Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 14
14 23. janúar 2004 FÖSTUDAGUR ■ Evrópa MATVÆLI FYRIR FLÓTTAMENN Flugvél Sameinuðu þjóðanna lætur kassa fulla af matvælum falla til jarðar í Suður- Súdan. Matvælin eiga að hjálpa flótta- mönnum sem eru í búðum í þorpinu Mayiendit. Borgarastríð hefur geisað á svæðinu í tvo áratugi. Fyrrverandi skipstjóri Guðbjargar ÍS: Handtakið er léttvægt í dag SJÁVARÚTVEGSMÁL „Það er ýmislegt handsalað án þess að hugur fylgi máli. Mér hefur fundist handtakið léttvægt síðan ný kynslóð útgerðar- manna kom upp,“ segir Guðbjartur Ásgeirsson, fyrrverandi skipstjóri Guðbjargar ÍS, um loforð og efndir í sjávarútvegi. Guðbjartur var skipstjóri á Guð- björgu um árabil og fylgdi skipinu þegar það komst í eigu Samherja við sameininguna við útgerð skips- ins, Hrönn hf. árið 1996. Réttlætingin fyrir þeirri samein- ingu var að Þorsteinn Már Bald- vinsson, forstjóri Samherja, lýsti því yfir að Guggan yrði áfram gul og gerð út frá Ísafirði. Sú varð ekki reyndin og var skipinu flaggað út til Þýskalands, nokkrum mánuðum eft- ir sameininguna. Seinna hefur Þor- steinn Már lýst því yfir að hann vilji ekki lifa stöðugt með þessum um- mælum. Guðbjartur, sem hætti á skipinu þremur árum eftir samein- inguna og stundar nú sjó á línubáti frá Ísafirði, segir að menn verði að standa við orð sín. „Það var ekki staðið við þessar yfirlýsingar,“ segir Guðbjartur sem ekki segist hafa áttað sig á því hvað vakti fyrir Samherja með kaupum á Guðbjörgu. Hann segist aldrei hafa haft mikla trú á kvótakerfinu og reynsla sín hafi í engu breytt skoðun sinni. „Sú trú mín jókst ekki eftir sam- einingu Hrannar og Samherja. ■ Enginn grætur þorp án kvóta Kristinn Pétursson á Bakkafirði sér ekkert óeðlilegt við að Akureyring- ar skili kvótanum í þorpin aftur. Hann segir þriðjung kvóta Bakkfirðinga vera til sölu án þess að stjórnmálamenn hafi áhyggjur. SJÁVARÚTVEGSMÁL „Kvótinn er að færast af þessum stöðum vegna þess að bankarnir vilja ekki lána inn á litlu staðina,“ segir Kristinn Pét- ursson, framkvæmdastjóri sjávar- útvegsfyrirtækisins Gunnólfs hf. á Bakkafirði, um þá nauðvörn sem hann segir smærri staði á lands- byggðinni standa í þegar viðskipti með kvóta eru annars vegar. Kristinn segir að þriðjungur af kvóta Bakkfirðinga, sem alls er tæp 1000 tonn, hafi verið til sölu um nokkurra mánaða skeið án þess að stjórnmálamenn hefðu af því neinar áhyggjur. Kristinn bendir á að kvóti á Bakkafirði hafi á nokkrum árum hrunið úr 2.500 tonnum og stefni í að verða 600 tonn. Síðan ætli allt um koll að keyra þeg- ar sá hugsanlegi möguleiki komi upp að kvóti verði seldur frá Akureyri. „Það hefur ekki þótt gera neitt til þótt kvóti hafi verið seldur frá Raufarhöfn, Þórshöfn eða Bakkafirði en svo má kvótinn alls ekki fara frá Akureyri til baka í þorpin. Þetta er eins og að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri. Það grætur enginn kvótalaust þorp,“ segir Kristinn. Hann segir að allir stjórnmála- menn séu þessu marki brenndir enda séu fingraför allra flokka á kvótakerfinu. „Ef það má selja kvóta úr litlu byggðarlögunum á svokölluðu upp- lausnarvirði til Akureyrar eða ann- að og loka þannig fyrirtækjum þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að það gerist á hinn veg- inn og kvótinn verði seldur á sömu kjörum frá Akureyri. Nú er hægt að leysa Út- gerðarfélag Akur- eyringa upp og selja það fyrir sex milljörðum krón- um meira en Brim seldi það á. Þá gætum við fengið kvótann til baka en Akureyringar gætu sótt um byggðarkvóta,“ segir Kristinn. Hann segir að sú bábilja hafi verið uppi að einungis stórfyrirtæki í sjávarútvegi gætu gefið viðunandi arð. „Það er tiltrú manna en alls ekki staðreynd að hagkvæmt sé að eyða öllum litlum einingum í sjávar- útvegi. Þetta er byggt á miklum ranghugmyndum. Litlu aðilarnir fara mjög vel með eins og sjá má af því að smábátar spara mikla orku. Hjá Gunnólfi erum við að framleiða lúxusvöru sem seld er á rándýrum mörkuðum. En við rétt skrimtum vegna samkeppnisstöðu gagnvart þessu umhverfi og bönkunum. Af- leiðingin er sú að kvótinn sogast frá litlu stöðunum. Bankarnir hafa þan- nig lánað inn á stóru staðina til að eyða þeim litlu. Þetta er tíðarandinn án þess þó að vera rökstuddur,“ seg- ir Kristinn. Hann bendir á þá nauðvörn sem Vopnfirðingar standa nú í þar sem þeir eru að reyna að halda Tanga hf. í heimabyggð og leita logandi ljósi að milljarði króna svo það verði hægt. „Mér finnst þetta vera stærsta löglega fjárkúgun sem átt hefur sér stað hérlendis. Menn eru settir í þá stöðu nauðugir að annaðhvort kaupi þeir fyrirtæki sín á yfirverði eða verði afmáðir ella,“ segir Kristinn Pétursson. rt@frettabladid.is YELTSIN FÉKK FIMM HJARTA- ÁFÖLL Boris Yeltsin, fyrrum Rússlandsforseti, hefur viður- kennt að hafa fimm sinnum feng- ið hjartaáfall meðan hann var í embætti. Það sé skýringin á því af hverju hann þurfti stundum að draga sig í hlé þegar mikið lá við, sérstaklega eftir að hann var endurkjörinn árið 1996. Oftast var hann sagður með flensu eða upptekinn við pappírsvinnu. SKEGG LÍKA BANNAÐ Luc Ferry, menntamálaráðherra Frakklands, segir að fyrirhugað bann á áber- andi trúartáknum í ríkisreknum skólum landsins gæti einnig náð til skeggs sem karlmenn hafi safnað af trúarástæðum. Ferry sagði að bannið, sem kæmi til umræði í þinginu í næsta mánuði, varðaði öll trúarbrögð en ekki bara múslima. „Mér finnst þetta vera stærsta lög- lega fjárkúg- un sem átt hefur sér stað hérlendis. MAGNÚS GUÐMUNDSSON Bjargaði barni og var valinn Vestfirðingur ársins. Vestfirðingur ársins valinn: Bjargvættur- inn maður ársins AFREK Magnús Kristján Guð- mundsson, sjómaður á Flateyri, er að mati fréttavefjarins bb.is Vest- firðingur ársins. Magnús vann það afrek að morgni aðfangadags að bjarga dreng á öðru ári, Ró- berti Mána Hafberg, frá drukkn- um í sundlauginni á Flateyri. Magnús sá drenginn þar sem hann var lífvana á botni laugarinnar. Lífgunartilraunir höfðu borið ár- angur þegar sjúkraflutningsmenn komu á staðinn. Róbert Máni var sendur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann bragg- aðist fljótt. Magnús fékk í tilefni útnefningarinnar farandgrip sem smíðaður er af Dýrfinnu Torfa- dóttur, gullsmið í Gullauga á Ísa- firði. Í öðru sæti var Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður Framsóknarflokks, sem þykir hafa staðið dyggan vörð um hags- muni Vestfirðinga. ■ Demantaþjófar áfrýja: Dómarinn sofnaði LUNDÚNIR, AP Breskur dómari hef- ur viðurkennt að hafa dottað á meðan fluttar voru lokaræður í réttarhöldum yfir þremur mönn- um sem ákærður voru fyrir að skipuleggja demantarán. Dómar- inn neitar því þó staðfastlega að hann hafi hrotið kröftuglega. Mennirnir þrír voru dæmdir í fimmtán og átján ára fangelsi fyr- ir að leggja á ráðin um rán á demöntum að verðmæti um 4,2 milljónir íslenskra króna árið 2000. Tveir þeirra hafa nú áfrýjað dómnum, meðal annars á þeim forsendum að dómarinn hefði sofnað í miðjum réttarhöldunum, mikilvægar upplýsingar hefðu farið fram hjá honum og hann hefði truflað kviðdómendur. ■ Fjársvik fasteignasala: Þingfestingu frestað DÓMSMÁL Þingfestingu, sem átti að vera í gær, í máli eiganda Fast- eignasölunnar Holts, var frestað til 3. febrúar vegna persónulegra ástæðna ákærða. Hann er ákærð- ur fyrir stórfelld fjársvik og fleiri brot, samtals upp á 160 milljónir króna. Eigandinn gekk á fund efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra, í októberlok árið 2002 og játaði að hafa dregið sér tugi milljóna króna frá viðskiptavin- um sínum. Þá hafði rekstur fast- eignasölunnar verið stöðvaður og húsið innsiglað. ■ Misheppnað ráð: Kastaði kökum í ræningjann ÞÝSKALAND Afgreiðslukona í bak- aríi í bænum Wetzlar í Þýskalandi greip til brauða og bakkelsis þeg- ar grímuklæddur ræningi vopn- aður hnífi birtist framan við búð- arborðið hjá henni í fyrradag og heimtaði peningana úr kassanum. Að sögn lögreglunnar sýndi konan, sem er 47 ára, mikið hug- rekki og endaði kökukastið með því að þjófurinn lagði á flótta út- ataður í rjóma og sultu. Að sögn konunnar náði þjófur- inn, sem enn gengur laus, að grípa veskið hennar með sér en í því hefði verið lítið af fjármunum, að- eins nokkrar evrur. „Ég gleymdi mér rétt aðeins í látunum og þess vegna náði hann veskinu,“ sagði konan. ■ Ísraelski forsætisráðherrann í kröppum dansi: Sharon ætlar ekki að segja af sér JERÚSALEM, AP „Ég ætla ekki að segja af mér,“ segir Ariel Sharon, forsæt- isráðherra Ísrael. Andstæðingar Sharons eru á þeirri skoðun að hon- um beri að láta af embætti vegna ásakana um spillingu en hugsanlegt er að hann verði ákærður fyrir að þiggja mútur. „Ég er upptekinn við að sinna vinnunni frá morgni til kvölds og ég hef ekki hugsað mér að verja tíma í mál sem eru í rannsókn,“ sagði Shar- on í viðtali við ísraelska dagblaðið Yediot Ahronot. Embættismenn hjá ísraelska dómsmálaráðuneytinu segja að á næstu vikum eða mánuð- um verði tekin ákvörðun um það hvort gefnar verði út ákærur á hendur Sharon fyrir að þiggja sem svarar um 50 milljónum íslenskra króna frá ísraelskum kaupsýslu- manni vegna byggingarfram- kvæmda í Grikklandi. Samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í Yediot eru 49% ísraelsku þjóðarinnar á þeirri skoðun að Shar- on beri að segja af sér eða láta tíma- bundið af embætti en 38% vilja að hann sitji áfram. „Hann mun berjast til síðasta manns,“ sagði stjórnmála- skýrandi hjá ísraelska ríkisútvarp- inu. ■ GUÐBJÖRG ÍS Var ekki lengi gul eftir sameininguna. GUÐBJARTUR ÁSGEIRSSON Starf hans hjá Samherja jók ekki tiltrúna á kvótakerfið. ARIEL SHARON Dómstólar í Ísrael hafa gefið út ákærur á hendur ísraelska kaupsýslumanninum David Appel fyrir að reyna að múta Ariel Sharon þegar hann gegndi embætti utanríkisráðherra. BAKKAFJÖRÐUR Þriðjungur kvóta heimamanna til sölu og stjórnmálamönnum stendur að sögn á sama. KRISTINN PÉTURSSON Segir tíðarandann vera þann að ein- ungis stórar ein- ingar í sjávarútvegi gefi nægan arð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.