Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 38
börn o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur börnum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: born@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is ■ Leikir 3.999 Glói geimveraá Lestrareyju er nýttkennsluforrit fyrir börnsem eru að læra aðlesa. Mjög strangar reglugerðirgilda um tilbúinn barnamat hér á landi, merkingar, næringar- gildi og aukaefni. Laufey Steingrímsdóttir, sviðs- stjóri hjá Lýðheilsustöð, segir að foreldrar verði helst að gæta þess að gefa börnunum fjölbreytta fæðu, forðast sykurbættar vörur og mjólkurvörur fyrsta árið. Mælt er með að ungbörn fái að- eins móðurmjólk til fjögurra til sex mánaða aldurs en þá sé byrj- að að gefa þeim ungbarnagraut sem fæst í pökkum. Ungbarna- grauturinn er járnbættur og í honum eru mismunandi gerðir af mjöli sem henta mismunandi ald- ursskeiðum. Með því er meðal annars verið að draga úr líkum á ofnæmisviðbrögðum. Hins vegar er síður mælt með því að nota grauta sem búið er að bæta í mjólkurdufti eða sykri og sætu- efnum. „Börn læra svo snemma að kunna að meta sykurinn og venjast á hann,“ segir Laufey Steingrímsdóttir næringarfræð- ingur hjá Lýðheilsustöð. „Þá er svo erfitt að snúa til baka. Fólk verður að átta sig á því að það er að leggja lín- urnar mjög snemma.“ Allir sem alið hafa upp lítið barn kann- ast við krukku- matinn sem oft virðist hand- hægasta lausn- in í erli dags- ins. „Þetta er nú oft ágætis hráefni enda gilda mjög strangar reglur um hvað má setja í barna- mat,“ segir Laufey. „Það eina sem getur verið slæmt er ef börn eru lengi látin borða svona mauk og læra ekki að borða og meta venju- legan heimilismat. Það gildir líka um þennan mat sem annan að það þarf að gefa barninu fjölbreytt fæði. Það er ekki nóg að lifa á til dæmis gulrótum einum saman. Kannski hættir einhverju foreldri til að velja alltaf eplamauk en slík einhæfni telst náttúrlega ekki hollusta. Fólk verður að skoða hvað er sett í krukkuna, lesa mið- ann. En hættan á aukaefnum og óæskilegum efnum á að vera alveg hverfandi.“ audur@frettabladid.is HÁTÍÐ Í HAFNARFIRÐI Barna- og fjölskylduhátíð verður haldin nú á sunnudaginn, 25. janúar í íþrótta- húsi Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði. Hún hefst kl. 16. Að henni standa söfnuðir Ásvallasóknar, Frí- kirkjunnar, Hafnarfjarðarkirkju og Víðistaðakirkju og allir leiðtogar og prestar safnaðanna taka þátt. Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup flytur hugvekju, hljómsveit leiðtoganna leiðir söng, Jóhanna Guðrún syngur, trúður kemur í heimsókn og farið verður í leiki svo fátt eitt sé talið af því sem á dagskránni er. Kynnir er Adda Steina Björnsdóttir. Aikido kennir að ofbeldi er aldreiréttlætanlegt,“ segir Sigrún Hjartardóttir, leiðbeinandi hjá Aikikai Reykjavík. „Aikido býr ungt fólk ekki undir keppni í sjálfsvarn- arlistum og ekki er lögð áhersla á bardaga, né að berja á mótherja sín- um. Námið byggir upp samskipti, samhæfingu og jafnvægi, atriði sem oft hafa verið óræktuð af kennslukerfi því sem við búum við.“ Aikido er japanskt sjálfsvarnar- form. Það var þróað á 20. öldinni og er nokkuð skylt júdó og jiu-jitsu. Áhersla er lögð á að verjast árásum með því að beina krafti andstæð- ings frá sér í stað þess að reyna að mæta krafti með meiri krafti. „Ungt fólk lærir þannig friðsam- legar lausnir gegn mótlæti en nem- endum er kennt að víkja frekar og láta afl þess sem kemur að hrinda honum frá. Hluti af námi í aikido er sjálfsagi og sú list að fylgjast vel með. Þetta leiðir af sér skýrari hugsun og sneggri viðbrögð. Þannig verða börnin meðvitaðri um um- hverfi sitt og aðstæður sem eykur líkurnar á að þau þurfi ekki að nota sjálfsvarnartækni.“ Sigrún leggur áherslu á að til- gangur aikido sé ekki að ná, ráða yfir, yfirbuga eða losna við ein- hvern. „Tilgangurinn er að móta sjálfstraust barnsins svo það geti lifað jákvæðu lífi. Æfingafélagar vinna saman að sameiginlegu tak- marki og læra að samvinna er und- irstaða lausna á vandamálum.“ ■ EIN ÉG SIT OG SAUMA. Þátttak- endur haldast í hendur og ganga í hring umhverfis einn sem situr í miðjunni og syngja vísuna sem kemur hér á eftir. Þegar kemur að setningunni „hoppaðu upp“ stekkur sá sem í miðjunni er á fætur með lokuð augun, endir til beggja hliða og loks á einhvern í hringnum. Sá sem bent var á verður sá næsti sem á að vera í hringnum. Ein ég sit og sauma inni í litlu húsi. Enginn kemur að sjá mig nema litla músin. Hoppaðu upp og lokaðu augunum. Bentu í austur, bentu í vestur, bentu á þann sem að þér þykir bestur. Heimild: Í grænni lautu. Útg. Mál og menning Norræna skólahlaupið: Kringum landið 43 sinnum Rúmlega þriðjungur grunn-skólanemenda hér á landi tók þátt í norræna skólahlaupinu í september til desember á síðasta ári og var það í 19. sinn sem skóla- hlaup þetta fór fram. Alls hlupu 15.639 nemendur úr 65 grunnskól- um og þremur framhaldsskólum og lögðu samtals að baki 58.538,5 km. Þetta samsvarar því að hlaup- ið hafi verið rúmlega 43 sinnum kringum landið á hringveginum. Með norræna skólahlaupinu á að hvetja nemendur, kennara og annað starfslið skólanna til þess að æfa hlaup og auka við hreyf- ingu sína. Keppt er að því fyrst og fremst að sem flestir, helst allir, verði með í hlaupinu í hverjum skóla og að þessu sinni hlupu allir nemendur átta skóla. ■ KRUKKUMATUR GETUR VERIÐ GÓÐUR KOSTUR Í ERLI DAGSINS Foreldrar þurfa að gæta þess að börnin fái fjölbreytta fæðu og reyna að takmarka sykurneysluna. „Við hvetjum mæður til að vera með börn á brjósti eins lengi og móður og barni líður vel með það. Mjög gott er að halda því áfram allt fyrsta árið ef móðirin er sátt við það. Annar matur kemur smám saman og við mælum ekki með því fyrir fjögurra mánaða aldur. Þegar barn er sex mánaða er hins vegar ástæða til að gefa annan mat en móðurmjólkina.“ „Fyrsta árið er mælt með því að nota kúamjólk sparlega, frekar sem útálát en ekki að heilu máltíðirnar séu úr kúamjólk. Þegar barnið eldist mæl- um við svo með tveimur til þremur mjólkurglösum fyrir börn á dag.“ „Grænmeti og ávexti vantar oft í fæði barna. Á fyrsta ári er verið að moka í börnin heilu krukkunum af gulrótum og eplum en þegar því lýkur gleym- ast oft ávextirnir og grænmetið.“ „Ungbörn þurfa fitu og til tveggja ára aldurs má ekki gefa þeim fitu- minna fæði eins og léttmjólk. Ef börnin fara hins vegar að fitna óeðli- lega umfram sína jafnaldra um fjög- urra til fimm ára aldur er það oft merki um að skoða þurfi málið. Ekki má setja börn í megrun en athuga til dæmis hreyfingu og neyslu á sætindum og nota þá heilbrigða skynsemi.“ Næring ungbarna og tilbúinn barnamatur: Þurfa að kynnast venjulegum heimilismat LAUFEY STEIN- GRÍMSDÓTTIR Næringarfræðingur hjá Lýðheilsustofnun. Aikido-þjálfun fyrir börn: Ofbeldi aldrei réttlætanlegt SIGRÚN HJARTARDÓTTIR „Að kenna og læra aikido býður upp á innsýn í heim samskipta.“ Hér hefur einn nemenda Sigrúnar kom- ið aftan að henni og Sigrún sýnir hvern- ig hún nær höndum hans upp. Næst fer hún á hnén og lætur hann rúlla yfir sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.