Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 26
23. janúar 20042 Fjármál heimilanna HÚSNÆÐISKAUP Miklu máli skiptir að gefa sér tíma til að undirbúa fasteignakaupin, leita sér ráðgjafar hjá fagfólki í fasteignaviðskiptum og reyna að finna besta fjármögnunarkostinn. Fjölbreyttir valkostir til húsnæðiskaupa Þegar hugað er að húsnæðis-kaupum er að mörgu að hyggja, en einstaklingar geta nú valið ýms- ar leiðir til að fjármagna slíkt. Hús- bréfalán Íbúðalánasjóðs geta numið 70% af kaupverði íbúða þeg- ar keypt er í fyrsta sinn, en 65% þegar keypt er í annað sinn. Þau eru að hámarki 8 milljónir fyrir notaðar íbúðir og um 9 milljónir fyrir nýjar, en það getur ekki farið yfir 85% af brunabótamati fast- eignarinnar. Þetta eru jafngreiðslu- lán, sem þýðir að greiðslur eru alltaf jafnar, miðað við að verð- trygging sé engin. Þeim sem eru innan ákveðinna tekju- og eigna- marka gefst kostur á svokölluðum viðbótarlánum. Með breytingum á húsnæðis- lánakerfinu sem fyrirhugað er að taki gildi 1. júlí í sumar er stefnt að afnámi húsbréfakerfisins. Í staðinn koma verðtryggð peningalán með breytilegum vöxtum sem fara eftir þeim vaxtakjörum sem í boði eru þegar lánin voru tekin. Bankarnir hafa enn fremur kynnt til sögunnar nýja leið við fjármögnun húsnæðiskaupa. Boðið er upp á lán í erlendri mynt, með töluvert lægri vaxtaprósentu en áður, og eru lánin óverðtryggð að auki. Áhættan sem fylgir þessum lánum er hins vegar sú að lánsupp- hæðin breytist í takt við gengi krónunnar og gætu sveiflur því verið talsverðar. Hægt er að taka 5-40 ára lán í erlendri mynt og get- ur veðsetning numið allt að 80% af sölumati eignarinnar. Sérstakt heimilislán er ein af þeim fjármögnunarleiðum sem eru í boði og fyrir suma gæti það verið spennandi valkostur því afgreiðslu- tími þess er stuttur. Um er að ræða peningalán sem getur numið allt að 10 milljónum króna og er það tryggt með veði í viðkomandi fast- eign, en vegna fyrstu kaupa er há- marksveð 70%. Fjármálafyrirtæki bjóða þeim sem eru í fasteignahugleiðingum upp á fjölbreytta ráðgjöf sem get- ur reynst mjög þýðingarmikil áður en tekist er á við þær fjárhagslegu skuldbindingar sem fylgja íbúða- kaupum. Húsnæðis- og heimilislán Íbúðalánasjóðs og bankanna taka mið af fjárráðum og þörfum við- komandi og það fer meðal annars eftir greiðslumati hvað hentar í þeim efnum. Miklu máli skiptir að gefa sér tíma til að undirbúa fast- eignakaupin, leita sér ráðgjafar hjá fagfólki í fasteignaviðskiptum og reyna að finna besta fjármögn- unarkostinn. Til að lesendur geti glöggvað sig á þessu tökum við dæmi um einstakling sem kaupir 15 milljóna króna fasteign og skoð- um greiðslubyrði hans út frá hús- bréfaláni Íbúðalánasjóðs annars vegar og hins vegar bankaláni í er- lendri mynt. bryndis@frettabladid.is Launareikningurinn: Drátturinn er dýr Yfirdráttur á launareikningi erþægilegt tæki til þess að mæta óvæntum útgjöldum. Gallinn við yfirdráttinn er sá að margir hafa tilhneigingu til þess að færa núllið niður í mörk yfirdráttarins. Sá sem þannig er háttað um upplifir sig ekki sem blankan fyrr en mörkum yfirdráttar er náð. Hvað kosta svo herlegheitin? Uppáhalds viðskiptavinir banka ganga undir heitinu skilvísir skuldarar. Þessi hópur hefur oft ágætar tekjur, en er að jafnaði með háan yfirdrátt. Hálf milljón er ekki óalgeng tala á yfirdrætt- inum. Flestir borga 14 til 15% vexti af yfirdrætti. Árskostnað- urinn af 500 þúsund króna yfir- drætti er því milli 70 og 80 þús- und krónur. ■ Hvað gerir þú til að spara? Fer í mat til mömmu Dagný Jónsdóttir þingkona seg-ist ekki taka neinar meðvitað- ar ákvarðanir hvað varðar sparn- að. „Þegar maður er einn í heimili eru nú ekki margar leiðir til þess. Kannski helst að fara í mat til mömmu,“ segir hún og hlær. „Það er samt meira tímasparnaður en hitt.“ Dagný segist vitaskuld leggja peninga fyrir í banka. „Ég geri það alltaf af því að maður er í ótraustu starfi og veit ekki hvað tekur við. Mér finnst það mjög mikilvægt.“ ■ Húsbréfalán Íbúðalánasjóðs *Lán á 5,1% vöxtum vegna fyrstu kaupa á 15 milljóna fasteign. Til 25 ára Lán 10.500.000 (9,2 millj. í húsbréfum og 1,3 millj. í lausu veðplássi) Afb. á mán. 54.400 Afb. á ári 653.000 Heildargr. á 25 árum 16.322.400 (þar af 9,2 millj. í afborganir og 7,1 millj. í vexti) Til 40 ára Lán 10.500.000 (9,2 millj. í húsbréfum og 1,3 millj. í lausu veðplássi) Afb. á mán 45.000 Afb. á ári 540.000 Heildargr. á 40 árum 21.601.000 (þar af 9,2 millj. í afborganir og 12,3 millj. í vexti) Bankalán til húsnæðiskaupa í erlendri mynt *Gert er ráð fyrir 60% veði í 15 milljóna fasteign. ** Óverðtryggt lán sem ber 4,51% nafnsvexti. (Ath. vextir eru breytilegir) Til 30 ára Lán 9.000.000 Afb. á mán. 59.000 Afb. á ári 708.000 Heildargr. á 30 árum 15.222.840 (þar af 8,6 millj. í afborgarnir og 6,5 í vexti) DAGNÝ JÓNSDÓTTIR Leggur peninga fyrir enda í ótraustu starfi. MIKILL KOSTNAÐUR Árskostnaðurinn af 500 þúsund króna yfir- drætti er milli 70 og 80 þúsund krónur. Það myndi vera Mazda 323árgerð 1980, sem ég fjár- festi í tíu ára gömlum,“ segir Sigurjón Kjartansson dag- skrárgerðarmaður. „Hann var sjálfskiptur með allt of lítilli vél og gekk eins og meðal saumavel. Mér tókst að bræða úr honum í þrígang og þurfti að sjálfsögðu að skipta jafn oft um vél. Ég hefði átt að setja peningana í betri bíl. En svo má ekki gleyma Sögu mann- kyns sem ég lét véla mig í að kaupa. Hún kostaði náttúrlega ekki bara það sem hún kostaði heldur tók lögfræðiinnheimtan aldeilis toll. Ég lét blekkjast af einhverjum snillingnum sem laug því að mér að ég væri að þiggja bókagjöf,“ segir Sigur- jón en þvertekur ekki fyrir að hann gæti fallið fyrir þessu bragði aftur. „Ég keypti líka allar Tinna- spólurnar þegar ég var tvítug- ur, og borgaði fyrir þær um það bil 60.000 krónur þegar upp var staðið. Þetta var svona dæmi, borga 500-kall á mánuði og manni finnst varla taka því að borga það. Það fór auðvitað allt í lög- fræðing og eru væntalega dýr- ustu Tinnaspólur sem sögur fara af. En þær hafa þó nýst mér, því krakkarnir mínir elska þær.“ ■ Verstu kaupin: Dýrustu Tinna- spólur sögunnar SIGURJÓN KJARTANSSON Keypti ómögulega Mözdu og þurfti að skipta þrisvar um vél í henni. Bækur og spól- ur hafa líka reynst honum dýrkeyptar. Bíllinn er mesta þarfaþing ogmargir telja sig ekki geta án hans verið. Þeir eru hins vegar færri sem gera sér fulla grein fyrir því hvað bíllinn kostar. Rekstur á nýjum meðal fjöl- skyldubíl kostar frá 600 þúsund krónum og upp í 1,2 milljónir. Vá! Það þýðir að tekjurnar til þess að reka bílinn þurfa að vera frá 40% upp í 60% hærri til þess að standa undir rekstrin- um, allt eftir því hversu mikil jaðarskattaáhrifin eru. Til þess að vinna fyrir bílnum þurfa menn að þéna frá 850 þúsund krónum upp í tæpar tvær millj- ónir. Þessi kostnaður er sam- kvæmt útreikningum Félags Ís- lenskra bifreiðaeigenda. For- sendur útreikninganna gera ráð fyrir verðrýrnun og kostnaði við fjárbindingu í bílnum. Í tölunum er ekki gert ráð fyrir fjár- magnskostnaði vegna lántöku við bílakaup. Þeir sem auðveldlega geta verið án bíls ættu að hugsa sig tvisvar um. Töluvert marga leigubíla má taka fyrir þessar upphæðir. Fleiri en einn bíll er á mörgum heimilum og eflaust mörgum hollt að skoða hvort þörf sé fyrir bíl númer tvö. Það má nefnilega gera ýmislegt ann- að fyrir það sem sparast við það að losna við að reka eitt stykki bíl. Það er líka svo bráðhollt að ganga. ■ BÍLAR Bílar eru óneitanlega þarfaþing en það kostar skildinginn að reka þá. REKSTUR BIFREIÐAR Verðflokkur (kr.) 1.350.000 1.350.000 1.700.000 1.700.000 2.450.000 2.450.000 Eignarár 5 3 5 3 5 3 Akstur á ári (km) 15000 30000 15000 30000 15000 30000 A: KOSTNAÐUR VEGNA NOTKUNAR Kostnaður á ári 233.840 400.580 262.570 455.140 326.630 553.760 B: TRYGGINGAR. SKATTAR OG SKOÐUN Kostnaður á ári 142.400 142.100 153.600 153.300 164.200 163.900 C: BÍLASTÆÐI OG ÞRIF Kostnaður á ári 21.400 23.500 21.400 23.500 21.400 23.500 D: VERÐRÝRNUN Verðrýrnun/ári (kr) 168.750 209.250 212.500 263.500 306.250 379.750 E: Fjármagnskostnaður Vaxtakostnaður 7% 64.969 72.529 81.813 91.333 117.906 131.626 SAMTALS HEILDARKOSTNAÐUR YFIR 1 ÁR Heildarkostn. á ári 631.359 847.959 731.883 986.773 936.3861.252.536 Heildarkostn. á km 42,09 28,27 48,79 32,89 62,43 41,75 Heimild: Heimasíða Félag íslenskra bifreiðaeigenda Einkabifreiðin og pyngjan: Þarfasti þjónninn kostar sitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.