Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 50
■ ■ TÓNLEIKAR  19.30 Sinfóníusveit Íslands flytur Valinkunn verk af vinsældarlista ald- anna í Háskólabíó. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Ríkarður þriðji eftir William Shakespeare á stóra sviði Þjóðleikhúss- ins.  20.00 Borgarleikhúsið sýnir leikrit- ið Öfugu megin uppí eftir Derek Ben- field á Stóra sviðinu.  20.30 Gamanleikurinn Fiðringur sýndur á Græna hattinum, Akureyri. ■ ■ LISTOPNANIR  17.00 Ný sýning verður opnuð í Þjóðmenningarhúsinu í sýningarröðinni Skáld mánaðarins. Yfirskrift hennar er Aldamótaskáld og verða verk fjögurra skálda sem uppi voru þegar 20. öldin gekk í garð kynnt á sýningunni og á fræðsluvefnum skólavefurinn.is. Þau eru Matthías Jochumsson, Ólöf frá Hlöð- um, Steingrímur Thorsteinsson og Theodóra Thoroddsen. ■ ■ SKEMMTANIR  17.30 Hin vikulega spurninga- keppni Pub Quiz verður á sínum stað á Grand Rokk. Um klukkan 23 hefst svo Röskvukvöld á efri hæðinni.  22.00 Súkkan, Puntstráin, Megas og Megasukk koma fram í tilefni bóndadagsins á þriðju hæð veitinga- hússins Við Tjörnina, Templarasundi 3. Sérstakur matseðill er jafnframt í boði og hafa matargestir forgang að skemmt- uninni. Aðrir þurfa að greiða þúsund krónur.  22.00 Substance kvöld á Dátan- um. Framsæknu plötuspilararnir Dj Rikki og Dj Skari spila eitraða hústóna fram eftir kvöldi.  22.00 Hermann Ingi jr mun skemmta gestum Búálfsins.  23.00 Dúett Óskars Einarssonar skemmtir í kvöld á Ara í Ögri.  23.00 Tvíhöfði skemmtir á Egils- búð í Neskaupstað. Jón Gnarr og Sigur- jón Kjartansson fara á kostum. Að loknu uppistandi spilar Arnar Guðmundsson trúbador.  23.00 Tvíhöfði skemmtir á Egils- búð Neskaupstað. Jón Gnarr og Sigur- jón Kjartansson fara á kostum. Miða- sala hefst klukkustund fyrir opnun og er miðaverð 1000 kr. Að loknu uppistandi spilar Arnar Guðmundsson trúbador til þrjú.  23.00 Strákarnir í Buff halda uppi fjörinu á Gauknum fram eftir morgni.  23.59 DJ Áki á efri hæð Pravda með dansgólfið og DJ Kári verður í funky hip hop fíling á neðri hæðinni.  23.59 Stuðboltinn Einar Örn Kon- 42 23. janúar 2003 FÖSTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 20 21 22 23 24 25 26 JANÚAR Föstudagur Mikið húllumhæ verður hjá okk-ur í kvöld í tilefni bóndadags- ins,“ segir Rúnar Marvinsson, meistarakokkur á veitingastaðnum Við Tjörnina. „Sérstakur matseðill verður í boði þar sem finna má tindabykkjuhala, gellur, bóndadótt- ur með blæju ásamt ýmsu öðru hnossgæti.“ Til útskýringar bætir Rúnar því við að „bóndadóttir með blæju“ sé gamall desert, „sem hefur verið til alveg frá því Þórbergur var skútu- kokkur. En reyndar er búið að færa hana pínulítið í nútímablúndur“. Hann tekur einnig fram að hann viti ekki til þess að aðrir en hann sjálfur hafi nokkurn tímann tekið upp á því að elda tindabykkjuhala. „Þetta er eitthvað úr minni sér- visku. En ég get lofað því að þeir eru ekki síðri en humarhalar. Það er svolítið moj að gera þetta, en vel þess virði.“ Opnað verður fyrir matargesti klukkan sex síðdegis, en klukkan tíu um kvöldið hefst á þriðju hæð hússins skemmtun þar sem fram koma tónlistarmenn sem kalla sig Súkkat, Puntstráin og Megas, „að ógleymdu Megasukkinu þar sem öllu er dembt saman í eitt stórt band“. Rúnar fræðir blaðamann á því að Puntstráin séu hljómsveit, sem samanstendur af þeim Súkkatbræðrum, Rúnari sjálfum og Gísla Víkingssyni hvalarannsókna- manni. „Þessi hljómsveit hefur verið við lýði í ein tíu ár og er aðallega skemmtisveit. Við teljum okkur ekki ýkja merkilega, en erum von- andi því skemmtilegri.“ Rúnar sér um bongótrommurn- ar í þessari hljómsveit. „Í Megasukkinu koma svo marg- ir góðir til liðs við okkur. Má þar nefna Lalla Gríms, Mikka Pollock og fleiri skrautfjaðrir. Þar verður allt tínt til.“ Rúnar tekur fram að matargest- ir hafi reyndar forgang á skemmt- unina á efri hæðinni. Þeir fá einnig frítt inn. Aðrir verða að greiða þús- und krónur. „Þetta er alveg tilvalið fyrir kærustur og eiginkonur að bjóða mönnunum sínum út.“ ■ ■ Í TILEFNI DAGSINS Bóndadagshúllumhæ við Tjörnina KOKKARNIR RÚNAR OG GUNNAR Efna til matar- og tónlistarveislu á veitingastað sínum, Við Tjörnina. Um andlega fóðrið sjá Súkkat, Puntstráin, Megas og í lokin verður eitt allsherjar Megasukk með fjölmörgum góðum gestum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.