Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 46
38 23. janúar 2003 FÖSTUDAGUR NIÐURLÚTUR David Beckham gengur af velli eftir brott- rekstur í leik Real Madrid og Valencia á miðvikudag. Fótbolti hvað?hvar?hvenær? 20 21 22 23 24 25 26 JANÚAR Föstudagur Monte Carlo rallið: Loeb talinn sigurstranglegastur RALL „Mig hungrar meira eftir ár- angri en nokkru sinni fyrr og bíð spenntur eftir að komast aftur í bíl- inn,“ sagði Petter Solberg, heims- meistarinn í Ralli, sem hefur titil- vörnina í Mote Carlo í dag. „Ég ætla að bera mig öðruvísi að,“ sagði Solberg. „Ég breyti því áætlunum mínum í fyrstu umferð- unum. Á síðasta ári hefði ég barist um fyrsta sætið frá og með fyrstu sérleið en ég held að það sé ekki besta aðferðin.“ Solberg, sem ekur á Subaru, varð heimsmeistari í fyrsta sinn í fyrra eftir sigur í Wales. Keppnin í Monte Carlo færði honum hins vegar eng- in stig því hann keyrði út af á fimmtu sérleið. Tveir fremstu ökumenn undan- farinna ára verða ekki með í þessari keppni. Richard Burns í Peugeot- liðinu er að jafna sig eftir uppskurð, og Colin McRae vék fyrir yngri manni úr Citroën-liðinu. Solberg hefur fengið nýjan sam- herja, Finnann Mikko Hirvonen, sem ók fyrir Ford-liðið í fyrra. Sol- berg og Hirvonen hlutu svipuð ör- lög í Monte Carlo í fyrra en Finninn dugði þó aðeins lengur og ók út af á níundu sérleið. Sébastien Loeb sigraði í Monte Carlo í fyrra og er talinn sigur- stranglegastur í ár. Citroën átti þrjá fyrstu bílana í Monte Carlo því Col- in McRae varð annar og Carlos Sainz þriðji. Það var upphafið af góðu ári hjá Citroën en liðið sigraði í keppni framleiðenda. Keppninni í Monte Carlo lýkur á sunnudag. Keppendur aka samtals 1.414 kílómetra en sérleiðirnar fimmtán eru samanlagt 386 kíló- metrar. ■ Verðum að setja niður fleiri þrista Keflvíkingar leika við franska félagið Dijon í bikarkeppni Evrópu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.30. Sigri Keflvíkingar leika félögin að nýju í Dijon á miðvikudag. KÖRFUBOLTI „Hraðinn virkaði ágæt- lega en það sem brást helst voru þriggja stiga skotin,“ sagði Guð- jón Skúlason, annar þjálfara Kefl- víkinga um fyrri leikinn gegn franska félagin Dijon í bikar- keppni Evrópu. „Við fengum nokkur opin færi en vorum ekki að setja þá niður. Við vorum að nálgast 100 stigin og hefðum við sett niður þrjá til fjóra þrista hefðum við náð betri úrslitum.“ „Í liði Dijon eru fimm Frakkar, Kanadamaður, tveir Georgíu- menn, Pólverji og Júgóslavi sem spilaði ekkert,“ sagði Guðjón. „Rowan Barrett hefur verið að mig minnir stigahæstur Kanada- manna á þremur síðust stórmót- um, það er að segja HM og Ólympíuleikum. Hann og Steve Nash hafa verið aðalmennirnir.“ Guðjón segir að Georgíu- maðurinn Vakhtang Natsvlishvili hafi einnig verið mjög öflugur. „Hann skoraði, að mig minnir, átta af fyrstu tíu stigum Dijon. Þeir settu upp í kerfi fyrir hann og fékk færi undir körfunni en þegar við breyttum yfir í svæðis- vörn hitti hann verr. Falur hafði séð hann spila en við gerðum ekki sérstakar ráðstafanir gagnvart honum.“ Natsvlishvili skoraði að- eins úr átta af 21 skoti úr teignum. „Svæðisvörnin gekk ágætlega og ég fer yfir hana aftur með strák- unum fyrir leikinn.“ Frakkarnir kvörtuðu undan hörku Keflvíkinga eftir leikinn. „Ég skildi það ekki því þeir voru með stærri leikmenn og sterka leikmenn. En mér fannst dómar- arnir ekki hafa nægilega gott vald á þessu. Einhverjir hefðu fengið að fjúka fyrir að taka leikmann hálstaki eins og Paccelis Mor- lende gerði við Magnús Gunnars- son,“ sagði Guðjón. Morlende var besti maður Dijon í leiknum og skoraði 26 stig. „Hann er góður bakvörður með mikinn sprengi- kraft og tróð tvisvar í leiknum. Barrett náði líka að troða í byrjun leiks.“ Guðjón telur Dijon sterkara lið en Toulon, Madeira og Ovarense en segir Keflvíkinga eiga raun- hæfa möguleika gegn Frökkunum í kvöld. „Ef allir mæta sem vett- lingi geta haldið þá líður strákun- um betur. Við verðum að setja nið- ur fleiri þrista,“ sagði Guðjón. „Já, við erum tilbúnir að fara aft- ur til Dijon,“ sagði Guðjón en ef Keflvíkingar sigra í kvöld leika þeir að nýju í Dijon á miðvikudag. ■ Norðmenn unnu Svía: Langþráður sigur FÓTBOLTI Norðmenn unnu Svía 3-0 á fjögurra þjóða móti í Hong Kong í gær. Leikurinn var frumraun landsliðsþjálfarans Åge Hareide. Norðmenn leika til úrslita á mót- inu við Hondúra á sunnudag. Frode Johnsen, leikmaður Ros- enborgar, skoraði fyrsta mark leiksins skömmu fyrir leikhlé en Håvard Flo, leikmaður Sogndal, bætti tveimur mörkum við í seinni hálfleik. Liðin voru ein- göngu skipuð leikmönnum í félög- um frá Skandinavíu. Norðmenn höfðu ekki unnið Svía síðan 1982 og ekki utan Nor- egs síðan 1951. Þeir höfðu heldur ekki unnið Svía með þriggja marka mun síðan 1932. ■ ■ ■ LEIKIR  19.00 Þróttur og Valur leika í Egils- höll á Reykjavíkurmóti karla í fót- bolta.  20.30 Keflavík keppir við franska félagið JDA Dijon í Keflavík í Bik- arkeppni Evrópu í körfubolta.  21.00 Þróttur Reykjavík mætir Þrótti Neskaupstað í íþróttahúsi Hagaskóla í 1. deild kvenna í blaki.  21.00 Leiknir og KR keppa í Egils- höll á Reykjavíkurmóti karla í fót- bolta. ■ ■ SJÓNVARP  17.00 EM í handbolta á RÚV. Hitað upp og tekið á móti gestum fyrir leik Íslendinga og Ungverja sem hefst klukkan 17.25.  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.30 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  19.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  20.00 Alltaf í boltanum á Sýn.  20.30 Motorworld á Sýn. Kraftmik- ill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  21.00 Supercross (Edison International Field) á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercrossi.  22.00 Mótorsport 2003 á Sýn. Ítar- leg umfjöllun um íslenskar akst- ursíþróttir. Ætlum til Aþenu Magnus Wislander segir að helsta markmið Svía á EM sé að ná sæti á Ólympíuleikunum í sumar. HANDBOLTI „Ég verð stöðugt betri. Álagið hefur stöðugt verið aukið í síðustu fjórum leikjum, frá 20 mín- útum og upp í 60 og nárinn hefur þolað álagið,“ sagði Svíinn Magnus Wislander í viðtali við Kieler Nachrichten í gær. Wislander verð- ur fertugur eftir einn mánuð og gæti EM orðið síðasta stórmót hans. Wislander segir markmið Svía á EM sé það eitt að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í sumar. „Ég er nokkuð spenntur en það er aðeins vegna þess að það kemur ekki ann- að til greina en að ná sæti á Ólymp- íuleikunum í Aþenu. Það er ekki svo mikilvægt fyrir Staffan Olsson eða mig að vera með í Aþenu. Það er mikilvægast að Svíar verði með á Ólympíuleikunum.“ Svíar leik í A-riðli ásamt Rúss- um, Úkraínumönnum og Svisslend- ingum og ættu þeir að verða við- ráðanlegir mótherja. „Við megum ekki gera þá skyssu að álíta mótherjana auðvelda. Á EM verður að taka alla alvarlega. Við þurfum öll stigin með okkur í milliriðla. Svíar hafa titil að verja og eru taldir sigurstranglegastir. „Við hugsum ekki um titilinn. Við hugs- um bara um að komast á Ólympíu- leikana. Það verður nógu erfitt. Það getur jafnvel farið svo að annað sætið dugi ekki.“ Yngri leikmenn hafa á undan- förnum misserum leikið stærra hlutverk í sænska landsliðinu, svo sem Kim Andersson, Joacim Ernstsson og Jonas Larholm. „Við höfum góða blöndu af eldri og yngri leikmönnum. Þeir ungu hafa þegar tekið á sig mikla ábyrgð. Þegar illa gengur vita þeir að hinir eldri eru til taks. Breytingarnar ganga vel fyrir sig. Ég hef alltaf sagt að Svíar verða líka að eiga gott landslið í framtíðinni.“ ■ MAGNUS WISLANDER Er leikjahæstur Svía með 377 landsleiki. KEFLAVÍK Keflvíkingar í leik gegn Madeira í bikar- keppni Evrópu. Keflvíkingar eru ósigraðir á heimavelli í keppninni. HM Í RALLI 2004 Monte Carlo 23. – 25. janúar Svíþjóð 6. – 8. febrúar Mexíkó 12. – 14. mars Nýja Sjáland 16. – 18. apríl Kýpur 14. – 16. maí Grikkland 4. – 6. júní Tyrkland 25. – 27. júní Argentína 16. – 18. júlí Finnland 6. – 8. ágúst Þýskaland 20. – 22. ágúst Japan 3. – 5. september Wales 17. – 19. september Ítalía 1. – 3. október Korsíka 15. – 17. október Spánn 29. – 31. október Ástralía 12. – 14. nóvember PETTER SOLBERG Titilvörnin hefst í Monte Carlo í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.