Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 31
23. janúar 2004 Fjármál heimilanna 7 Það er gaman að eyða peningum en það er líka gaman að spara Sá sem gerir hvort tveggja hefur tvöfalda ánægju af peningunum.. FjÁRMÁL HEIMILANNA . . . . - Ný hugsun í heimilisrekstri " Auka frjálsar ráðstöfunartekjur heimilisins " Greiða hratt niður skuldir " Fjárfesta í sparnaði óháð skuldastöðu " Meta áhrif viðhorfa og hegðunar á fjármálin Námskeið þar sem kennt verður að: Námskeiðsgögn, 12 mánaða frí áskrift að heimilisbókhaldi og veltukerfi sem er fljótvirk aðferð til að greiða niður skuldir. Aðgangur að læstri spjallrás um fjármál heimilisins og upprifjunarnámskeið eftir sex mánuði. Innifalið í námskeiðinu er: Skoðaðu heimasíðuna www.fjarmalafrelsi.is Það borgar sig ! ÞúÞúátt nóg af peningum. Finndu þá! Akureyri 9. og 10. feb. Skráning: www.simey.is eða 460 5720 Reykjavík 17. og 19. feb. Skráning: www.fjarmalafrelsi.is eða 587 2580 Vestmannaeyjar 20. og 21. feb. Skráning: www.viska.eyjar.is eða 481 1950 Leiðbeinandi: Ingólfur H. Ingólfsson, félagsfræðingur Vitlausustu kaupin: Jólakúlur fyrir öll Norðurlöndin Það var klárlega þegar égkeypti 40 feta gám fullan af rússneskum jólakúlum. Nokkur hundruð þúsund stykki. Það var dálítið galið,“ segir Helga Thor- berg, verslunarkona í Blómálfin- um á Vesturgötunni, og þarf ekki einu sinni að hugsa sig um þegar hún er spurð hvað séu vitlausustu kaup sem hún hafi gert á ævinni. Þetta var á árunum upp úr 1990 og hún kveðst ekki einu sinni hafa verið með verslun þá. „En ég var með jólamarkað í Hlaðvarpanum og kúlurnar voru svo ódýrar auk þess að vera dásamlega fallegar. Þetta voru alger reyfarakaup! Magnið hefði hins vegar nægt fyrir öll Norðurlöndin. Maður á alltaf að hugsa um norræna sam- vinnu, er það ekki?“ En viti menn. Helga segir allar kúlurnar búnar núna. „Fólk er að koma til mín með tár í augum og spyrja hvort það leynist ekki einn kassi einhvers staðar af þessu yndislegu rússnesku kúlum. Þetta var svo fallegt.“ ■ Fjármálakennsla fyrir unglinga: Ekki sjálfsagt að biðja um uppáskrift Við förum yfir notkun debet-korta, kreditkorta, sparnað, eyðslu, undirskriftir, fjárfest- ingar og hvað er að vera ábyrgð- armaður,“ segir Hulda Stein- grímsdóttir, viðskiptafræðingur hjá Lánstrausti, sem stendur fyrir fjármálanámskeiði fyrir tíunda bekk ásamt Ásdísi Krist- jánsdóttur. Hulda segir þær stöllur hafa farið af stað með námskeiðið í ljósi þess að fjöldi ungs fólks sé á vanskilaskrá. Þær útbjuggu námsefni og hlaut verkefnið til þess styrki frá bankastofnun- um. Á námskeiðunum er útskýrt fyrir unglingunum hvað felst í fjárhagslegum skuldbindingum og hvað þær hafa í för með sér. Þá er þeim gerð grein fyrir því að skuldbindingar verði að miða út frá launum eftir skatt. Hulda segir innihald nám- skeiðsins yfirleitt koma flatt upp á unglingana. Það sem komi mest á óvart sé að hægt sé að fara yfir á debetkortinu og kostnaðurinn sem af því hlýst. Einnig undrast þau hversu fljótt reikningur er sendur til lög- fræðings og hversu fljótt upp- hæðin margfaldast sé hann ekki greiddur á réttum tíma. „Það kemur mörgum á óvart að ábyrgðarmenn þurfi að borga ef lántaki gerir það ekki. Ung- lingar í dag geta orðið ábyrgðar- menn 18 ára gamlir og er nauð- synlegt að gera þeim grein fyrir því í hverju þessi ábyrgð felst. Þá brýnum við fyrir þeim að ekki sé sjálfgefið að biðja fólk um að vera ábyrgðarmenn.“ ■ HELGA THORBERG Gerði reyfarakaup – en magnið var mikið. HULDA STEINGRÍMSDÓTTIR OG ÁSDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR Hulda og Ásdís fara á milli skóla með fjármálakennslu fyrir tíundubekkinga. Ástæðuna segja þær vera fjölgun ungs fólks á vanskilaskrá. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.