Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 20
Ein spurning vaknar vegna yfirvof-andi uppsagna á Landspítalanum: Hvaða eigandi fyrirtækis annar en ríkisvaldið myndi standa að jafn við- kvæmum málum með þessum hætti? Fyrst er yfirlýsingum um yfirvofandi uppsagnir varpað á starfsmenn. Ekk- ert er gert til að draga úr ótta fólks við atvinnumissi heldur þvert á móti getur það fylgst með því frá degi til dags hvernig umræðan um uppsagnir flyst á milli deilda. Einn daginn er rætt um uppsagnir á geðdeildunum, þann næsta á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana og þann þriðja er spáð og spekúlerað í áhrifum upp- sagna á einhverri allt annari deild. Og línur eru síður en svo að skýrast. Lík- lega mun það ekki koma í ljós fyrr en um mánaðamótin hvaða starfsmenn Landspítalans missa vinnuna. Undan- farnar vikur og fram að mánaðamót- um hafa hins vegar allir starfsmenn spítalans verið skildir eftir í óvissu um atvinnu sína. Auðvitað eru eigendur fyrirtækja misjafnir og þess þekkjast dæmi að þeir hafi verið einkar tillitslausir gagnvart starfsfólki sínu. En ég efast um að nokkrum fyrirtækjaeiganda dytti í hug að standa eins illa að mál- um og ríkisvaldinu í þessu tilfelli. Hver sá sem hefur mætt í einn tíma í stjórnunarfræðum eða lesið aftan á eina bók í þeim fræðum gæti leiðbeint eiganda Landspítalans og bent honum á að svona gera menn ekki. Eigendur fyrirtækja efna ekki til ófriðar við starfsfólk sitt og reyna að láta sárs- aukafullar ráðstafanir ganga fljótt yfir. Það er aðeins skaðvænlegt að láta slíkar aðgerðir hanga yfir hausa- mótum starfsmannanna vikum sam- an. Það má líka velta fyrir sér afstöðu yfirmanna Landspítalans og sam- vinnu þeirra við eiganda fyrirtækis- ins og starfsmenn. Mér virðist sem yfirmennirnir líti á það sem sitt meg- inhlutverk að vernda starfsemina fyr- ir eigandanum. Eigandinn vill knýja fram hagræðingu og sparnað en yfir- mennirnir reyna að grafa undan þeirri ákvörðun með því að ýkja af- leiðingar hennar sem mest. Nú má það vel vera að ákvörðun eigandans sé röng og yfirmennirnir hafi rétt fyrir sér. En ef það er raunveruleg togstreita á milli yfirmanna og eig- andans ber þeim að leysa úr henni áður en aðgerðir eru boðaðar. Það kann ekki góðri lukku að stýra að ætla að leysa úr ágreiningi sínum með yfir- lýsingum í fjölmiðlum. Það þjónar hvorki eigandanum, yfirmönnunum, starfsmönnunum eða starfseminni – og allra síst sjúklingum. Sú niður- staða sem finnst undir miklum þrýst- ingi er sjaldnast sú besta. Stjórnmál byggjast sem kunnugt er mikið á pexi og átökum. En það pex og þau átök eiga ekki erindi í fyrir- tækjarekstur. Með því að taka upp nú- tímastjórnunaraðferðir á Landspít- alanum mun það fyrirtæki ná miklu betri árangri, byggja á raunhæfari markmiðum og auka þjónustu og hag- kvæmni á sama tíma. ■ Miklar deilur eru enn umfyrstu bók Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar um Halldór Kiljan Laxness. Á kistunni.is má finna deilur milli þriggja fræði- manna um skoðanakönnun sem gerð var á vefsíðunni. Gísli Gunnarsson, prófessor í sagnfræði, deilir þar hart á stjórnendur Kistunnar og segir að skoðanakönnun sem gerð var þar um bókina sé „fjarri því að vera hlutlaust framborin heldur biður beinlínis um fordæmingu, ekki aðeins á bók Hannesar, heldur höfundinum persónulega“. „Sú athugasemd hefur borist við spurningarnar, m.a. frá Hann- esi sjálfum, að það eina mikil- væga vanti, þ.e. hvort menn hefðu lesið bókina sjálfir. Ef ekki, ættu menn að þegja um málið,“ segir Gísli meðal annars í grein sinni og endar hana á þessum orðum: „Kistan er komin ofan í ljótan pytt hleypidóma því að hvað er dómur um heimild sem ekki er lesin ann- að en hleypidómur? Ólesnir fræðimenn þykjast njóta þess að vera í þessum pytti ásamt ritstjór- anum. Verði þeim að góðu!“ Eyjólfur Kristjánsson, ritstjóri Kistunnar, svarar fyrir sig í öðr- um pistli og segir. „Ef það kemur honum [Gísla] svo fyrir sjónir, verður svo að vera, en það var ekki ætlun undirritaðs að leiða há- skólamenn eitt eða neitt í svörum sínum, enda langt umfram hans getu. En kannski hafa fleiri upp- lifað þetta þannig og kann það að vera ein ástæða þessa að fáir hafa svarað með jákvæðu viðhorfi til Hannesar og bókar hans. Er þá beðist velvirðingar á því, og árétt- að að Kistan hefur birt öll þau svör sem henni hafa borist og mun halda því áfram á næstunni frá hvaða háskólamanni sem þau berast“. Dr. Gauti Kristmannsson blandar sér síðan í deiluna og seg- ir Gísla tala heldur óvarlega um kollega sína við Háskóla Íslands. „Nú kemur í ljós að hér var um það að ræða sem bókmenntafræð- ingar kalla „hluti fyrir heild“ og aðeins einn „fræðimaður á förn- um vegi“ hafði látið eitthvað þvíumlíkt út úr sér, kannski af því að viðkomandi treysti þeirri gagn- rýni sem fram kom með dæmum sem nú fjölgar dag frá degi,“ seg- ir Gauti meðal annars á Kist- unni.is og er þess líklega ekki langt að bíða að aðrir blandi sér í deiluna. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um ríkissjóð sem eiganda fyrirtækja. Hlerað á Netinu ■ Enn er deilt um fyrstu bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness. 20 23. janúar 2004 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Það er er ekki að sjá að fundurDavíðs Oddssonar og Jóns Ás- geirs Jóhannessonar í stjórnarráð- inu um daginn hafi verið upphaf hinnar íslensk perestroiku. Pólitísk- ir og viðskiptalegir jöfrar virðast enn jafn frosnir í andstæða póla og áður – og eftir síðustu tíðindi senni- lega frosnari en nokkru sinni fyrr. Og enn eru fjölmiðlar brennipunkt- ur átakanna – þeir eru taflmennirn- ir í tröllaskák stórmeistaranna Dav- íðs og Jóns Ásgeirs, þar sem ávinn- ingur eins er tap hins. Fréttir um fyrirhugaða samein- ingu Fréttar ehf. og Norðurljósa ættu í sjálfu sér ekki að koma svo mjög á óvart í ljósi eignarhalds, en því er þó ekki að neita að samt er þetta nokkuð óvænt leið. Miðað við umræðuna síðustu vikur hefði verið freistandi að ætla að forustumenn félaganna stigju varlega til jarðar og reyndu að skipta eingarhaldinu meira upp á aðgreind félög og freista þess þannig að ná pólitískri sátt um fjölmiðlunina í landinu. Leiðin sem er valin er hins vegar umbúðalaus og gengur í þveröfuga átt – steypt er saman tveimur af öfl- ugustu einkareknu fjölmiðlunum og búinn til feikna- stór fjölmiðlarisi, sem tekur yfir sjónvarp, útvarp, myndbönd og kvikmyndir, og dagblöð. Í ljósi umræðunnar og þeirrar forustu sem Davíð Odds- son hefur haft varðandi áhyggj- ur af samþjöppun eignarhalds, þá er erfitt að túlka þennan leik Jóns Ásgeirs og félaga öðruvísi en sem beina ögrun. Full- komna lítilsvirðingu við allt tal hans um að eignarhaldið þurfi að vera dreift. Inn í hinn sameinaða fjöl- miðlarisa er meira að segja kastað einu stykki nýju viðskiptablaði – svona til að minna fylkingu Davíðs- sinna á fallvaltleika tilverunnar, en pistlar Jakobs F. Ásgeirssonar í Við- skiptablaðinu eru einmitt upp á síðkastið orðnir að beittustu málsvörn davíðskunnar! Hagræðing En Jón Ásgeir og félagar hafa ýmis rök sín megin í því að gera þetta einmitt svona, en ekki ein- hvern veginn öðruvísi. Efst á þeirra blaði er eflaust hagræðingin, sem næst með því að reka saman fjöl- mörg fyrirtæki í svipaðri starfsemi. Þetta eru ekki rök sem þeir hafa sjálfir fundið upp því úti um allan heim eru menn að takast á um ná- kvæmlega þessa sömu hluti. Stór- fyrirtæki og fyrirtækjasamsteypur koma inn í fjölmiðlarekstur af ýmsu tagi og tengja hann annarri starf- semi sinni og tryggja þannig í leið- inni rekstrargrundvöll fjölmiðl- anna. Önnur rök fyrir þessari leið eru að með þessum hætti er fyrir- sjáanleg lagasetning um eignarhald í fjölmiðlum sett í ákveðið uppnám. Sameining af þessu ætti að geta gengið nokkuð hratt fyrir sig og verið gengin í gegn og félagið tekið að starfa þegar lögin verða loksins sett – væntanlega á vordögum. Ef lögin eiga að vera afturvirk er við- búið að það feli í sér miklu fleiri álitamál, bæði lagaleg og annars konar, en ef þau væru það ekki. Það er erfiðara að hluta barnið í sund- ur, en koma í veg fyrir getnaðinn. Lýðræðið En menn eru síður en svo vopn- lausir hinumegin við taflborðið. Umræðan um samþjöppun eignar- halds fer fram víða um heim þessa dagana og raunar má segja að það sé nánast séríslenskt fyrir- bæri í evrópsku samhengi hve lít- ið ríkisvaldið, í nafni lýðræðis, skiptir sér af fjölmiðlastarfsemi. Þessa dagana er t.d. til umræðu í Noregi endurskoðun á lögum um eignarhald, og þar búa menn þó við nokkuð ítarlega og nýlega lög- gjöf í þessum efnum, sem tak- markar eignarhald verulega (sjá press.is). Davíð og talsmenn lög- gjafar eru því síður en svo einir á báti í þessari hugmyndafræði. Þá er það alls ekki óþekkt, að löggjöf af þessu tagi kalli á einhvers kon- ar uppskiptingu, sem menn hefðu þá einhvern aðlögunartíma til að mæta. Og þó ólíklegt megi telja að Davíð sjálfur muni grípa til þess að benda á þá miklu umræðu sem fram fer víða um heim um ástand- ið á Ítalíu, gætu einhverjir stuðn- ingsmenn hans gert það. Þar er samþjöppun eignarhalds á fjöl- miðlamarkaði í höndum Silvios Berlusconi beinlínis talin ógnun við lýðræði og veita spillingu skjól. Sömuleiðis gæti Davíð bent á merkan ósigur stórkapítalista í Bandaríkjunum í þinginu í haust þegar gripið var til sérstakra ráða til að koma í veg fyrir að slakað yrði á reglum um samþjöppun eignarhalds þar í landi. Ekki stórmeistarajafntefli Umræðan er alþjóðleg. Hag- ræðingar- og rekstrarrökin eru alls staðar notuð. Rökin um ógn- ina við lýðræði og fjölbreytni eru það líka. Umræðan hér og á Ítalíu er vissulega óvenjuleg að því leyti að það eru forsætisráðherr- ar – að vísu með öfugum for- merkjum – sem eru í aðalhlut- verki. Það breytir ekki því að hér er verið að tefla íslenska skák og hagmunirnir eru miklir. Nýjasti leikur Jóns Ásgeirs er til marks um það að ekki var samið um neitt stórmeistarajafntefli í stjórnarráðinu á dögunum. Þvert á móti hafa átökin magnast um allan helming og ekki er að búast við að skákinni ljúki fyrr en búið er að gera upp bæði áhrif og eftirmála væntanlegrar lagasetn- ingar. ■ Metangas í Írak Þeir sem vöknuðu daginn eftir og lásu Moggann fundu hins vegar skrýtna lykt. Engu var líkara en að Halldór hefði hreinlega talað með rassinum í fréttatilkynningu sinni og Morgunblaðið dreift síðan leifum af þeirri ólykt á forsíðu sína. Morgun- blaðið hefur ekki enn beðið lesendur sína afsökunar á þessari óviðeigandi vakningu né gert tilraun til að setja vanillulyktarefni í pappír sinn. Segja má að fólk sé orðið hrætt við að vakna á morgnana af ótta við að fá morgunprump í augun. Eftir þennan stórmerkilega forn- leifafund stendur að enginn gereyð- ingarvopn hafa fundist í Írak og meira segja Tony Blair er farinn að gefast upp á leitinni. HINRIK MÁR ÁSGEIRSSON Á WWW.POLITIK.IS Vopnin eru þar samt! Síðan gerðist það um daginn að ís- lenskir sprengjusérfræðingar sem voru með danskri hersveit í Írak fundu 36 fallbyssuskot og við fyrstu skoðun virtist hafa fundist sinneps- gas. Þessi frétt fór sem sinubruni um alla heimsbyggðina. Þetta var mikilvægur fundur ef rétt var og nú þögnuðu þær raddir sem gagnrýnt höfðu stjórnina sem mest. Við frek- ari rannsókn kom í ljós að þetta voru einungis venjulegar sprengi- kúlur án efnavopna. Aftur kom stjórnarandstaðan úr felum og barði sér á brjóst og sagði þetta sýna að Írakar hefðu ekki átt nein efnavopn og stríð var ekki réttlætanlegt af þeim sökum. Varðandi efnavopnin, þá mun sagan dæma um það hvort þau eru til eða ekki. KARL GUÐMUNDSSON Á WWW.HRIFLA.IS Fjölmiðlaskákin! ■ Af Netinu Deilan endalausa Vondur eigandi „Nýjasti leikur Jóns Ásgeirs er til marks um það að ekki var samið um neitt stór- meistara- jafntefli í stjórnarráðinu á dögunum. ÚTSALA 20-50% afsl. Nýtt kortatímabil Undirfataverslun. Síðumúla 3 Sími: 553 7355 opið virka daga kl: 11-18 Laugard. kl: 11-15 Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. 15% aukaafsláttur af öllum vörum HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Fræðimenn eru enn að deila um fyrsta bindi hans um ævi Halldórs Laxness og nú er hin efnilegasta ritdeila í uppsiglingu í menningarritinu Kistunni. Um daginnog veginn BIRGIR GUÐMUNDSSON ■ skrifar um fjöl- miðlaskák Davíðs Oddssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.