Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 16
16 23. janúar 2004 FÖSTUDAGUR ■ Evrópa HERÓP GEGN NÁGRÖNNUNUM Í gær voru vörur frá Chile brenndar á björtu báli í nágrannaríkinu Bólivíu þegar íbúar minntust þess að eitt hundrað ár eru liðin frá því að Bólivíumenn misstu aðgang að Kyrrahafinu þegar Chile yfirtók strandsvæði Bólívíu. Hjúkrunarráð Landspítalans: Gróf aðför HEILBRIGÐISMÁL Stjórn hjúkrunar- ráðs lítur á þann niðurskurð á starfsemi LSH sem nú hefur verið ákveðinn sem grófa aðför að heil- brigðiskerfi landsmanna, segir í ályktun sem samþykkt var á fundi hjúkrunarráðs LSH í gær. „Með þessum aðgerðum er vegið að þjónustu spítalans við landsmenn,“ segir í ályktuninni. „Þær aðgerðir sem nú þegar hafa verið ákveðnar munu skerða þjón- ustu við flesta sjúklingahópa spít- alans, biðlistar lengjast, þjónusta við langveika er verulega skert og bráðaþjónusta minnkar. Fjöldi sjúklinga á hvern hjúkrunarfræð- ing er nú þegar meiri en á sam- bærilegum sjúkrahúsum erlendis. Það stofnar öryggi sjúklinga í hættu og eykur líkur á mistökum. Pólitískan vilja hefur algerlega vantað til að marka stefnu um hlutverk og fjármögnun spítalans, þrátt fyrir endurteknar tillögur, ábendingar og óskir starfsmanna hans.“ Ráðið varpar þeirri spurningu til Alþingis og ríkisstjórnar hvort við gerð fjárlaga fyrir árið 2004 hafi verið tekið tillit til gildandi laga um heilbrigðisþjónustu, laga um réttindi sjúklinga og heil- brigðisáætlunar til ársins 2010? ■ Yfirbragð handahófs fremur en þekkingar Því fer víðs fjarri að hækkun útgjalda Landspítala-háskólasjúkrahúss stafi af slökum rekstri, segir forstjóri spítalans. Gengið var út frá röngum forsendum og Alþingi fór offari í ákvörðunum sínum, segir fyrrverandi landlæknir. HEILBRIGÐISMÁL Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala-háskóla- sjúkrahúss, segir að það sé ekki á færi spítalans eins að ná fram lægri útgjöldum til lyfjamála. Þau ráðist af því viðskiptaumhverfi sem spít- alinn búi við. Þá hafi miðlægir kjarasamningar vegið þungt í aukn- ingu útgjalda. Í opinberri umræðu undanfar- inna daga um samdráttaraðgerðir á LSH hafi komið skýrt fram, að stjórnvöld telji fjárframlög til spít- alans nægileg og hafi verið það und- anfarin ár. Þessu til staðfestingar sé nefnt að inn í fjárlagagrunn spítal- ans hafi verið bætt 500 milljónum króna 2004. „Ákvarðanir sem þessar hafa óþarflega mikið yfirbragð handa- hófs fremur en þekkingar á þeim aðstæðum sem spítalinn býr við,“ segir hann og bætir við að þjónusta við sjúklinga og almenning skerðist óhjákvæmilega, auk þess sem að- gerðirnar geti leitt til minnkandi öryggis. Hann bendir enn fremur á að haldið hafi verið á loft að fjárfram- lög til spítalans hafi aukist um sex milljarða króna á árunum 2001–2003. Hafa verði í huga að þessi hækkun útgjalda komi að langmestu leyti fram í launum og lyfjakostnaði spítalans. Laun og starfsmannatengdur kostnaður hans nemi um 70 prósentum af út- gjöldum og lyfjakostnaður nemi um 16 prósentum. Því fari víðsfjarri að umrædd kostnaðaraukning stafi af slökum rekstri spítalans. Meginskýringin á hækkun launaútgjalda sé vegna miðlægra kjarasamninga og ekkert bendi til þess að spítalinn hafi tapað launaþróun sinna starfsmanna frá sér. Hvað varði lyfjakostnað þá hafi gengið erfiðlega að ná samstöðu um verðuppfærslu svokallaðra S- merktra lyfja, sem séu í umsjá spít- alans. Því hafi útgjöld iðulega farið út fyrir þann ramma sem settur hafi verið í fjármálum. Í ár leggi spítalinn að minnsta kosti 300 millj- ónir króna í lyf og hjúkrunarvörur umfram það sem forsendur fjárlaga kveði á um. Það verði tekið af öðr- um þáttum útgjalda. „Fjármálaráðherra og heilbrigð- isráðherra hafa mikið að segja um þá þróun sem á sér stað í kjaramál- um og lyfjakostnaði,“ segir Magnús. Óhæfur samanburður Framlag ríkissjóðs til rekstrar LSH er samkvæmt fjárlögum 24,8 milljarðar króna. Stjórnendur spít- alans segja að enn vanti 1,4 milljarð til að halda rekstrinum óbreyttum. Tvær nefndir vinna nú að athugun á stöðu og framtíð sjúkrahússins. Forstjórinn segist vænta þess, að stjórnvöld gefi þeim ráðrúm til að skila af sér skýrslum áður en þau taki frekari ákvarðanir um sam- drátt. Þær samdráttaraðgerðir sem stjórnendur spítalans hafa nú ákveðið að láta koma til fram- kvæmda eiga að skila 7–800 milljón- um króna. Þá standa enn 4–500 milljónir út af borðinu. Ekki er ljóst hvernig því takmarki sparnaðar verður náð. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, hefur að undanförnu bent á athyglisverð atriði, sem varða samanburð á rekstri LSH og breskra sjúkrahúsa. Skýrslu ríkis- endurskoðunar á starfsemi LSH og umræddum samanburði hefur verið haldið mjög á loft. Ólafur álítur að þessi samanburður sé alls ekki raunhæfur og rökstyður það: „Í slíkum samanburði verður að taka tillit til samfélagsástands og heilbrigðisástands í viðkomandi löndum,“ segir hann. „Gríðarlegur munur er á milli Íslands og Bret- lands í þessum efnum. Ævilíkur og ungbarnadauði eru mikilvægir þættir. Til dæmis er kransæðastífla helmingi algengari í Bretlandi held- ur en á Íslandi. Hvað varðar dánar- tíðni þá eru þeir með einna verstu myndina í Vestur-Evrópu, þegar við erum með bestu myndina.“ Þingið fór offari Ólafur segir fullyrðingar um að Ísland eyði langmest allra landa í heilbrigðisþjónustu alls ekki réttar. „Við skerum okkur verulega frá mörgum OECD-þjóðum, þar sem stór hluti öldrunarþjónustunnar hjá okkur er rekin innan heilbrigðis- þjónustunnar. Þetta er meira eða minna undir félagsþjónustunni í öðrum löndum.“ Ólafur bendir á að á síðasta ári hafi 9,4 milljarðar farið til öldrunar- mála frá heilbrigðismálaráðuneyt- inu. Fyrir liggi skýrsla franskra sér- fræðinga frá OECD, þar sem fram komi meðal annars að öldrunarþjón- ustan geti verið allt að sem svarar 1,5 prósent af vergri þjóðarfram- leiðslu. „Það segir okkur, að það mætti lækka þennan kostnað við heilbrigð- isþjónustuna úr 9,4 prósentum af vergri framleiðslu í átta prósent með því að færa öldrunarþjónust- una undir félagsmál,“ segir Ólafur. „Með þessu myndum við eyða í heil- brigðismál svipuðum upphæðum og gerist meðal OECD-þjóða.“ „Ég held að það megi rekja þenn- an sparnaðardraug að meira eða minna leyti til æsinga í þinginu út af því að við eyddum allra landa mest í heilbrigðisþjónustu. Menn voru ekki með réttar forsendur. Þessar tölur sem Alþingi varpaði út yfir þjóðina hefur vafalaust haft óbein veruleg áhrif á þessar sparnaðartöl- ur á LSH. Stjórnendur spítalans verða auðvitað að fara að fyrirmæl- um stjórnvalda. Ég held að þingið hafi farið offari í þessum ákvörðun- um. Vilji einhver kynna sér þetta af eigin raun, er auðvelt að fletta upp í fjárlögum ríkisins fyrir 2004 því þar liggur ljóst fyrir hvaða þjónusta er veitt af hverju ráðuneyti.“ ■ Dæmd í lífstíðarfangelsi: Myrti son sinn KANSAS, AP Bandarísk kona hefur ver- ið dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að drepa son sinn með því að vefja utan um hann límbandi til að refsa honum fyrir að stela smákökum. Christy Edgar skildi son sinn eftir í þessu ástandi í heila nótt á heimili fjölskyldunnar í Kansas. Drengurinn gat andað inn um nefið en kafnaði þegar hann byrjaði að kasta upp. For- eldrarnir voru báðir ákærðir fyrir morðið á drengnum og misþyrmingar á börnum sínum þremur. Barnfóstra þeirra var einnig ákærð auk meðlima í kristilegum sértrúarsöfnuði. Christy Edgar játaði sig seka um morð gegn ráðleggingum verjanda síns. Eiginmaðurinn og barnfóstran voru dæmd í lífstíðarfangelsi í sept- ember. ■ H im in n o g h a f – 9 0 4 0 0 0 6 a Gefðu ástinni byr undir báða vængi með flugmiða til London eða Kaupmannahafnar. Nánari upplýsingar um verð og skilmála á www.icelandexpress.is. Gjafabréf Iceland Express Bóndadags- gjöfin í ár HALLAR UNDAN FÆTI HJÁ BLAIR Vinsældir Tonys Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, hafa minnk- að, ef marka má nýja skoðana- könnun. 59% aðspurðra segjast óánægðir með frammistöðu Bla- irs en 32% eru ánægðir. Engu að síður nýtur Verkamannaflokkur- inn meira fylgis en íhaldsmenn. 37% kjósenda styðja Verka- mannaflokkinn en 35% Íhalds- flokkinn. HARRY PRINS TIL AFRÍKU Harry prins, yngri sonur Karls Breta- prins, mun dvelja í Afríku í tvo mánuði og taka þátt í verkefnum sem miða að því að aðstoða ungar mæður og börn. Af öryggisástæð- um verður ekki gefið upp hvenær og hvert prinsinn mun fara. Harry dvaldi á búgarði í Ástralíu í þrjá mánuði á síðasta ári. OPINBERIR STARFSMENN MÓT- MÆLA Starfsfólk á sjúkrahúsum í Frakklandi efndi til mótmæla í gær til að þrýsta á um aukin fjár- framlög, fjölgun starfsmanna og betri vinnuaðstæður. Á sama tíma lögðu starfsmenn flugvalla í París niður vinnu til að mótmæla áformum ríkisins um að selja hluti í fyrirtækinu sem rekur vellina. VILJANN VANTAR „Pólitískan vilja hefur algerlega vantað til að marka stefnu um hlutverk og fjármögn- un spítalans, þrátt fyrir endurteknar tillög- ur, ábendingar og óskir starfsmanna hans.“ DÆMI UM FÆKKUN ÁRSVERKA Starfsmannafélag ríkisstofnana 46 Hjúkrunarfræðingar 23 Læknar 21 Meinatæknar 6 Sálfræðingar 6 Félagsráðgjafar 5 GEIR H. HAARDE Launaþróun er að stórum hluta á könnu fjármála- ráðherra. JÓN KRISTJÁNSSON Heilbrigðisráðherra hefur um þróun lyfjakostnaðar að segja. MAGNÚS PÉTURSSON Forstjórinn hafnar að um slakan rekst- ur sé að ræða. ÓLAFUR ÓLAFSSON Fyrrverandi land- læknir gagnrýnir forsendur. Fréttaskýring JÓHANNA S. SIGÞÓRSDÓTTIR ■ skrifar um málefni Landspítalans. LANDSPÍTALINN Einni neyðarmóttöku spítalans verður lokað um helgar, sem þýðir væntanlega að meiri þungi flyst yfir á hinar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.