Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 30
23. janúar 20046 Fjármál heimilanna Í skuldunum er falinn fjársjóður Ingólfur H. Ingólfsson rekstrarstjóri segir að Íslendingar þurfi að breyta um hugsunarhátt. Mikilvægt að hugsa um útgjöldin. Sparnaður er ekki erfiður. Galdurinn er að greiða niður höfuðstól lánanna. Fjölmargir Íslendingar hafalent í því að finnast þeir vera komnir í fjárhagslegt þrot. Pen- ingaáhyggjurnar eru oft svo mikl- ar að fólk á erfitt með svefn og sér enga leið út úr vandanum. Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson rekstrarstjóri hefur um árabil boðið upp á fjármálanámskeið ásamt konu sinni Bärbel Gertrud Schmid. Á námskeiðunum hefur hann aðstoðað fjölda fólks við að ná tökum á fjármálum sínum. „Það sem fólk þarf fyrst og fremst að gera er að breyta um hugsunarhátt,“ segir Ingólfur. „Það sem allir eiga að gera, alveg sama hvort þeir eiga mikið eða lít- ið, er að hugsa um útgjöldin. Fólk á að hætta að hugsa um innkom- una, að hún sé svo lítil. Ekki eyða kröftunum í að fara í þref við vinnuveitandann um launahækk- un, því það getur tekið hálft ár og útheimtir mikla orku sem skilar yfirleitt litlu. Fólk á að einbeita sér að útgjöldunum og hvað það er að gera við peningana. Það er hægt að flokka útgjöldin í þrennt: neyslu, afborganir af skuldum og sparnað. Sparnaður er útgjalda- liður því þá tekur þú hluta af inn- komunni og leggur hann fyrir. Þegar fólk er búið að þessu á það að velja sér áherslu.“ Greiðslutíminn styttur um 75% Ingólfur segir að í flestum til- vikum sé skynsamlegast að leggja áherslu á alla þessa þrjá þætti. Fólk eigi að byrja á að hugsa um sparnaðinn. „Fólk gerir yfirleitt þau mis- tök að ætla að geyma sparnað- inn og spara afganginn af laun- unum. Ef það er gert verður aldrei neinn afgangur. Það skipt- ir yfirleitt ekki máli hvort þú ert að eyða 90% af laununum eða 100% – þú finnur sáralítið fyrir því. Sparnaður er ekkert voða- lega erfiður.“ Ingólfur segir að stýra þurfi neyslunni. „Neyslan hjá fólki er yfirleitt svolítið stjórnlaus og tilviljunar- kennd. Með því að stýra neysl- unni kemst fólk að því að margt af því sem það er að kaupa er óþarfi og er því ekki til góðs. Með því að stýra neyslunni fær fólk miklu meira út úr henni, það hlakkar til og hefur meiri ánægju af því þegar það loksins kaupir eitthvað.“ Falinn fjársjóður Ingólfur fullyrðir að í skuld- unum sé falinn fjársjóður. Á námskeiðinu kennir Ingólfur fólki að setja allar skuldirnar í svokallað veltukerfi. „Með því að gera þetta getur fólk stytt greiðslutímann um allt að 75% – það getur greitt 40 ára lán niður á átta árum. Í grófum dráttum snýst þetta veltukerfi um það að halda greiðslubyrð- inni út allan tímann – borga öll lánin niður jafnt. Fólk er gjarnt á að einbeita sér að því að greiða fyrst niður það lán sem er styst og síðan koll af kolli en í þessu veltukerfi eru öll lánin greidd niður jafnt. Galdurinn er að nota hluta af innkomunni í að greiða niður höfuðstól lánanna. Þannig getur fólk greitt lánin hraðar niður. Segjum að greiðslubyrðin sé 50 þúsund krónur á mánuði. Þegar fólk er búið að greiða síð- ustu afborgunina af síðasta lán- inu kemur rúsínan í pylsuendan- um – þá á fólk allt í einu 50 þús- und krónur aukalega – nettó og skattfrjálst – þetta er fjársjóð- urinn.“ Höfuðstóllinn er lykillinn Aðspurður hvernig fólk fari að því að greiða niður höfuð- stólinn segir Ingólfur að það sé sáraeinfalt. Um leið og fólk sé búið að greiða föstu afborgun- ina af láninu greiði það aðra upphæð, til dæmis 5 þúsund krónur, sem það biðji um að fari í niðurgreiðslu á höfuðstólnum. Hann segir mikilvægt að þetta sé gert um leið og búið sé að greiða greiðsluseðilinn eða sama dag. Hann segir að hægt sé að gera þetta bæði í bankan- um sjálfum og í heimabankan- um. Fólk þurfi þá bara að láta bankann vita í „skýringu“ að upphæðin eigi að fara inn á höf- uðstólinn en ekki til þess að greiða vexti. „Að stytta lán um helming, að ég tali nú ekki um 75%, þýðir að fólk er að spara gríðarlegar upp- hæðir því mjög stór hluti af þessum lánum fer í að greiða vexti og verðbætur.“ Að sjá um fjármálin Bankarnir bjóða viðskipta- vinum sínum upp á greiðslu- þjónustu þar sem föst greiðsla er tekin af laununum í hverjum mánuði til að greiða niður skuld- ir. Ingólfur mælir ekki endilega með þessari þjónustu fyrir alla. „Það sem bankarnir eru í rauninni að gera er að þeir eru að bjóða fólki yfirdráttarheim- ild þau mánaðamót sem greiðslubyrðin er meiri en fasta greiðslan. Þá borgar það háa yfirdráttarvexti en þegar greiðslan er lægri en þessi fasta greiðsla fær það kannski eitt prósent innlánsvexti eða lægri vexti. Ég mæli með því að fólk sjái alfarið um þetta sjálft. Það er hægt að fá hærri inn- lánsvexti á venjulegan banka- reikning sem gefa allt að 4% innlánsvexti og síðan er hægt að semja um lága yfirdráttar- vexti. Ég veit að sumir eru að bjóða allt niður í 6% yfirdrátt- arvexti. En þessi kjör þarf fólk að finna. Þegar fólk er búið að finna þessi kjör gerir það bara það sama og bankinn hefur ver- ið að gera fyrir það. Það kemst síðan að því að það er miklu skemmtilegra að sjá um fjár- málin sín sjálfur.“ trausti@frettabladid.is Kreditkort eru almennt séðmjög neysluhvetjandi, að sögn Ingólfs H. Ingólfssonar. Hann mælir alls ekki með því að fólk noti slík greiðslukort. „Þegar fólk notar kreditkort er það alltaf einum mánuði á undan tekjunum sínum,“ segir Ingólfur. „Það er slæmt. Það þarf ekkert annað að gerast en að fólk misstígi sig aðeins og tekjurnar skerðist eitthvað einhverra hluta vegna. Þá fer þetta að verða erfitt.“ Ingólfur segir að þegar fólk byrji að nota kreditkort fari það gjarnan að kaupa hluti á raðgreiðslum. „Fólk setur það oft fyrir sig að það hafi ekki tíma til að spara og safna fyrir einhverj- um hlut – sjónvarpi, tölvu eða sófasetti. Þetta er rangur hugs- unarháttur. Hugsum okkur tvær persónur. Önnur fer rað- greiðsluleiðina og hin sparnað- arleiðina. Sú sem fer rað- greiðsluleiðina er kannski að greiða tíu þúsund krónur á mánuði í tólf mánuði fyrir hlut sem kostar 100 þúsund krónur. Hún er að greiða í tólf mánuði af því hún er að greiða svo mikla vexti. Eftir tólf mánuði er hún búin að greiða 120 þús- und krónur fyrir hlutinn. Per- sónan sem hinkrar aðeins við og leggur tíu þúsund krónur fyrir á mánuði þarf ekki að bíða nema í kannski átta mán- uði til að geta keypt hlutinn. Þetta er vegna þess að hún er að vinna vexti – hún er að fá tekjur á meðan hún er að safna. Hún kaupir hlutinn eftir átta mánuði og eignast hann á undan hinni persónunni sem fór raðgreiðsluleiðina.“ ■ Vítahringur kreditkorta KREDITKORT Sá sem safnar fyrir hlutum í stað þess að kaupa þá á raðgreiðslum eignast þá í raun fyrr. Á ÚTSÖLU „Neyslan hjá fólki er yfirleitt svolítið stjórnlaus og tilviljunarkennd,“ segir Ingólfur. INGÓLFUR H. INGÓLFSSON Ingólfur segir að það sem allir eigi að gera, alveg sama hvort þeir eigi mikið eða lítið, sé að hugsa um útgjöldin. Hann segir að hægt sé að flokka útgjöldin í þrennt: neyslu, afborganir af skuldum og sparnað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.