Aðalsteins Jónssonar, Alla ríka, en er nú stjórnað af barnabarni hans og fóstursyni, Elvari Aðalsteinssyni, sem hefur þótt sýna stjórnkænsku í rekstri sínum ekki síður en Alli ríki sjálfur. Í tengslum við afskrán- ingu Eskju keypti Hólmi hf., eignarhaldsfélag fjölskyldu Alla ríka, 20 prósenta hlut Granda hf. í Reykjavík í fyrirtækinu og á nú yfir 70 prósent í félaginu sem tryggir ótvíræð yfirráð, væntan- lega í því skyni að efla í senn hag fyrirtækis og heimabyggðar. Meðal þeirra sem fagnað hafa þeirri eignabreytingu er Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sem telur fagnaðarefni að Elvar hafi í heiðri sömu gildi og Aðalsteinn. Margir fleiri hafa orðið til að gleðjast yfir því að fjölskyldurn- ar nái aftur óskoruðum yfirráð- um í burðarásum byggðanna. Því er fagnað að fólk sýni þá samfé- lagslegu ábyrgð að vilja verja fyrirtæki og þar með byggð. Átthagaást? En það eru líka uppi raddir um að viðskiptavitið sé að baki yfir- tökum fjölskyldnanna fremur en átthagaástin ein. Til grundvallar breyttu eignarformi sé það sama og þegar Rifsfeðgar keyptu Út- gerðarfélag Akureyringa á 9 milljarða króna þegar upplausn- arvirðið er helmingi hærra, ná- lægt 18 milljörðum króna. Fjöl- skylda Alla ríka hafi keypt Eskju á verði sem er um 3,5 milljarðar króna en upplausnarverðið sé rúmlega fjórfalt hærra og liggi nálægt 15 milljörðum króna. Svip- að sé uppi á teningnum varðandi fyrirtækin á Ísafirði og Grundar- firði. Markaðsverð fyrirtækjanna einkennist af vanmati og sé því langt frá upplausnarverðinu. Það sé því ekki átthagaástin ein sem ráði yfirtökum heldur grjóthart viðskiptavit sem leiði fjölskyld- urnar á vit stórra viðskiptatæki- færa. rt@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.