Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 41
33FÖSTUDAGUR 23. janúar 2003 Fréttiraf fólki ÚTSALA Merkjavara og tískufatnaður á 50-70% afslætti og nú 50% AUKA AFSLÁTTUR við kassa + + + m e r k i f y r i r m i n n a + + + Faxafeni 10 - sími: 533 1710 O U T L E T 1 0 O U T L E T 1 0 Jakkaföt Dragtir frábær verð Gallabuxur Bolir Peysur Kápur Skyrtur Úlpur Skór Stígvél 990 500 990 3900 900 3900 990 1500 frá: frá: frá: frá: frá: frá: frá: frá: Gallabuxur Buxur Úlpur Peysur Strigaskór Skór Skyrtur Jakkaföt VÖRUR FRÁ VERSLUNUM: 990 990 3900 990 990 990 990 9990 frá: frá: frá: frá: frá: frá: frá: frá: Opið: Laugardag 11-17 Mán - fös 11-18 dömu dæmi: herra dæmi: FRÁBÆR KAUP Jogging-gallar 1.990 NÝ SENDING: Renndar FLÍSPEYSUR allar stærðir margir litir 1.990 kr. Stærðir á alla AUK A- Serbar heimta afsökunarbeiðni FÓLK Fjölmiðlar í Serbíu hafa krafist þess af Michael Jackson að hann biðjist formlega afsökunar á því að hafa borið eina merkustu orðu sem gefin er af þjóðinni um háls sér. Ástæðan er ekki bara vanvirðing, heldur sú að hann bar hana öfuga. Það þótti nokkurt hneyksli á Balkanskaga þegar sagnfræðingur opinberaði að Jackson hefði borið orðu Reglu hvíta arnarsins. Talið er að Jackson hafi keypt hana í forn- gripaverslun í Bandaríkjunum. „Það var niðrandi að sjá hann bera orðuna á jakka sínum sama dag og hann mætti fyrir dómara vegna ásakana um kynferðisofbeldi gegn barni,“ sagði Miladin Markovic, virtur sagnfræðingur og yfirmaður félags myntsafnara í landinu. Orðuveitingin var sett á laggirn- ar árið 1883 af Milan I Serbíukóngi. Ekki er vitað hvort orða Jacksons var eftirlíking eða ekki. „Í sögu Serbíu hefur orðan verið veitt þeim sem hafa sýnt hugrekki á vígvellinum,“ bætti Markovic við. „Jackson hefur líklegast keypt hana í forngripaverslun í Las Vegas og hefur líklegast enga hugmynd um hvað hún þýðir. Ekki bara það, held- ur var hann með orðuna öfuga um hálsinn.“ ■ Burst á Gauta- borgarhátíðina KVIKMYNDIR Dansstuttmynd Reyn- is Lyngdal, Burst, komst inn á Gautaborgarhátíðina og verður sýnd á þriðjudaginn í næstu viku, 27. janúar. „Kvikmyndasjóður sendi myndina inn á sínum tíma og ég held að það hafi verið valdar þrjár af þessum tíu dansmyndum sem voru gerðar á Norðurlöndunum,“ segir Reynir Lyngdal. „Mynd okk- ar Kötu var valin, svo norska myndin og ég held sú sænska líka. Þetta verður sýnt í sérstökum hluta hátíðarinnar sem tekur á skandinavískum myndum.“ Gautaborgarhátíðin er stærsta kvikmyndahátíð Norðurlanda og því eftirsótt að komast þar að. Reynir fékk fréttirnar ekki fyrr en á þriðjudaginn var og er því ekki viss um hvort hann verði við- staddur sýninguna eða ekki. Myndin Burst var gerð fyrir verkefnið Moving North, en fyrir það fengu tveir leikstjórar frá hverju Norðurlandi fjármagn til þess að gera dansmynd. Kata Hall er danshöfundur myndarinnar. Reynir Lyngdal hefur verið að leggja drög að því að gera sína fyrstu mynd í fullri lengd og gæti þetta hjálpað honum til þess. Fyrstu drög að handriti eru til- búin og er myndin á fjármögnun- arstiginu. „Þetta ætti að hjálpa því ferli,“ segir Reynir. „Ég er að bíða eftir símtali sem sker úr það hvort ég komist út eða ekki. Myndin var unnin fyrir einu og hálfu ári síðan. Þetta tekur allt langan tíma en svo fær maður annað slagið svona skemmtileg símtöl um að myndin hafi verið á þessari hátíð.“ Myndin vann verðlaun á dans- stuttmyndahátíð í Toronto í Kanada fyrir skemmstu. ■ American Idol dómarinnSimon Cowell segist hafa talað niðrandi um útlit Madonnu vegna kossins sem hún og Britney deildu á sviði á síðasta ári. Hann afgreiddi hana sem húsmóð- ur og sagði að einu sinni hefði hún verið falleg. Cowell sagði að hér áður fyrr hefði honum líkað vel við Madonnu því að hún hafi kunnað að hneyksla fólk á réttan hátt. Kossinn hefði verið svo fyrirsjáanlegur og æfður að atriðið hafi verið glatað þess vegna. Gamli swingur, Sean Connery,hefur tekið að sér að verða andlit skoska viskísins Dew- ar 12 Special Reserve. Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem fyrrum Bond-leikarinn leikur í áfengis- auglýsingum því hann auglýsti japanska viskíið Suntory þar í landi. Slógan auglýsingaher- ferðarinnar er „sumir eldast, aðrir þroskast“. Ruben finnst gaman að æfa Ruben Studdard, sigurvegariAmerican Idol á síðasta ári, seg- ist hafa ánægju af góðri líkams- rækt. Hann lék á sínum tíma amer- ískan fótbolta með háskóla í Ala- bama og reynir að æfa þegar hann hefur tíma til. Þetta kemur eflaust mörgum á óvart enda er vaxtarlag Studdard í frjálslegri kantinum. „Ég fór í há- skóla á fótboltastyrk en ég varð dá- lítið latur. Að fara í líkamsrækt get- ur samt gert daginn betri en ella,“ sagði hann í viðtali við AP-frétta- stofuna. Þrátt fyrir aukakílóin seg- ist hann aftur á móti ekki vera á leiðinni í megrun. Fyrsta plata Studdard, Soulful, hefur selst í einni milljón eintaka í Bandaríkjunum síðan hún kom út í síðasta mánuði. Hann er einnig til- nefndur sem besti R&B listamaður- inn á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fer fram 8. febrúar. Studdard, sem er 25 ára, er mjög spenntur fyr- ir verðlaununum. „Ég hef verið að semja Grammy-verðlaunaræður frá því ég man eftir mér,“ sagði hann. ■ Brjóstin gætu sprungið Læknar hafa varað bresku nekt-arfyrirsætuna Jordan við því að taka þátt í raunveruleikasjón- varpsþættinum I’m a Celebrity... Get Me Out of Here. Í þættinum fara þjóðþekktir Bretar til Gull- strandarinnar í Ástralíu þar sem þeir búa í saman í frumskógi. Læknarnir segja ekki óhætt fyrir Jordan að fara þar sem silikon- fyllt brjóst hennar gætu hæglega sprungið ef blóðsugur festa sig við þau í frumskóginum. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Jordan sé búin að lofa því að fara úr fötunum í þættin- um. Þess vegna sáu læknar sig til- neydda til þess að benda á þessa staðreynd. Þeir segja að brjóst hennar muni bólgna upp sem gæti leitt til þess að þau hreinlega springi. „Ef hún verður fyrir einhvers konar biti er mjög mikilvægt að hún komist fljótt undir læknis- hendur,“ sagði læknir í viðtali við The Daily Star. „Ég vil helst ekki hugsa um það hvað myndi gerast ef brjóst hennar bólgnuðu út. Það er hætta á því að þau springi.“ Aðrir þjóðþekktir Bretar sem taka þátt í þættinum eru John Lydon, söngvari Sex Pistols, og fyrrum poppstjarnan Peter Andre sem Jordan er víst mjög spennt að hitta. Hann hefur búið á Kýpur síðustu árin og hafði því aldrei heyrt hennar getið. ■ STUDDARD Fyrsta plata hans hefur selst í einni milljón eintaka í Bandaríkjunum. Skrýtnafréttin ■ Breskir læknar hafa varað nektarfyrir- sætuna Jordan við því að taka þátt í raun- veruleikasjónvarpsþætti. JORDAN Læknar segja að brjóst Jordan séu það stór og það sé hreinlega hætta á því að þau springi verði hún bitinn af einhvers konar dýri í frumskógi Ástralíu, þar sem hún er nú við tökur á sjónvarpsþætti. BURST Stuttmynd Reynis Lyngdal og Kötu Hall verður sýnd á Gautaborgarhátíðinni næsta þriðjudag. MICHAEL JACKSON Orðan sést hér um hálsinn á Jackson. Honum tókst einhvern veginn að snúa henni öfugt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.