Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 48
HANDBOLTI Rússar áttu aldrei í erf- iðleikum með Sviss í leik liðanna í Velenje í A-riðli Evrópumótsins í handknattleik í gær. Rússar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik en þeir leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 17-10. Rússarnir voru mörgum klössum fyrir ofan Sviss- lendingana og átti svissneska vörnin sérstaklega í miklum vandræðum með skytturnar Aleksej Rastvortsev og Alexand- er Tuchkin sem fóru mikinn. Yfir- burðir Rússa voru slíkir að Valdimir Maxmov, þjálfari liðs- ins, leyfði varamönnum sínum að spila stóran hluta síðari hálfleiks. Vitaly Ivanov, Aleksej Rastvort- sev og Alexander Tuchkin voru markahæstir hjá Rússum með sex mörk hver, Eduard Koksharov skoraði fimm mörk, Mikhail Chip- urin var með fjögur mörk og Artem Gritsenko skoraði eitt mark. Alexei Kostygov varði ell- efu skot og gamla brýnið Andrey Lavrov varði sjö skot í marki Rússa. Robert Kostadinovich skoraði fimm mörk fyrir Sviss, Marco Kurth og Thomas Furer skoruðu þrjú mörk hvor, Manuel Liniger, Iwan Ursic og Martin Stettler skoruðu tvö mörk hver og þeir Urs Schärer, Carlos Lima og Thomas Gautschi skoruðu eitt mark hver. Christian Meisterhans varði átta skot og Antoine Ebinger varði fjögur skot í marki Sviss. ■ 40 23. janúar 2003 FÖSTUDAGUR SCHUMACHER Michael bíður átekta fyrir æfingu á Mont Melo brautinni skammt utan Barcelona. Formúla HANDBOLTI Frakkar lögðu Pólverja, 29-25, í fyrsta leik D-riðils á Evr- ópumótinu í Koper í Slóveníu í gær. Sigurinn var þó líkastur erf- iðri fæðingu því að Pólverjar höfðu yfirhöndina mestallan leik- inn og leiddu meðal annars, 16-14, í hálfleik eftir að hafa leitt með fimm mörkum á tímabili í fyrri hálfleik. Frakkar girtu sig þó í brók í síðari hálfleik, jöfnuðu met- in um miðjan hálfleikinn og höfðu sig fram úr á lokasprettinum. Gregory Anquetil var marka- hæstur hjá Frökkum með sex mörk, Jerome Fernandez skoraði fimm mörk, Bertrand Gille var með fjögur mörk, Nikola Karabat- ic, Andrej Golic og Cedric Burdet skoruðu þrjú mörk hver og þeir Didier Dinart, Gauillaume Gille, Christophe Kempe, Joel Abati og Patrick Cazal skoruðu eitt mark hver. Thierry Omeyer varði tíu skot í marki Frakka. Stórskyttan Karol Bielecki, sem gengur til liðs við Magdeburg á næsta tímabili, var atkvæðamestur hjá Pólverj- um með sjö mörk, Marcin Lijewski skoraði fimm mörk. Grzegorz Tkaczyk var með fjögur mörk, Adam Wisniewski skoraði þrjú mörk, Leszek Starczan skor- aði tvö mörk og þeir Tomasz Paluch, Dawid Nilsson, Robert lis og Mariusz Jurasik voru með eitt mark hver. Slawomir Szmal varði tólf skot í marki Pólverja. ■ HANDBOLTI Heimsmeistarar Króata sigruðu Spánverja með dramatískum hætti í fyrstu um- ferð lokakeppni Evrópumótsins í gær. Ivano Balic, leikstjórnandi Króata, skoraði sigurmarkið beint úr aukakasti eftir að leik- tíminn rann út. Spánverjar voru ekki sáttir við markið og töldu að Balic hafi tekið eitt skref þegar hann tók aukakastið og markið því ekki löglegt. Jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínúturnar en þá skor- uðu Spánverjar fimm mörk í röð og breytt stöðunni úr 5-5 í 9-5. Króatar sóttu í sig veðrið og náðu að minnka muninn í 14-13 með marki Blazenko Lackovic þegar fjórar mínútur voru til leikhlés. Spánverjar svöruðu með þremur mörkum en Króatinn Slavko Goluza skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og var staðan 17-14 hléi. Króatar náðu að jafna þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik, 20-20, og Blazenko Lackovic kom þeim yfir í 25-24 þegar um tíu mínútur voru eftir. Miklu munaði um framgöngu Valter Matosevic sem varði mun betur í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Jon Belaustegui jafnaði, 25-25, í næstu sókn en hann var at- kvæðamestur Spánverja í leikn- um með ellefu mörk. Á fyrstu tuttugu mínútum seinni hálf- leiks skoraði hann sex af átta mörkum Spánverja. Petar Metlicic og Niksa Kaleb skoruðu næstu tvö mörk fyrir Króata en Dem- etrio Lozano og Alberto Entrerrios jöfnuðu fyrir Spán- verja. Þá voru þrjár mínútur eftir og staðan 27-27. Króat- arnir náðu tvisvar forystu en Ivan Garcia jafnaði fyrir Spánverja þegar sextán sek- úndur voru eftir. Króatar fengu síðan aukakast þegar tíminn rann út og skoraði Balic sigurmarkið. Petar Metlicic skoraði átta mörk fyrir Króata, Ivano Balic sex, Renato Sulic og Slavko Goluza fjögur hvor, Blazenko Lackovic og Tonci Valcic þrjú hvor og Niksa Kaleb 2. Jon Belaustegui skoraði ell- efu af mörkum Spánverja, Ivan Garcia og Alberto Entrerrios fimm mörk hvor, Fernando Hernandez og Raul Entrerrios tvö mörk hvor en Carlos Prieto, Demetrio Loza- no, Ruben Garabaya og Ivan Perez eitt mark hver. ■ Jóhann B. Guðmundsson Á leið til Örgryte FÓTBOLTI Flest bendir til þess að Jó- hann B. Guðmundsson gangi til liðs við sænska liðið Örgryte á næstu dögum. Jóhann B. fékk til- boð frá sænska liðinu í gær og sendi þeim gagntilboð hið snaras- ta. Hann sagði í samtali við DV Sport í gær að það bæri ekki mik- ið á milli og að hann ætti ekki von á öðru en að gengið yrði frá samn- ingum fljótlega á milli hans og sænska liðsins og Ólafur Garðars- son, umboðsmaður hans, var sama sinnis. „Ég er búinn að fá tilboð en mér fannst það ekki alveg nógu gott. Þeir vilja semja við mig til þriggja ára en mér finnst nóg að vera þarna í tvö ár til að byrja með auk þess sem ég ætla ekki að fara til Svíþjóðar fyrir smáaura. Það ber hins vegar ekkert sér- staklega mikið á milli og ég á ekki von á öðru en að við náum saman á næstu dögum – annað kæmi mér mjög á óvart,“ sagði Jóhann B. Guðmundsson í samtali við DV Sport í gær. Hann sagði jafnframt að Ör- gryte, sem hafnaði í fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síð- asta tímabili væri mjög spennandi kostur. „Þetta virðist vera mjög gott félag og þótt það séu kannski ekki alveg jafnmiklir peningar í spil- inu í Svíþjóð og í Noregi þá held ég að ég sé betur staddur knatt- spyrnulega þarna. Sænska deildin er spennandi og væntanlega skemmtilegri því að þar er í það minnsta möguleiki á því að verða meistari. Í Noregi ber Rosenborg ægishjálm yfir önnur lið og það er eiginlega ekki að neinu öðru en öðru sætinu að stefna fyrir önnur lið,“ sagði Jóhann. ■ Hinn leikurinn í riðli Íslands á EM: Auðvelt hjá Ungverjum HANDBOLTI Ungverjar byrjuðu EM með látum í Celje er þeir gengu frá Tékkum, 30-25, í fjörugum leik. Ungverjar höfðu yfirburði í leiknum allt frá fyrstu mínútu og leiknum var nánast lokið í hálfleik er staðan var 17-10 fyrir Ung- verja. Þeir gátu því leyft sér að slaka á í síðari hálfleik. Hvíldu lykilmenn og létu óreyndari leik- menn spila. Tékkar gerðu smá áhlaup í restina en það dugði lítið og sigur Ungverja var sanngjarn og verðskuldaður. Tékkar virkuðu ekki sannfærandi í leiknum. Þeir spiluðu mjög aggressíva, en gloppótta vörn og sóknin var mjög tilviljanakennd. Lið þeirra er óreynt og sagði þjálfari þeirra í leikslok að þeir yrðu að halda áfram að berjast og vona það besta. Það væri það eina sem þeir gætu gert. Ungverjar aftur á móti spiluðu fína 3-2-1 vörn og sóknar- leikur þeirra var mun markviss- ari en hjá Tékkum. Vörnin var reyndar ótrúlega góð miðað við að í henni voru menn vel yfir 100 kr. Einn 125 kg, annar 118 og svo einn „léttur“ sem er aðeins 115. Hraðaupphlaup þeirra voru mjög öflug þar sem Istvan Pasztor fór mikinn og hann er maður sem þarf að hafa góðar gætur á í kvöld rétt eins og Laszlo Nagy sem gat leyft sér að hvíla í 40 mínútur í gær þar sem Ung- verjar höfðu öll tök í leiknum. Áðurnefndur Pasztor var markahæstur hjá Ungverjum með átta mörk, Daniel Buday sko- raði sex mörk, Tamas Mocsai, Ivo Diaz og Laszlo Nagy skoruðu þrjú mörk hver, Gergö Ivancsik og Balazs Kertezs skoruðu tvö mörk hvor og Gabor Csaszar, Richard Mezei og Miklos Rosta skoruðu eitt mark hver. Janos Szatmari varði sautján skot í marki Ungverja. David Juricek var markahæs- tur með sjö mörk, Daniel Kubes og Alexandr Radcenko skoruðu fjögur mörk hvor, Filip Jicha og Jan Filip skoruðu þrjú mörk hvor og Petr Hruby og Jaroslav Zemenek skoruðu tvö mörk hvor. Martin Galia varði átján skot í marki Tékka. Laszlo Skaliczky, þjálfari Ungverja, vildi ekkert tjá sig um leikinn gegn Íslendingum eftir leikinn í gærkvöldi. ■ Celje, Slóveníu HENRY BIRGIR GUNNARSSON ■ skrifar um EM í handbolta. BOLTI Á MILLI MANNA Svisslendingurinn Iwan Ursic reynir hér að senda boltann fram hjá Rússanum Vitaly Ivanov í leik liðanna í Velenje í gær. A-riðill Evrópumótsins í handknattleik: Lauflétt hjá Rússum D-riðill Evrópumótsins í handknattleik: Erfið fæðing hjá Frökkum JEROME FERNANDEZ Franska stórskyttan Jerome Fernandez, sem skoraði fimm mörk í leiknum sést hér í baráttu við tvo pólska varnarmenn. Dramatískur sigur Króata Ivano Balic skoraði sigurmark Króata beint úr aukakasti eftir að leiktíminn rann út. KRÓATÍA - SPÁNN Spánverjinn Alberto Entrerrios sækir að vörn Króata.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.