Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 36
Lífrænt ræktaðar vörur eruheilsuvörur en við leggjum líka áherslu á umhverfisvernd og heið- arleg viðskipti,“ segir Hildur Guð- mundsdóttir, sem rekur verslunina Yggdrasil ásamt eiginmanni sínum Rúnari Sigurkarlssyni. Hildur og Rúnar stofnuðu fyrir- tækið árið 1986. „Þá höfðum við búið úti í Svíþjóð og kynnst líf- rænni ræktun. Við hjónin borðum ekki kjöt en mikið grænmeti og vorum búin að venjast því að kaupa það lífrænt ræktað. Okkur fannst úrvalið mjög takmarkað hér heima og ákváðum því að stofna búðina með það markmið að vera eingöngu með lífrænt ræktaðar og umhverf- isvænar vörur í hæsta gæðaflokki. Að okkar mati eru bestu matvör- urnar lífrænt ræktaðar. Þá er ekki notaður tilbúinn áburður eða eitur- efni og engin kemísk hjálparefni í vinnslunni eins og litarefni eða rot- varefni. Hildur og Rúnar byrjuðu í Kópa- voginum en fluttu á Kárastíginn 1988. „Þetta gekk frekar hægt í upphafi og ekki margir viðskipta- vinir sem voru á þessari línu. En búðin hefur vaxið hægt og rólega. Við höfum alltaf verið sannfærð um það að þetta sé framtíðin og ákváð- um að þrauka. Við erum alltaf að bæta við okk- ur nýjum vörum og vöruúrvalið er orðið töluvert. Til dæmis erum við með margar tegundir af morgun- korni, ávexti, hnetur, fræ, niður- suðuvörur, safa, olíur og fleira. Í upphafi vorum við ekki með ferskvörur en nú erum við farin að flytja þær inn sjálf, ávexti og græn- meti. Til að tryggja gæðin leggjum við áherslu á að flytja inn vörur frá aðilum sem rækta eingöngu líf- rænt. Miklu skiptir líka að vörurn- ar séu viðurkenndar af óháðum vottunaraðila. Það er eiginlega mik- ilvægara en áður, því eftirspurnin eftir þessum vörum hefur aukist.“ Hildur segir að ákveðin mann- úðarhugsun sé að baki svokölluð- um heiðarlegum viðskiptum. „Þá er verið að spá í það hvernig fólk- inu sem framleiðir vörurnar líður. Á vissum vörum sem framleiddar eru í þriðja heiminum er ákveðið merki, Hand in hand. Þetta þýðir að seljendurnir versla beint við bóndann og greiða hærra verð en hann myndi annars fá. Þá gilda reglur um að ekki megi nota börn við vinnuna og ákveðinn hluti hagnaðarins fer í að bæta lífs- afkomu þeirra sem vinna við fram- leiðsluna.“ ■ Heilsubúðin Yggdrasill: Bestu matvörurnar lífrænt ræktaðar HILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR Með lífrænt ræktað morgunkorn. Á vínsýningunni á Hótel Loft-leiðum um helgina verða vín sem henta sérstaklega í stórar veislur, svo sem árshátíðir og brúðkaup, kynnt á bás Austur- bakka. Við val á vínum fyrir stærri hópa þarf alltaf að taka til- lit til fjöldans og velja vín sem falla sem flestum í geð; vín sem eru léttleikandi og ekki of kröfu- hörð varðandi mat en ráða engu að síður við flestan mat án þess að yfirgnæfa eða skem- ma neitt. Hér að neðan er stutt yfirlit yfir vín sem henta í veislur og gestir á vínsýningunni geta fengið að smakka á. Fordrykkir: Marrone Moscato d’Asti, 790 kr., létt freyðandi og sætt. Marques de Monistrol, 990 kr., fæst einnig sem brut. Bollinger kampavín, 2.990 kr., fág- að og elegant. Cypress White Zinfandel, 990 kr., rósavín sem náði svo miklum vin- sældum í sumar og haust að það seldist upp en er komið í búðir aft- ur. Hvítvín: Colli Euganei Bianco, 1,5 l, 1.890 kr. ljúft ítalskt á risaflösku. Willm Pinot Gris, 1.230 kr., mjög vinsælt í móttökur. Painter Bridge Chardonnay, 1.190 kr., sérstaklega gott með súkkulaði. J. Lohr Riverstone Chardonnay, 1.590 kr., mikið og ljúffengt vín. Bon Courage Sauvignon Blanc, 1090 kr., fyrir þá sem vilja þurrt og sýruríkt vín. Rauðvín: Colli Euganei Merlot, 1.5 l, 1780 kr. Prýðilegt borðvín á risaflösku. Lagunilla Crianza, 1090 kr., bragðmikið en létt og þægilegt. Canepa Cabernet Sauvignon, 1040 kr., kryddað og þétt með miklum berjatónum. Bon Courage Cabernet Sauvignon Shiraz,1090 kr., kraftmikið vín sem kemur á óvart fyrir hversu þægilegt það er til drykkjar eitt og sér. J. Lohr Seven Oaks Cabernet Sauvignon, 1780 kr., vissulega í dýrari kantinum en engu að síður mjög vandað vín og vel þess virði. Veisluvínin í ár Á vínsýningunni um helgina: ■ Húsráð 28 23. janúar 2004 FÖSTUDAGUR Bauð þýskum vinum á þorrablót: Súr hvalur olli vinslitum Arthúr Björgvin Bollason ervestfirskur víkingur sem etur þorramat með bestu lyst. „Ég borða þetta allt, innmetið og hvalinn að sjálfsögðu, og bara nógu súrt. Ég er þó ekki sannur Vestfirðingur að því leyti að ég slæst ekki við fólk um hákarlinn. Ég ætti auðvitað ekki að segja nokkrum manni frá þessu, en þarna þrýtur mín vestfirska æð,“ segir hann hlæjandi. Arthúr Björgvin er um þessar mundir búsettur með fjölskyldu sinni í Frankfurt, þar sem hann stundar rannsóknir, en er þó langt í frá fjarri góðu gamni þegar kemur að þorramatnum. „Það er gríðar- lega vel hugsað um Íslendinga í út- löndum og ég er búinn að fá boð úr öllum áttum á feikna mikið þorra- blót sem verður haldið um mánaða- mótin í Oberursel, sem er ógurlega fínn bær hér rétt fyrir utan Frank- furt. Meiningin er að fara þangað til að sinna þessari frumþörf hvers ærlegs Íslendings.“ Arthúr ætlar að bjóða með sér þýskum vinum sínum þrátt fyrir að hann hafi slæma reynslu af að bjóða Þjóðverjum á þorrablót. „Það var reyndar á námsárunum mínum, þegar Greenpeace var að gera allt vitlaust, og við blöstu blak- andi selshreifar og súr hvalur, sem gerði þetta svolítið erfitt. Í sum- um tilfellum urðu hreinlega vinslit, því menn sögðust ekki geta þekkt fólk af svona villimannaþjóðerni,“ segir Arthúr, og er grunaður um að ýkja örlítið. „En nú ætla ég að gera aðra tilraun og velja fólk sem er ekki í Green- peace.“ ■ ARTHÚR BJÖRGVIN BOLLASON Blótar þorra í Frankfurt, þar sem hann er að rannsaka hvað varð um Njálu í Þýskalandi, en hún kom út í þýskri þýðingu árið 1914. LÍFRÆNT RÆKTAÐIR ÁVEXTIR Meirihlutinn er innfluttur en Hildur segist reyna að nota íslenskt grænmeti þegar hún fær það. SAFAR AF ÝMSU TAGI Hreinir safar sem haldið er ferskum með lofttæmingu umbúðanna. ENGIN AUKAEFNI ERU Í VÖRUNUM Til dæmis ekki MSG-kryddið sem oft er í tilbúnum mat og Hildur segir að margir þoli illa. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA KRYDD Notkun á ferskum krydd- jurtum fer vaxandi og því er gott að vita að í uppskriftum samsvar- ar ein matskeið af fersku kryddi einni teskeið af þurrkuðu. MÁL Bollamál eru yfirleitt mið- uð við 2,5 dl í uppskriftum og mæliskeiðar skulu vera sléttfull- ar. PÖNNUKÖKU- OG VÖFLUDEIG Það borgar sig ekki að hræra mikið í pönnukökudeigi. Það skiptir nefnilega voðalega litlu máli þótt svolítið af kekkjum sé í deiginu. Ef of mikið er hrært í pönnukökudeiginu verður það seigt. Það sama gildir um vöfflu- deig, kekkirnir finnast hvort sem er ekki eftir að búið er að baka vöfflurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.