Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR Bændur fljúgast á EIN SKEMMTILEGASTA saman- tektin á efni Íslendingasagnanna kemur fram i þeirri víðfrægu full- yrðingu að þegar öllu sé á botninn hvolft fjalli allar sögurnar um eitt tiltekið þema. Þetta þema megi taka saman i þrjú orð: Bændur fljúgast á. Auðvitað kemur fram i þessum skiln- ingi ákveðið tómlæti gagnvart sögun- um, eins og sögurnar séu ekki líka um eitthvað annað og meira – ástina, lífið, dauðan, svik, hetjudáðir og ill örlög – en það er sama. Það er ein- hver brilljans hér á ferð. Í þessum skilningi felst ákveðin stórkarlaleg sýn á heiminn. ÉG HEF STUNDUM staðið sjálf- an mig að því að horfa á heiminn allan með þessum gleraugum. Þegar fregnir berast til dæmis af stríðsátökum koma þessi orð upp í hugann. Bændur fljúgast á. Og þeg- ar menn eru að berja sér á brjóst í pólitík, þá hugsa ég þetta sama. Bændur fljúgast á. Þessi hugsunar- háttur minn hefur gengið svo langt að stundum sé ég allan heiminn ein- hvern veginn uppfullan af stór- karlalegum mönnum í gammósíum, með skegg, i köflóttum skyrtum og vinnubuxum að fljúgast á. BÓNDADAGUR er í dag. Ég verð að segja, í ljósi þess sem ég hef þegar sagt, að bóndadagur er lík- lega einn skemmtilegasti svona dagurinn – sem er tileinkaður ein- hverju – á árinu. Það er endalaust af svona dögum. Flestir þeirra eru tileinkaðir konum eða hafa á sér mun kvenlegri blæ. Það er konu- dagur, mæðradagur, V-dagur, bar- áttudagur kvenna og fleira. Konur hafa fullt af dögum. En það er að- eins einn dagur sem er hreint og klárt fyrir karlmenn. Og það er bóndadagur. OG ÞAR KEMUR þessi skilning- ur a Íslendingasögunum fram aftur. Við karlmenn erum í raun allir bændur. Við erum bændur inn við beinið. Dagurinn sem er tileinkaður okkur er tileinkaður okkur sem bændum. Undan þessu verður ekki komist. Karlmennskan er það að vera góður bóndi. Örlög okkar eru að lyfta grjóti í hríðarbyl. Grafa skurði. Moka fjós. Glíma. Evrópu- meistaramótið í handbolta er byrj- að. Tökum bara það sem dæmi. Hvað er það annað en einmitt þetta: Bændur að fljúgast á? Koma svo! Taka á því í vörninni hérna! Þetta er rugl dómari! KNICKERBOX 3 fyrir 1 föstudag til sunnudags
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.