Fréttablaðið - 23.01.2004, Side 35

Fréttablaðið - 23.01.2004, Side 35
FÖSTUDAGUR 23. janúar 2003 Kokkteilkeppni: Hámark þrjár áfengistegundir Sænska fyrirtækið Absolut Vodkamun efna til kokkteilkeppni síð- degis þann 20. febrúar. Þar verður leitað að hinum eina sanna íslenska Midnight Sun kokkteil, sem stefnt er á að gera heimsfrægan. Keppnin verður haldin í Sjávarkjallaranum og er opin öllum, bæði áhugafólki og faglærðu. Aðeins þrjár áfengis- tegundir mega vera í kokkteilnum og má hann innihalda allt að 6 cl af áfengi, þar af minnst 3 cl frá Absolut (Absolut Vodka eða bragð- bættum Absolut.) Kokkteillinn á að vera „longdrink“, hann má vera hrist- ur, hrærður eða byggður. Keppendur munu fá aðstöðu til að æfa sig í sérstökum æf- ingabúðum Karls. K. Karlssonar í Reykjavík og á Akureyri en fyrirtækið er með umboð fyrir Absolut Vodka. Vegleg verðlaun eru í boði. Áhugasömum er bent á heimasíðuna www.vin.is þar sem þátttökuskilyrði og keppn- isreglur eru kynntar. ■ Lax með engifer og steiktar kartöflur með spergilkáli Þegar lax er á tilboðsverði erenginn vandi að útbúa glæsi- veislu fyrir lítið verð. Þessi rétt- ur er fljótlegur, einfaldur og svo góður að hann kemur út tárum hjá matnæmu fólki. 4 góðar sneiðar af laxi 500 kr. 2 cm biti af engiferrót 2-3 msk. sojasósa möndluflögur til að dreifa yfir 6 góðar kartöflur 100 kr. 1 stilkur af spergilkáli 125 kr. ólífuolía Setjið ögn af ólífuolíu í botn- inn á eldföstu fati og laxasneið- arnar þar ofan á. Rífið engifer- rótina og setjið yfir laxinn ásamt sojasósunni og dreifið svo möndluflögum yfir allt. Bakið laxinn í 200 gráðu ofni í um 30 mínútur eða þar til hann er fallega brúnaður og laus frá beininu. Kartöflurnar eru þvegnar vel og sneiddar í mjög þunnar sneiðar. Ólífuolía er hit- uð á pönnu og kartöflusneiðarn- ar steiktar á báðum hliðum þar til þær verða gullinbrúnar og girnilegar. Best er að steikja þetta magn af kartöflum í að minnsta kosti tvennu lagi. Þegar allar kartöflurnar hafa verið steiktar, saltið þær þá eftir smekk og setjið aftur á pönnuna ásamt niðurskornu spergilkál- inu. Setjið lokið á pönnuna, hristið hana og slökkvið svo á hellunni eftir mjög stutta stund og látið lokaða pönnuna standa á hellunni í ca. 3 mín. Þá ætti spergilkálið að vera mátulega eldað, mjúkt en samt hæfilega stökkt. Berið fram með grænu salati. Kostnaður: um 800 kr. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.