Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 51
ráðsson heldur upp fjörinu á Krúsinni Ísafirði. Frítt inn.  23.59 Gullfoss og Geysir sjá um stuðið á Vegamótum í kvöld.  23.59 Substance kvöld á Dátan- um, Akureyri. Framsæknu plötuspilar- arnir DJ Rikki og DJ Skari spila eitraða hústóna fram eftir kvöldi. Frítt inn.  DJ Benni á Hverfisbarnum.  Síkáta stuðhljómsveitin „Íslands eina von”, með Eyjólf Kristjánsson í broddi fylkingar, leikur á Græna hattin- um á Akureyri.  Atli skemmtanalögga á Felix.  breakbeat.is gerir endanlega upp árið 2003 með birtingu árslista á út- varpsstöðinni X-inu og skemmtistaðnum Kapital.  Hin ástsæla gleðisveit Gilitrutt leikur á Kaffi Krók á Sauðarkróki.  Hljómsveitin 3-some spilar á Celtic Cross. FÖSTUDAGUR 23. janúar 2003 ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ HÖRÐUR ÁSKELSSON Eiginlega þykir mér ekkert jafnskemmtilegt og áhugavert og leikhús,“ segir Hörður Áskelsson, organisti í Hallgrímskirkju. „Samt fer ég ótrúlega sjaldan í leikhús, en nýlega sá ég samt Sporvagninn Girnd í Borgarleik- húsinu og það er alveg hreint frá- bær sýning. Maður fer að vísu ekkert kátur heim. Maður fer upphristur. Þetta er bæði mjög umhugsunarvert inntak og ég á varla til nógu sterk orð til að dást að leikurunum.“ Best íleikhúsinu 43  Sigga Beinteins, Grétar Örvars & Co skemmta á Players í Kópavogi.  Sólarkaffi Ísfirðinga verður í súlna- sal Hótel Sögu. Ýmislegt verður til skemmtunar, m.a. hljómsveitirnar Heiðursmenn og Kolbrún, Hljómsveit Rúnars Þórs og South river band.  Baddi Rugl verður með dans-partí- djamm í Leikhúskjallaranum.  Sváfnir Sigurðsson spilar á Catal- inu. Aðgangur ókeypis.  DJ Þröstur 3000 verður í feikna fjöri á Sólon og spilar músik langt fram eftir nóttu.  Spilafíklarnir á Dubliner.  Þór Bæring á Glaumbar. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Nú um helgina lýkur tveimursýningum á Kjarvalsstöðum. Annars vegar er um að ræða af- mælissýningu Kjarvalsstaða, þar sem stiklað er á stóru í 30 ára sögu sýningarhalds á Kjarvals- stöðum. Meðal annars er þar fjallað um deilur sem komið hafa upp um rekstur, stjórnun og sýn- ingarstefnu safnsins. Hin sýningin er farandsýning- in Ferðafuða, sem hófst í Slunka- ríki á Ísafirði haustið 2001 og hef- ur síðan ferðast hringinn í kring- um landið með viðkomu á Akur- eyri, Seyðisfirði og Vestmanna- eyjum. Hringferðinni lýkur nú á Kjarvalsstöðum, sem er fimmti viðkomustaðurinn. Ferðafuða þýðir hringja eða sylgja, eða það sem lokar hringn- um, og var þetta orð valið sem yfirskrift sýningarinnar þar sem það felur í sér þetta ferðalag hringinn í kringum landið. Á hverjum stað hafa fleiri listamenn bæst í hópinn, og á Kjarvalsstöðum eru þátttakendur í sýningunni orðnir á annað hund- rað talsins. Allir listamennirnir sýna þar míníatúra, smámuni af ýmsu tagi. ■ Ferðafuða kveður FRÁ SÝNINGUNNI FERÐAFUÐU Sýningunni lýkur á Kjarvalsstöðum um helgina, eftir rúmlega tveggja ára ferðalag um landið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.