Fréttablaðið - 23.01.2004, Side 31

Fréttablaðið - 23.01.2004, Side 31
23. janúar 2004 Fjármál heimilanna 7 Það er gaman að eyða peningum en það er líka gaman að spara Sá sem gerir hvort tveggja hefur tvöfalda ánægju af peningunum.. FjÁRMÁL HEIMILANNA . . . . - Ný hugsun í heimilisrekstri " Auka frjálsar ráðstöfunartekjur heimilisins " Greiða hratt niður skuldir " Fjárfesta í sparnaði óháð skuldastöðu " Meta áhrif viðhorfa og hegðunar á fjármálin Námskeið þar sem kennt verður að: Námskeiðsgögn, 12 mánaða frí áskrift að heimilisbókhaldi og veltukerfi sem er fljótvirk aðferð til að greiða niður skuldir. Aðgangur að læstri spjallrás um fjármál heimilisins og upprifjunarnámskeið eftir sex mánuði. Innifalið í námskeiðinu er: Skoðaðu heimasíðuna www.fjarmalafrelsi.is Það borgar sig ! ÞúÞúátt nóg af peningum. Finndu þá! Akureyri 9. og 10. feb. Skráning: www.simey.is eða 460 5720 Reykjavík 17. og 19. feb. Skráning: www.fjarmalafrelsi.is eða 587 2580 Vestmannaeyjar 20. og 21. feb. Skráning: www.viska.eyjar.is eða 481 1950 Leiðbeinandi: Ingólfur H. Ingólfsson, félagsfræðingur Vitlausustu kaupin: Jólakúlur fyrir öll Norðurlöndin Það var klárlega þegar égkeypti 40 feta gám fullan af rússneskum jólakúlum. Nokkur hundruð þúsund stykki. Það var dálítið galið,“ segir Helga Thor- berg, verslunarkona í Blómálfin- um á Vesturgötunni, og þarf ekki einu sinni að hugsa sig um þegar hún er spurð hvað séu vitlausustu kaup sem hún hafi gert á ævinni. Þetta var á árunum upp úr 1990 og hún kveðst ekki einu sinni hafa verið með verslun þá. „En ég var með jólamarkað í Hlaðvarpanum og kúlurnar voru svo ódýrar auk þess að vera dásamlega fallegar. Þetta voru alger reyfarakaup! Magnið hefði hins vegar nægt fyrir öll Norðurlöndin. Maður á alltaf að hugsa um norræna sam- vinnu, er það ekki?“ En viti menn. Helga segir allar kúlurnar búnar núna. „Fólk er að koma til mín með tár í augum og spyrja hvort það leynist ekki einn kassi einhvers staðar af þessu yndislegu rússnesku kúlum. Þetta var svo fallegt.“ ■ Fjármálakennsla fyrir unglinga: Ekki sjálfsagt að biðja um uppáskrift Við förum yfir notkun debet-korta, kreditkorta, sparnað, eyðslu, undirskriftir, fjárfest- ingar og hvað er að vera ábyrgð- armaður,“ segir Hulda Stein- grímsdóttir, viðskiptafræðingur hjá Lánstrausti, sem stendur fyrir fjármálanámskeiði fyrir tíunda bekk ásamt Ásdísi Krist- jánsdóttur. Hulda segir þær stöllur hafa farið af stað með námskeiðið í ljósi þess að fjöldi ungs fólks sé á vanskilaskrá. Þær útbjuggu námsefni og hlaut verkefnið til þess styrki frá bankastofnun- um. Á námskeiðunum er útskýrt fyrir unglingunum hvað felst í fjárhagslegum skuldbindingum og hvað þær hafa í för með sér. Þá er þeim gerð grein fyrir því að skuldbindingar verði að miða út frá launum eftir skatt. Hulda segir innihald nám- skeiðsins yfirleitt koma flatt upp á unglingana. Það sem komi mest á óvart sé að hægt sé að fara yfir á debetkortinu og kostnaðurinn sem af því hlýst. Einnig undrast þau hversu fljótt reikningur er sendur til lög- fræðings og hversu fljótt upp- hæðin margfaldast sé hann ekki greiddur á réttum tíma. „Það kemur mörgum á óvart að ábyrgðarmenn þurfi að borga ef lántaki gerir það ekki. Ung- lingar í dag geta orðið ábyrgðar- menn 18 ára gamlir og er nauð- synlegt að gera þeim grein fyrir því í hverju þessi ábyrgð felst. Þá brýnum við fyrir þeim að ekki sé sjálfgefið að biðja fólk um að vera ábyrgðarmenn.“ ■ HELGA THORBERG Gerði reyfarakaup – en magnið var mikið. HULDA STEINGRÍMSDÓTTIR OG ÁSDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR Hulda og Ásdís fara á milli skóla með fjármálakennslu fyrir tíundubekkinga. Ástæðuna segja þær vera fjölgun ungs fólks á vanskilaskrá. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.