Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 18
18 23. janúar 2004 FÖSTUDAGUR ■ Ísrael MÓTMÆLI Í PARÍS Starfsfólk sjúkrahúsa í París mótmælti í gær slæmri vinnuaðstöðu og krafðist aukins fjármagns til heilbrigðismála. Til að leggja áherslu á kröfurnar ýttu hjúkkurnar á undan sér hjólastól með beinagrind, sem tákna átti Jacques Chirac Frakklandsforseta. Formaður Vélstjórafélagsins: Eru læknar spítalaverðir? STARFSHEITI „Frá mínum bæjardyr- um séð er þetta nýja starfsheiti al- veg út í hött og segir ekkert til um störfin sem vélfræðingarnir sinna við aflstöðvarnar,“ segir Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands, á heimasíðu félagsins. Hann vísar þar til hugmynda Landsvirkjunar þess efnis að vél- fræðingar á aflstöðvum orkufyrir- tækisins fái starfsheitið stöðvar- vörður. Helgi Laxdal telur að fyrir ókunnuga geti nafnið bent til þess að vélfræðingarnir séu nokkurs konar stöðvarhúsverðir, sem hafi það hlutverk að vakta stöðvarnar með tilliti til mannaferða og fleira. „Það er ekki hlutverk vélfræð- inganna við stöðvarnar. Þeirra hlut- verk er að sjá um rekstur þeirra. Með þeirri einstöku andagift sem Landsvirkjun hefur sýnt í þessu máli er það býsna nærtækt að kalla dómara landsins dómverði, lækn- ana spítalaverði og bankastjórana bankaverði,“ segir Helgi Laxdal. Fulltrúar Landsvirkjunar og Vél- stjórafélagsins þinga í næstu viku og reyna að ná sáttum í málinu. ■ Átthagaást og upplausn Fjölskyldur snúa hver af annarri til fyrri tíma og afskrá sjávarútvegs- fyrirtæki af markaði. Átthagaástin sögð ráða. Fyrirtækin keypt af markaði fyrir brot af upplausnarverði líkt og á Akureyri. Nokkur sjávarútvegsfyrirtækisem teljast til burðarása í sín- um byggðum hafa horfið af verð- bréfamarkaði og stefna á að halda eignarhaldi með sama hætti og áður en fyrirtækin voru skráð á opinber- an markað. Einnig eru dæmi um að heimamenn reyni í örvæntingu að kaupa fyrirtæki sem hafa verið komin að meirihluta í eigu aðkomu- manna. Þar er nærtækt að líta til Tanga hf. á Vopnafirði þar sem heimamenn keyptu hlut Eskju á Eskifirði í fyrirtækinu og náðu þar með forræði yfir eigin fyrirtæki. En kaupin kosta heimamenn um 900 milljónir króna og þeir leita nú log- andi ljósi að fjármagni og meðeig- endum til að geta haldið fyrirtæk- inu í heimabyggð. Seyðfirðingar hafa staðið í sömu spörum. Dverga- steinn, stærsta fyrirtæki þeirra, komst í eigu Skagstrendings og síð- ar Brims. Uppnám varð þegar ákveðið var að loka fyrirtækinu þvert á gefin loforð við samruna. Þar tókst heimamönnum með harm- kvælum að kaupa fyrirtækið aftur. Kvíði og fórnarlömb Óttinn við að ljóti kvótakallinn komi og hrifsi til sín kvóta heima- manna hefur verið áberandi í um- ræðunni undanfarið. Sporin hræða í þeim efnum því Útgerðar- félag Akureyringa, Samherji, Haraldur Böðvarsson hf. og Tjaldur á Rifi, svo einhver séu nefnd, hafa verið dugleg við að höggva í kvóta þorpa og bæja sem ekki hafa haft neinar varnir. Það skondna við allt þetta er að nú virðist byltingin ætla að éta börn- in sín og Akureyringar, Akurnes- ingar og Skagstrendingar, sem verið hafa sannkölluð blómabörn kvótabyltingarinnar, glíma nú við sama kvíðann og fórnarlömb þeirra áður. Óhugur hefur gripið um sig, sérstaklega á Akureyri, við þá tilhugsun að á næstunni verði Útgerðarfélag Akureyringa, stolt bæjarbúa, limað í sundur af fullkomnu miskunnarleysi af feðgunum á Rifi sem eignast hafa ráðandi hlut í félaginu. Vísað er til fortíðar höfuðfeðgans, Guðmund- ar Kristjánssonar, sem Vestfirð- ingar kalla sumir „Guðmund vina- lausa“ í gamni og alvöru eftir að hann limaði í sundur Básafell, óskabarn Vestfirðinga, og færði stóran hluta kvóta fyrirtækisins suður á Snæfellsnes. En Guð- mundi til varnar hafa menn orðið til þess að benda á að Básafell hafi verið dauðsjúkt fyrirtæki sem átti sér enga von. Guðmundi hafi með útsjónarsemi tekist að bjarga verðmætum úr rústum og forða þannig mörgum frá skaða. Aðeins framtíðin getur leitt í ljós hver örlög Útgerðarfélags Akureyringa verða. Þeir sem þekkja til Guðmundar og starfs- hátta hans telja víst að róttækra aðgerða sé að vænta og það fyrsta sem hann geri í rekstrinum verði að skera niður stjórahópinn hjá ÚA og létta þeirri byrði sem fylgi of mörgum silkihúfum. Heimavarnir Eigendur Hraðfrystihúss- ins-Gunnvarar á Ísafirði, langstærsta sjávarútvegs- fyrirtækis Vestfirðinga, tóku nýlega ákvörðun um að taka félagið af verðbréfa- markaði. Fjölskyldurnar sem átt hafa stærstan hluta félagsins töldu farsælla að eign- arhaldið væri í þeirra höndum en að aðkomumenn réðu ferðinni, sem orðið gæti félaginu til skaða. Einar Valur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins, er einn þeirra sem standa að nýju eignarhaldsfélagi sem ætlað er að halda utan um ráðandi hlut í Hrað- frystihúsinu. Hann segir að þau sjónarmið sem liggi að baki því að taka félagið af markaði séu þau að reynslan hafi orðið sú að verð- bréfamarkaðurinn hafi ekki staðið undir væntingum. „Verðbréfamarkaðurinn stóð ekki undir þeim væntingum sem bundnar voru við hann. Markaður- inn þykir ekki endurspegla rétt verð og viðskiptin eru lítil,“ segir Einar Valur. Saga Hraðfrystihússins nær allt aftur til ársins 1941. Seinna sameinaðist félagið Gunnvöru hf. á Ísafirði og Frosta í Súðavík. Hann segir að fjölskyldurnar sem standi að fyrirtækinu hafi einfaldlega ákveðið að snúa aftur til fyrra forms. Þarna sé ekki endilega um að ræða fólk sem búi fyrir vestan heldur að sumu leyti önnur og þriðja kynslóð frá stofnendum sem flutt sé frá Vestfjörðum en vilji félaginu vel. Megintilgangur- inn sé því hagur fyrirtækisins og að halda því í höndum heima- manna sem áður. „Við fögnum því ef aðkomu- menn vilja fjárfesta hérna og höf- um ekki óttast að áhrif þeirra sköðuðu byggðina eða fyrir- tæki. En nú er hugsunin sú að eignarhaldið haldist í eigu heimamanna,“ seg- ir Einar Valur. Gróðafíkn Það sama er uppi á teningn- um hjá fjölskyldufyrirtækinu Guðmundi Runólfssyni hf. á Grundarfirði. Fjölskylda Guð- mundar Runólfssonar ákvað að taka félagið af markaði og ná þannig yfirráðunum heim. Í þeim tilgangi keypti hún 40 pró- senta hlut í félaginu af Hrað- frystihúsinu-Gunnvöru. Fjöl- skyldan á eignarhaldsfélagið GR-útgerð, sem ræður nú 80 prósenta hlut í Guðmundi Run- ólfssyni hf. Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmda- stjóri tekur í sama streng og Einar Valur hvað varðar markað- inn, sem hann telur að hafi brugðist væntingum. „Gróðafíknin, sem lýsir sér í því að ná sem mestum hagnaði á sem skemmstum tíma, skaðar fyrirtækin þegar til lengri tíma er litið. Hugmyndafræði excel- kynslóðarinnar um hagræðingu og sameiningar og að leggja nið- ur sem flest fyrirtæki í kringum landið gengur að okkar mati ekki upp,“ segir Guðmundur Smári. Hann segir að miklu ráði hag- ur Grundarfjarðar og fjölskyld- an hafi viljað forðast að fyrir- tækið lenti í höndum þeirra sem fyrst og fremst hugsuðu um skammtímagróða. „Við vildum ekki að fyrirtæk- ið lenti inni í ferli sem við réðum ekkert við,“ segir Guðmundur Smári. Hann segir að rekstur Guð- mundar Runólfssonar hf. sé með það að leiðarljósi að arð- ur verði af veiðum og vinnslu. Þá sé ekki síður miðað við að starfa í heimabyggð, ótrufl- að af excel-kynslóðinni. Friðarviðræður í Kasmír: Sögulegur fundur NÝJA-DELÍ, AP Leiðtogar aðskilnaðar- sinna í Kasmír áttu langan fund með indverskum stjórnvöldum í gær. Báðir voru sammála um nauð- syn þess að binda enda á blóðug átök í héraðinu. Aðskilnaðarsinnar funda með forsætisráðherra Ind- lands í dag, í fyrsta sinn í sögunni. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem fundarmenn sendu frá sér kom fram að tekið hefði verið fyrsta skrefið í áttina að því að jafna ágreining þeirra. Margir aðskilnað- arsinna eru fyrrum meðlimir her- skárra öfgasamtaka sem hafa neit- að að leggja niður vopn nema ind- verski herinn yfirgefi Kasmír. ■ Peysur 50% afsláttur ÚTSALA áður 5.990 nú 2.990 ÍSRAELAR SKUTU ELLEFU ÁRA DRENG Ellefu ára palestínskur drengur féll fyrir hendi ísr- aelskra hermanna á Gaza-strönd- inni í gær. Að sögn ísraelska hersins hafði drengurinn reynt að laumast yfir landamærin til Ísraels ásamt sex öðrum ungling- um. Tveir aðrir drengir særðust þegar herinn hóf að skjóta að ungmennunum. VERKAMENN MÓTMÆLA Palest- ínskir verkamenn efndu til mót- mæla gegn hertu eftirliti Ísraela við landamærin á Gaza-strönd- inni. Um tíu Palestínumenn særð- ust þegar ísraelskar hersveitir dreifðu táragasi og skutu gúmmí- kúlum að mannfjöldanum. Örygg- isreglur voru hertar eftir að palestínsk kona sprengdi sig í loft upp með þeim afleiðingum að fjórir Ísraelar fórust. LEITAÐ Í HÚSUM Í NABLUS Ísra- elskar hersveitir gengu um mið- borg Nablus á Vesturbakkanum í gær og leituðu í hverju húsi. Talið er að hermennirnir hafi verið að leita að meðlimi Al Aqsa-herdeildanna. HELGI LAXDAL Formaður Vélstjórafélags Íslands segist ósáttur við að vélfræðingar á aflstöðvum Landsvirkjunar fái starfsheitið stöðvarvörður. Allt eins megi þá kalla lækna spítalaverði. FISKUR ÚR SJÓ Miklar eignabreytingar eiga sér stað í sjávar- útvegi. Baráttan um réttinn til að veiða og verka fisk stendur á milli einstaklinga og byggðarlaga. ELVAR AÐALSTEINSSON Kaupir Eskju á sem nemur 3,5 milljörðum króna. Fréttaskýring REYNIR TRAUSTASON ■ skrifar um óttann við að uppkaup á fyrirtækjum raski byggð og flótta fjöl- skyldufyrirtækjanna úr Kauphöllinni. GUÐMUNDUR SMÁRI GUÐ- MUNDSSON Segir aðferðafræði excel-kynslóðarinnar ekki ganga upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.