Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 40
32 23. janúar 2003 FÖSTUDAGUR Pondus eftir Frode Øverli Fréttiraf fólki Salsa fer sigurför um heiminn Stine og Reynold frá Kúbu halda 6 tíma Salsanámskeið fyrir börn (yngst 10 ára) unglinga og fullorðna. Sér tímar fyrir dömur. Aðstoðarkennarar verða Heiðar Ástvaldsson, Harpa Pálsdóttir og Erla Haraldsdóttir, sem öll hafa lært SALSA á Kúbu. Hann er svartur, hún er hvít. Þau eru frábærir dansarar og kennarar. Þau fá aðstoð frá íslensk- um topp kennurum, sem lært hafa Salsa á Kúbu. Áttu betra tækifæri á að læra Salsa? 26., 27., 28. og 29. janúar fjórum sinnum einn og hálfur tími. Pantaðu tíma í síma 551-3129 klukkan 16-22. Brautiholti 4 Sími 551-3129 47. starfsár Fjórar djasstónlistarkonur semsjást taka lagið í nýjustu mynd Juliu Ro- berts hafa kært hana fyrir kynjamisrétti. Roberts á að hafa borgað þeim helmingi minna en þeim karltónlistar- mönnum sem koma einnig fram í myndinni. Roberts hefur snúið vörn í sókn og kært þær á móti. Leikkonan heldur því fram að konurnar hafi reynt að þvinga og móðga yfirmenn sína í von um að fá meira borgað en um var samið. Hótelprinsessan Paris Hiltonhefur látið mikið á sér bera á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Hún er greinilega ekkert á þeim nótum að taka því rólega eins og hún hafði lofað foreldrum sínum eftir kynlífsmyndbanda- hneykslið. Paris skellti sér upp á svið og söng í karaoke fyrir gesti. Þar á meðal var Rick Salo- mon, fyrr- um kærasti hennar sem var með henni á myndband- inu fræga. Hann tók eftir því að flestir kíktu yfir til hans þegar hún söng og skellti upp úr. Paris Hilton söng lögin Bette Davis Eyes og Hello eftir Lionel Ritchie en fyrirsætan kræfa er einmitt með sjónvarpsþátt með dóttur popparans sem söng lagið upphaflega. Því lengur sem stefnum erhaldið undir meginstraumn- um, því kröftugar rísa þær aftur upp á yfirborðið. Þannig hefur glysrokkið verið í algjörum lamasessi frá því að síðasta syrpa, Poison, Mötley Crüe og Kiss, stimplaði sig út í byrjun tí- unda áratugarins. Breska sveitin The Darkness hefur þannig á fá- ránlega skömmum tíma orðið að einni stærstu hljómsveit Breta. Gítarhetjusólóið hefur greini- lega verið of lengi í Kolaportinu. The Darkness leitar þó meira til áttunda áratugarins, beint í ræturnar, og minnir meira á Judas Priest en Guns ‘n’ Roses. Söngvarinn stelst svo greinilega í fataskáp Bowie, Freddie Merc- ury og Marc Bolan. Alvöru rokk- stjarna þar á ferð. Ég á reyndar oft erfitt með svona tilgerðarlegt show-rokk. Ég veit að tilgangurinn er náttúr- lega að skemmta og sé húmorinn í þessu öllu saman. Ég myndi ef- laust hafa meira gaman af því að sjá bandið en að hlusta á plötuna því hún á ekki eftir að endast lengi í spilaranum mínum. Geld- ingasöngurinn sker mig of mikið í eyrun til þess og verður pirrandi. Lögin eru flest grípandi en skemmtanagildið er meira en innihaldið. En tónlist á auðvitað ekkert alltaf að vera þrælalvar- leg. Kannski er bara kominn tími á það að við girðum aðeins niður um okkur og sveiflum sprellan- um örlítið? Birgir Örn Steinarsson Sprellað í myrkrinu Umfjölluntónlist THE DARKNESS: Permission to Land 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 TOPP 16 - XIÐ977 VIKA 4 Reptilia THE STROKES The Long Face MÍNUS Lay Your Body Down BOTNLEÐJA Hit That OFFSPRING Mad World GARY JULES Fortune Faded RED HOT CHILI PEPPERS Talk to Me Dance with Me HOT HOT HEAT I Hate Everything about You 3 DAYS GRACE Megalomaniac INCUBUS Race City QUARASHI Hysteria MUSE Sól gleypir sæ 200.000 NAGLBÍTAR Y’all Want A Single KORN Are You Gonna Be My Girl JET The Outsider A PERFECT CIRCLE A Selfish Need MAUS Vinsælustulögin KVIKMYNDIR Sögur rithöfundarins Philips K. Dick eru greinilega vin- sælar á meðal handritahöfunda í Hollywood. Kannski ekki furða þar sem myndir eftir þeim hafa náð töluverðum vinsældum. Næg- ir að nefna Minority Report, Total Recall og Blade Runner í þeim efnum. Hugmyndin um að blanda sam- an frumefnum Dick og hasar- myndameistarans John Woo hefur svo líklega selt sig sjálf. Aðdáend- ur beggja geta notið afrakstursins frá og með deginum í dag, því Paycheck er komin í bíó. Sagan fjallar um Michael Jenn- ings (Ben Affleck) sem vinnur við það að taka í sundur vélar í þeim tilgangi að komast að því hvernig þær virka. Einn daginn fær hann frekar undarlegt tilboð. Hann á að skoða vél fyrir stóra peninga- summu, gera skýrslu og láta hana af hendi. Þegar hann hefur lokið starfinu leyfir hann yfirmönnum sínum að þurrka allar minningar varðandi vinnuna í burtu. Þegar hann vaknar til rænu á nýjan leik kemst hann að því að yfirvöld eru á eftir honum fyrir eitthvað sem hann man ekki eftir að hafa gert. Hann kemst svo að því að áður en minni hans var út- þurrkað hafði hann sent sjálfum sér í pósti 19 hluti, sem í fyrstu virðast ekki tengjast hvor öðrum. Hann verður því að leysa gátuna áður en það er um seinann. Eddie Murphy virðist vera bú- inn að tileinka sér fjölskyldu- myndirnar. The Haunted Mansion er einmitt fjölskylduhryllingur ef svo má að orði komast. Gaman- semi Murphys ætti þó að tryggja að börnin verði ekki of hrædd. Í myndinni leikur hann fast- eignasala og vinnusjúkling sem heimsækir stórhýsi í sveitinni með fjölskyldu sinni vegna vinnu sinnar. Illa hefur gengið að selja húsið þar sem sögusagnir um draugang hafa bægt áhugasömum frá. Murphy er því ákveðinn í því að binda enda á sögusagnirnar en kemst svo að því að það er allt morandi í draugum í húsinu. Hann verður því að aflétta bölvun húss- ins til þess að gera húsið söluvænt að nýju. Draugarnir eru náttúr- lega lifaðir og luma á visku sem gætu hjálpað honum og fjölskyldu hans í lífi og starfi. ■ PAYCHECK Internet Movie Database 5.8 /10 Rottentomatoes.com 22% = Rotin Entertainment Weekly C+ Los Angeles Times 2 stjörnur (af fimm) THE HAUNTED MANSION Internet Movie Database 5.4 /10 Rottentomatoes.com 13% = Rotin Entertainment Weekly D+ Los Angeles Times 4 stjörnur (af fimm) Minnisleysi og fjöl- skylduhryllingur PAYCHECK Ben Affleck veit ekki sitt rjúkandi ráð í spennutryllingum Paycheck. FRUMSÝNDAR UM HELGINA DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM MÍNUS Piltarnir í Mínus eiga vinsælasta íslenska lagið á X-inu, en það er hið frábæra lag The Long Face sem fékk tilnefningu sem besta lag síðasta árs á Íslensku tónlistar- verðlaununum. Komdu inn, Jói, og taktu beljustrák- inn þinn með þér! Beljustrák? Ég er kona! Eins og þið vitið hef ég hjarta úr gulli, og ég hef lausn á þess- um homma- skap ykkar... Halló?! Ég er KVEN- KYNS! Já, og ég er Brit- ney Spears! Ég er að reyna að HJÁLPA ykkur hérna! Nei, ÞIÐ eruð sjúkir... en hjálp- in er nálægt! D r o t t i n n líknar hinum sjúku! Hvað næst? MADONNA „I was beat, incomplete, I’d been had, I was sad and blue But you made me feel Yeah, you made me feel Shiny and new. Like a virgin, touched for the very first time.“ - Madonna færði popptexta inn á nýjar slóðir með lag- inu Like a Virgin af samnefndri breiðskífu frá árinu 1984. Útfærsla lagsins í Moulin Rouge og nálgun textans þar er svo einnig frábær. Popptextinn Þú ert SJÚK!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.