Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 23. janúar 2003 Kokkteilkeppni: Hámark þrjár áfengistegundir Sænska fyrirtækið Absolut Vodkamun efna til kokkteilkeppni síð- degis þann 20. febrúar. Þar verður leitað að hinum eina sanna íslenska Midnight Sun kokkteil, sem stefnt er á að gera heimsfrægan. Keppnin verður haldin í Sjávarkjallaranum og er opin öllum, bæði áhugafólki og faglærðu. Aðeins þrjár áfengis- tegundir mega vera í kokkteilnum og má hann innihalda allt að 6 cl af áfengi, þar af minnst 3 cl frá Absolut (Absolut Vodka eða bragð- bættum Absolut.) Kokkteillinn á að vera „longdrink“, hann má vera hrist- ur, hrærður eða byggður. Keppendur munu fá aðstöðu til að æfa sig í sérstökum æf- ingabúðum Karls. K. Karlssonar í Reykjavík og á Akureyri en fyrirtækið er með umboð fyrir Absolut Vodka. Vegleg verðlaun eru í boði. Áhugasömum er bent á heimasíðuna www.vin.is þar sem þátttökuskilyrði og keppn- isreglur eru kynntar. ■ Lax með engifer og steiktar kartöflur með spergilkáli Þegar lax er á tilboðsverði erenginn vandi að útbúa glæsi- veislu fyrir lítið verð. Þessi rétt- ur er fljótlegur, einfaldur og svo góður að hann kemur út tárum hjá matnæmu fólki. 4 góðar sneiðar af laxi 500 kr. 2 cm biti af engiferrót 2-3 msk. sojasósa möndluflögur til að dreifa yfir 6 góðar kartöflur 100 kr. 1 stilkur af spergilkáli 125 kr. ólífuolía Setjið ögn af ólífuolíu í botn- inn á eldföstu fati og laxasneið- arnar þar ofan á. Rífið engifer- rótina og setjið yfir laxinn ásamt sojasósunni og dreifið svo möndluflögum yfir allt. Bakið laxinn í 200 gráðu ofni í um 30 mínútur eða þar til hann er fallega brúnaður og laus frá beininu. Kartöflurnar eru þvegnar vel og sneiddar í mjög þunnar sneiðar. Ólífuolía er hit- uð á pönnu og kartöflusneiðarn- ar steiktar á báðum hliðum þar til þær verða gullinbrúnar og girnilegar. Best er að steikja þetta magn af kartöflum í að minnsta kosti tvennu lagi. Þegar allar kartöflurnar hafa verið steiktar, saltið þær þá eftir smekk og setjið aftur á pönnuna ásamt niðurskornu spergilkál- inu. Setjið lokið á pönnuna, hristið hana og slökkvið svo á hellunni eftir mjög stutta stund og látið lokaða pönnuna standa á hellunni í ca. 3 mín. Þá ætti spergilkálið að vera mátulega eldað, mjúkt en samt hæfilega stökkt. Berið fram með grænu salati. Kostnaður: um 800 kr. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.