Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 22
22 23. janúar 2004 FIMMTUDAGUR ■ Af Netinu Fiskveiðistefnan Fiskveiðistjórnunartæki eðahagsmunaverndun? Margt hefur verið talað og ritað um „kvótakerfið“ í íslenskum sjáv- arútvegi síðan það var tekið upp og sýnist sitt hverjum, eins og vænta mátti, en við getum gengið út frá því, að þeir sem á sínum tíma fengu úthlutað leyfi til þess að nýta auð- lind þjóðarinnar eins og þeir nánast vildu, eru þessu kerfi mjög hlynntir og segja það besta sem völ er á, bæði til þess að vernda fiskistofn- ana og að auka hagkvæmni í rekstri útgerðar. En aftur á móti þeir sem ekki njóta þeirra forréttinda að fá úthlutað á hverju ári nokkrum tug- um milljóna, af sameiginlegri eign þjóðarinnar (skv. 2. gr. stjórnar- skrárinnar), hafa aðra skoðun og sýn til framkvæmdarinnar á „kvótakerfinu“. En eitt geta landsmenn gefið sér; að ekki verði hróflað við „kvóta- kerfinu“. Til þess eru hagsmuna- samtökin allt of sterk og því miður virðast þessi hagsmunsamtök hafa það sterk ítök, að stjórnarherrunum sé nánast stjórnað eins og strengja- brúðum og ekkert bendir til að þar verði breyting á. Kvótaúthlutun Nú er svo komið að þessi „þjóð- areign“, sem er fiskurinn í sjónum, er komin í hendurnar á örfáum stór- um aðilum og það er nánast óger- legt fyrir nýja aðila að komast inn í útvegsgeirann. Útgerðaraðilar sem hafa fengið úthlutað veiðiheimildum (án endur- gjalds) að virði margra tuga millj- óna, hafa leigt þennan sama „kvóta“ og sent skip sín til veiða á fjarlæg mið og þannig fjármagnað smíði á nýjum og afkastamiklum skipum. Aðrir hafa byggt upp stórútgerð- arveldi og ber í því sambandi að nefna að „kvótaúthlutunin“ átti stærstan þátt í uppbyggingunni, en dæmi um þetta verður tekið síðar. Á tímamótum Að margra áliti stöndum við, Ís- lendingar, á tímamótum en á þess- um tímamótum verðum við að staldra við og ákveða hvernig lífs- kjörin í þessu landi eiga að vera. Á að verða hér forréttindastétt, sem verður leyft að athafna sig (næstum því að eigin vild), í auðlegð þjóðar- innar, eða ætlum við að koma upp „réttlátara“ fiskveiðistjórnunar- kerfi og þá um leið gera mönnum mögulegt að horfast í augu við næsta mann og geta sagt (kinnroða- laust): „Ég hef komist áfram á eigin forsendum og ágætum en ekki af því að ég fæddist inn í vissan „for- réttindahóp““. En þannig er veru- leikinn í dag. ■ Byrgjum barinn Íslenskir áfengisframleiðendur eru afar svekktir yfir því að bannað sé að auglýsa áfenga drykki hér landi. Hvers vegna þeir eru svona svekktir er stundum óljóst þar sem þeir halda því reglulega fram að áfengis- auglýsingar hafi í raun engin áhrif á neytendur, sérstaklega ekki börn og unglinga. Ýmsar rannsóknir sýna reyndar fram á að áfengisauglýsing- ar hafi áhrif á ungt fólk og því eru enn ágæt rök fyrir auglýsingabann- inu. Í umræðum í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld var því haldið fram að engar rannsóknir sýndu að áfengis- auglýsingar hefðu áhrif á drykkju ungs fólks. Þetta er vitaskuld rangt enda ganga flestar neysluauglýsing- ar út á að sannfæra ungt fólk. Það er þekkt staðreynd í auglýsingageiran- um að mikilvægast af öllu er að ná til ungs fólks í auglýsingum. Börn og unglingar eru tryggir neytendur. SIGURÐUR HÓLM GUNNARSSON Á WWW.SKODUN.IS Risaeðlan RÚV RÚV er háð pólitísku valdi. Auk þess sem það fær fjárlög frá íslenska ríkinu er útvarpsráð skipað af Al- þingi. Á sama tíma á þessi stofnun að gæta hlutlægni gagnvart ríkis- valdinu og gæta þess að hið opin- bera hafi engin áhrif á starfsemi stofnunarinnar. Ríkið á ekki að reka fjölmiðla fyrir skattpeningana okkar. Það hefur verið sýnt fram á það að einstaklingar og fyrirtæki eru full- færir um að reka og eiga fjölmiðla. Ríkisvaldið á að draga sig úr fjöl- miðlarekstri, það er tímaskekkja að RÚV sé rekið í samkeppni við einka- aðila á frjálsum markaði. MARGRÉT RÓS INGÓLFSDÓTTIR Á WWW.TIKIN.IS Menntasókn í stað fjársveltis Háskólastigið á Íslandi glímir viðalvarlegan fjárhagsvanda. Það kristallast í því að Háskóli Íslands er nú í þeirri stöðu að þurfa að vísa 900 umsækjendum um skólavist frá námi við skólann vegna 600 millj- óna króna fjárskorts eða að taka upp harkalegar fjöldatakmarkanir og há skólagjöld til að mæta fjár- þörfinni. Hvort tveggja er fullkom- lega óviðunandi og skammarlegt að stjórnvöld skuli hafa rekið Háskól- ann út í þetta horn í stað þess að efla hann með öllum tiltækum ráð- um. Ekki síst með það að leiðarljósi að menntun er besta fjárfestingin og hefur í för með sér verulega auk- inn hagvöxt. Líkt og fram kom í máli Þorvaldar Gylfasonar prófess- ors í erindi á Menntadögum iðnað- arins í liðinni viku hefur hvert ár í skóla í för með sér 6% tekjuauka að meðaltali fyrir einstaklinginn og þar með aukna landsframleiðslu um 4% fyrir hvert ár. En íslensk stjórn- völd eru ennþá stödd í iðnbylting- unni miðri. Árhundruðum á eftir tímanum. Minnst til háskólastigsins Við jafnaðarmenn boðum öfl- uga menntasókn gegn þeirri stöðnun fjársveltis og fjöldatak- markana sem ríkisstjórnarflokk- arnir hafa sett skólamálin í. Þá menntasókn kynnum við á Samfylk- ingardögum í Háskóla Íslands alla þessa viku. Íslensk stjórnvöld veita 0,8% af landsframleiðslu til háskólastigs- ins. Þrátt fyrir að Íslendingar séu mun fleiri á skólaaldri en aðrar Norðurlandaþjóðir verja þær hins vegar allt að helmingi hærra hlut- falli til sinna háskóla, um 1,2-1,7%. Ef íslensk stjórnvöld hefðu svipað hlutfall og hinar Norðurlandaþjóð- irnar hafa fengi háskólastigið um 4-8 milljörðum króna meira á ári en það gerir nú. Háskóli Íslands á ekki að vera á heljarþröm fjársveltis og fjöldatak- markana. Núverandi stefna í menntamálum hefur lamandi áhrif á möguleika Íslendinga í framtíð- inni. Það þarf sókn til að sigra. Við höfnum skólagjöldum og fjöldatak- mörkunum sem grunnstefi í ríkis- háskólunum. Við viljum að hver og einn geti stundað nám á eigin for- sendum án tillits til efnahags. Há- skólarnir eiga að vera burðarás í samfélagi mennta og menningar og þeir eiga einnig að efla fjölbreytt atvinnulíf sem byggist á hugviti og þekkingu. Frammistaða Sjálfstæðis- flokksins Menntun er grundvallaratriði í þekkingarhagkerfi framtíðarinn- ar sem byggir á menntuðum mannafla en ekki hrárri nýtingu náttúruauðlinda. Aukin framlög til menntamála auka framleiðni í hagkerfinu verulega og leggja grunn að fjölbreyttu atvinnulífi sem hvílir á hugviti fólksins. Þær þjóðir sem fjárfesta myndarlega í menntamálum hafa hærri lands- framleiðslu á hvern einstakling. Því er það lykilatriði í allri at- vinnustefnu Íslendinga að byrja á menntamálunum. Og gera það af krafti og framsýni. Frammistaða Sjálfstæðis- flokksins og ríkisstjórnarinnar undanfarin 20 ár er afar dapurleg og bendir til að þar vanti skilning á gildi menntunar og þörfum há- skólanna. Við því verður að bregðast. Metnaðarleysinu verð- ur að linna og háskólastigið að fá það fjármagn sem það þarf til að almannavaldið með fjárskorti sín- um sé ekki að koma í veg fyrir nauðsynlega framþróun háskól- anna. Eins og staðan er í dag hefur seta Sjálfstæðisflokksins í ráðuneyti menntamála linnulítið um áratuga skeið valdið skólamál- um stórum skaða. ■ Eflum samkeppn- issjóði vísinda og rannsókna Fátt er sannara en að mennt-un og þekking séu forsendur velmegunar og velferðar á komandi árum og áratugum. Nýsköpun og þekkingariðja eru í senn forsendur hagvaxtar sem gengur ekki á forða eða nátt- úruauðlindir og þá ekki síður algjört skilyrði þess að Ísland geti boðið komandi kynslóðum áhugaverð störf og kjör sem eru sambærileg á alþjóðavísu. Því mætti ætla að vísindarann- sóknir, þróunarstarf og nýsköp- un væri og hefði verið um langt árabil forgangsverkefni stjórn- valda. En svo er því miður ekki. Fátt lýsir betur hugarþeli stjórnvalda en sú ákvörðun ríkisstjórnar í a ð d r a g a n d a kosninga á síð- asta vori að gefa atvinnu- lífinu vítamín- sprautu með 5 m i l l j a r ð a króna fjárveit- ingu til mann- virkjasmíða. Þar var um að ræða upphæð- ir sem visinda- samfélagið á Íslandi hafði lengi dreymt um en aldrei séð. Í stað upp- byggingar til framtíðar og stað- góðrar næringar fékk atvinnu- lífið fituríkan skyndibita. Stuðningur við vísindin fer eftir kjördæmum Þegar litið er til þeirrar stað- reyndar að Ísland er aftarlega á meri nýsköpunar, í 21. sæti þjóða samkvæmt árlegri skýrslu World Economic For- um, mætti ætla að takmörkuð- um fjármunum væri veitt til vísinda- og rannsóknarstarfs. En svo er ekki þegar útgjöld til málaflokksins eru skoðuð sem hlutfall af landsframleiðslu og borin saman við nágrannaþjóð- ir okkar. Að því leiðir að útgjöld okkar til málaflokksins eru ekki að skila okkur þeim árangri sem ætla mætti. Ástæður þessa eru vart að Íslendinga skorti hugvit, þrek eða þor. Nei. Svo er ekki. Líklegra er að okkar besta fólk er ekki að fá eðlilegan hluta fjárins. Þegar skoðað er hvernig hið opinbera útdeilir fé til rann- sókna og þróunarstarfs kemur í ljós að þeir ferlar eru hvorki skipulagðir né gegnsæir. Af- leiðing þessa er að verkefni sem eru t.d. upprunnin úr sömu kjördæmum og sá ráðherra sem fer með fjárveitingavald fá meiri byr í seglin en önnur. Þá fá rannsóknarstofnanir sem eru fjárveitingavaldinu kærar stærri sneið af kökunni en aðr- ar, burtséð frá því hvaða ár- angri stofnanirnar skila. Styðjum þá sem ná árangri Við blasir að sá hluti opin- bers fjármagns sem fer í svo- kallaða samkeppnissjóði er minni hér á landi en í löndum sem við ættum að taka okkur til fyrirmyndar eins og t.d. Norðurlöndunum. Samkeppnis- sjóðir teljast þeir sjóðir sem byggja á vönduðum, ítarlegum og gegnsæjum reglum varðandi úthlutun. Slíkir sjóðir hafa sýnt að með aga og vönduðum vinnu- brögðum er hægt að beina opin- beru fjármagni til þeirra sem eru líklegastir til að ná árangri. Ætli stjórnvöld að efla rann- sóknir og þróunarstarf, í þeim tilgangi að skapa hér á landi öfl- ugt og samkeppnishæft þekk- ingarsamfélag, er fyrsta til- tæka ráðið að stórefla sam- keppnissjóði á borð við Vísinda- sjóð og væntanlegan Tækni- sjóð. Það kann að reynast þaul- setnum valdamönnum þrautin þyngri því þar með kann að draga úr þeim fjármunum sem þeir hafa haft til að gleðja ná- komna. Samkeppnissjóðir styrkja HÍ Í ljós hefur komið að rann- sóknir í tengslum við Háskóla Íslands hafa fengið farsæla af- greiðslu samkeppnissjóða og undirstrikar það sterka stöðu kennara og nemenda Háskólans og hlutverk hans sem musteri vísinda hér á landi. Af því leiðir að efling samkeppnissjóða mun að sama skapi efla vísindastarf Háskóla Íslands. Samfylkingin boðar mennta- sókn. Ein skjótvirkasta leiðin til að efla vísindi, rannsóknir og þróunarstarf hér á landi, og þá um leið að leggja grunninn að fjölbreyttu atvinnulífi byggðu á frumkvæði og hugviti, er að fara að góðum ráðum Samfylk- ingarinnar og stórefla sam- keppnissjóðina. ■ Ráðstefna „Okkur hefur ekki borist neitt formlega frá Öryrkjabandalaginu um þetta. Mín ábyrgð sem stjórn- málamanns er sú að gera allt sem ég get til að stuðla að bættri þjón- ustu við öryrkja og ég tel mig ekki vera að grafa undan Öryrkjabanda- laginu með þessari ráðstefnu.“ –––––––––––––––––––––– Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Fé- lagsmálaráðuneytið stendur fyrir ráð- stefnu undir formerkjum Evrópuárs fatl- aðra. Forystumenn Öryrkjabandalags Ís- lands taka því stinnt upp. Bætiflákar Umræðan JÓHANN ELÍASSON ■ fyrrverandi stýrimaður skrifar um kvótann. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ■ þingmaður Sam- fylkingarinnar skrif- ar um menntasókn. Umræðan ÁSGEIR FRIÐGEIRSSON ■ skrifar um eflingu samkeppnissjóða. Höfundur situr á Al- þingi fyrir Samfylk- inguna í Suðvestur- kjördæmi. Umræðan „ Þegar skoðað er hvernig hið opinbera út- deilir fé til rannsókna og þróunarstarfs kemur í ljós að þeir ferlar eru hvorki skipulagðir né gegnsæir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.