Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 25
Fjármál heimilanna Sérblað um fjármál 23. janúar 2004 Hulda og Ásdís Fræða unglinga bls. 8 Sigurjón Kjartansson Verstu kaupin bls. 2 Ingólfur H. Ingólfsson Falinn fjársjóður bls. 6 ● heldur fjármálanámskeið ● fjármálanámskeið í skólum● þurfti að skipta þrisvar um vél Ég fór á bókhaldsnámskeið hjá NTV og í dag sé ég heildarmyndina og skil út á hvað hlutirnir í þessu starfi ganga. Steinunn Sveinsdóttir - Skrifstofustjóri Markmiðið með námskeiðinu er að þjálfa fólk fyrir kröfuhörð bókhaldsstörf. Námið er byggt upp á kennslu og verklegum æfingum og eru tekin próf í helstu námsgreinum. Nemendur þurfa að hafa lokið grunn- skólaprófi og vera orðnir 18 ára. Lengd: 126 stundir Stgr. verð: 106.875 Tími: Kvöldnámskeið hefst 29. janúar og morgunnámskeið 26. janúar. Bókhald Verslunarreikningur Tölvubókhald Navision VSK uppgjör Afstemming / Ársreikningar Námsgreinar Launabókhald Fjárhagur Lánadrottnar Viðskiptamenn Birgðir, innkaup og tollar Allar nánari upplýsingar er að finna á ntv.is. Ráðgjafarstofa heimilanna: Það versta sem menn gera er að gera ekki neitt Ég hvet alla til að halda heimilis-bókhald og skrá niður alla sína eyðslu. Þó ekki sé nema í einn mán- uð. Hafa ekki allir lent í því að spyrja sig spurningarinnar: „Í hvað fóru peningarnir“? segir Ásta S. Helgadóttir, settur forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimil- anna. Hlutverk þeirrar stofu er að veita fólki í fjárhagsvanda endur- gjaldslausa ráðgjöf. Þar starfar fag- fólk, t.d. viðskiptafræðingar, hag- fræðingur og byggingafræðingur. „Flestir sem leita til okkar eru komnir í þrot með sín fjármál af einhverjum ástæðum,“ segir hún. „Sumir koma af eigin hvötum en oft eru það bankarnir, félagsþjónusta sveitarfélaga eða Íbúðalánasjóður sem vísa fólki hingað.“ Þess má geta að Ráðgjafarstofan byggir á samstarfi 13 aðila, meðal annars félagsmálaráðuneytis, Íbúðalánasjóðs, lánastofnana og Reykjavíkurborgar. Einnig hefur hún gert þjónustusamninga við Akureyrarkaupstað og Kópavogs- bæ og samningaviðræður eiga sér stað við sveitarfélagið Árborg. Ástæður þess að fólk kemst í verulega greiðsluerfiðleika geta verið margar og erfitt getur verið að verjast þeim. Ásta lýsir því: „Óvænt áföll eins og atvinnumissir, alvarleg veikindi og offjárfesting eru meðal þess sem getur kippt stoðunum undan fjárhag fólks. Einnig að hafa skrifað upp á lán fyr- ir ættingja og vini og misst eignir ef þeir hafa ekki getað greitt skuldir. Enn aðrir byrja á að lenda í minni háttar vanskilum sem síðan hlaða á sig vöxtum og verða eins og snjó- bolti sem stöðugt stækkar. Það er svo dýrt að skulda og það versta sem menn gera er að gera ekki neitt í málunum.“ Ásta segir mikla breytingu hafa orðið á aðgengi fólks að lánum á síð- ari árum en aukið frelsi kalli á meiri sjálfsaga og ábyrgð. Margir séu svo illa skuldsettir að ekkert megi út af bera. Númer eitt sé að sýna lit og fara strax í bankann að reyna að semja um lengri greiðsludreifingu skuldanna þegar illa horfi. „Það krefst mikillar skipulagn- ingar að koma reiðu á peningamálin ef í óefni er komið. Fyrsta skrefið er að fara í sjálfsskoðun, meta vand- ann og setja sér markmið. Annað er að gera sér grein fyrir tekjunum og draga úr útgjöldunum til samræmis við þær. Þriðja þrep verður síðan að leggja fram áætlanir sínar hjá lána- stofnun og semja.“ Ásta segir debetkortanotkun og heimabanka auðvelda fólki að fylgj- ast með eigin eyðslu. „Yfirsýn yfir fjárhagsstöðuna er alger nauðsyn og þar gildir einu hvort tekjurnar eru háar eða lágar.“ ■ Íslendingar eru sjoppufólk: Daglega neyslan telur Það skiptir ekki svo mikluhvað það sem maður gerir einu sinni á ævinni kostar. Fari maður fínt út að borða einu sinni á ári skiptir ekki öllu hvort reikningurinn er 15 þús- und eða 25 þúsund. Það sem maður gerir daglega telur meira en mann grunar. Sá sem reykir pakka á dag borgar fyrir það 15 þúsund á mánuði. Sú upphæð spöruð á mánuði á 5% vöxtum í 25 ár er 8,7 milljónir. Íslendingar eru sjoppufólk. Við segjum gamansögur af Norðmönnum sem mæta í vinn- una með samlokur í smjörpapp- ir. Við hlæjum að Svíum sem setja matarafganga í box og taka með í vinnuna. Okkur finn- ast Danir, með skreytta brauðið sitt, svolítil krútt, en myndum aldrei mæta með heimasmurt í vinnuna. Nei við förum út í sjoppu. Við kaupum langloku, kók, súkkulaði, tyggjó og svolítið nammi í poka. Svo fáum við okkur snakk um helgar og svo- lítið meira nammi og snakk. Þessi dagsneysla kostar kannski 700 krónur. Það gerir 255 þúsund á ári, 21 þúsund á mánuði. Bæti maður einum sígarettupakka við er upphæð- in 36 þúsund á mánuði. Var ein- hver að tala um að það væri erfitt að spara? ■ ÁSTA R. HELGADÓTTIR Segir yfirsýn yfir fjárhagsstöðuna algera nauðsyn. VIÐ SJÁLFSALANN Það sparast meira en mann grunar við það að venja sig af daglegum sjoppuferðum. SJOPPUFERÐ: Langloka 250 krónur Kók 150 krónur Prins póló 100 krónur Tyggjópakki 60 krónur Nammi í poka 140 krónur Samtals 700 krónur Kostnaður á mánuði 21 þúsund Kostnaður á mánuði við að reykja pakka á dag 15 þúsund Samtals 36 þúsund 36 þúsund krónur lagðar fyrir á mánuði: í fimm ár á 7% vöxtum eru 2,5 milljónir í tíu ár á 7% vöxtum eru 6,1 milljón í fimmtán ár á 7% vöxtum eru 11,2 millj- ónir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.