Fréttablaðið - 19.02.2004, Page 4

Fréttablaðið - 19.02.2004, Page 4
4 19. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR Hverja telurðu möguleika Ástþórs Magnússonar gegn sitjandi forseta? Spurning dagsins í dag: Á ríkið að styrkja starfsemi hvala- skoðunarfyrirtækja? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 2,7% 12,4% Mikla 4,5%Jafna 3,9%Litla 76,5%Mjög litla Mjög mikla Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Krefja Kaupþing um skýringu á yfirlýsingu Leiðtogi sjálfstæðismanna í Eyjum segir tölur um tap á dollaraláni heimatilbúnar. Lúðvík Bergvinsson spyr hvort fjárhættuspil hafi átt sér stað með fjármuni bæjarins. Ráðgjöf Kaupþings kostaði milljón krónur. SVEITARSTJÓRNIR „Tapið af 10 mán- aða aðgerðarleysi er 77 milljónir. Þetta liggur fyrir,“ segir Lúðvík Bergvinsson, oddviti meirihluta bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, um þá hækkun sem varð á dollara- láni bæjarsjóðs árið 2001. „Spurningin sem vaknar er sú hvort menn hafi með þessu verið að stunda fjár- hættuspil með fjár- muni bæjarins eða hvort fyrrverandi bæjarstjóri hafi talið sig búa yfir meiri þekkingu á gjaldeyrismarkaði en rándýrir ráðgjafar að sunnan,“ segir Lúðvík og bendir á að bæjar- sjóður hafi greitt Kaupþingi eina milljón krónur fyrir ráðgjöfina vegna dollaralánsins. Á þeim tíma sem lánið var tek- ið árið 2000 og þar til kjörum þess var breytt frá því að vera ein- göngu bundið rísandi Bandaríkja- dollar liðu 10 mánuðir. Guðjón Hjörleifsson var bæjarstjóri á þeim tíma. Hann segir að 77 millj- ónir króna sé ekki rétt tala. „Þessar tölur eru heimatilbúnar og ekki í samræmi við niðurstöðu fundar sem öll bæjarstjórnin og endurskoðendur áttu með fulltrú- um Kaupþings í Eyjum,“ segir Guðjón. Í yfirlýsingu tveggja Kaup- þingsmanna frá 16. febrúar síðastliðnum var því lýst að þáver- andi bæjarstjórn Vestmannaeyja hefði í 10 mánuði ekki gert skipta- samning um lánið, þrátt fyrir ít- rekaðar áminningar Kaupþings. Guðjón segir að á fundinum hafi verið gert samkomulag og því hafi yfirlýsing Kaupþingsmanna komið sér mjög á óvart. Hann hefur kraf- ist fundar með Kaupþingsmönnum vegna þessa en vegna fjarveru Sigurgeirs Arnar Jónssonar, ann- ars þeirra sem undirrita yfirlýs- inguna, geti ekki orðið af fundi fyrr en í næstu viku. „Við viljum skýringu á því hvernig þeir blandast í málið,“ segir hann. Í Fréttablaðinu í gær var sagt að tap hvers Eyjamanns vegna gengistaps væri um 50 þúsund krónur. Þetta er ekki rétt ef mið er tekið af hverju mannsbarni því tapið er þá aðeins 18 þúsund krón- ur á hvern. rt@frettabladid.is 22. september 1994: 300 fórust þegar farþegalest fór út af spor- inu og steyptist niður í gljúfur í Angóla. Slysið var rakið til bilun- ar í hemlabúnaði lestarinnar. 20. ágúst 1995: 358 biðu bana þeg- ar farþegalest rakst af miklu afli á kyrrstæða lest skammt frá Firozabad á Indlandi. Lestin sem var kyrrstæð hafði rekist á kú. 2. ágúst 1999: Að minnsta kosti 285 létu lífið þegar tvær hraðlest- ir rákust saman í Gauhati á Ind- landi. 20. febrúar 2002: Yfir 360 fórust þegar eldur kom upp í yfirfullri farþegalest á leið frá Kaíró til Luxor í Egyptalandi. DONALD RUMSFELD Varnarmálaráðherrann verður spurður út í stefnu Bandaríkjastjórnar í baráttunni gegn hryðjuverkum. Árásirnar 11. september: Rumsfeld og Tenet bera vitni WASHINGTON, AP Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, og George Tenet, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, munu opinberlega bera vitni í tengslum við sjálfstæða rann- sókn á hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum 11. september. Rumsfeld og Tenet eiga að mæta fyrir rannsóknarnefndina í lok mars. Gert er ráð fyrir að þeir verði spurðir út í stefnu Banda- ríkjastjórnar í baráttunni gegn hryðjuverkum. Colin Powell utanríkisráðherra og forveri hans Madeleine Al- bright munu einnig bera vitni í tengslum við rannsóknina. ■ UNGMENNI BEITT OFBELDI Yfir 1.500 ungmenni í Svíþjóð urðu fyrir svokölluðum „æruárásum“ á síðasta ári. Ungmennin höfðu með einum eða öðrum hætti óhlýðnast fjölskyldu sinni og voru beitt ofbeldi af nánum ætt- ingjum til að vernda heiður fjöl- skyldunnar. Sænska lögreglan er að rannsaka tíu mannslát þar sem grunur leikur á að um ærumorð hafi verið að ræða. ÍSAFJARÐARBÆR Fjarlækningar áttu að vera með miðstöð í bænum. Enn hefur ekkert gerst í þeim efnum. Ísafjarðarbær: Fjarlækning- ar andvana fæddar HEILBRIGÐISMÁL Stofnun sem átti að verða miðstöð fjarlækninga á Ís- landi, staðsett á Ísafirði reyndist vera andvana fædd. Fjarlækn- ingastofnun Íslands ses., sem stofnuð var á Ísafirði árið 2001, hefur aldrei komist á skrið. Frá þessu segir á vefsíðunni bb.is. Áhugaleysi stjórnvalda þegar á reyndi er kennt um og hefur framkvæmdastjóri stofnunarinn- ar látið af störfum en hugmyndin er þó enn til staðar. Hallgrímur Kjartansson, stjórnarformaður Fjarlækninga- stofnunarinnar, sagði við bb.is að þegar á hafi reynt hafi ekki feng- ist fjármagn til starfseminnar þrátt fyrir að töluverðu fé hafi verið veitt til þessara hluta. Hann segir undirbúningsvinnuna vera til staðar og því sé hægt að taka upp þráðinn aftur ef áhugi reynist fyrir því. ■ Þrengsli í fangelsum: Fangafjöldi tvöfaldast BRETLAND Tvöfalt fleiri Bretar eru á bak við lás og slá nú en fyrir ald- arfjórðungi. Í fangelsum Bret- lands eru nú rúmlega 81.000 fang- ar og hefur þeim fjölgað um rúm- lega 2000 frá áramótum að því er breska blaðið The Independent greinir frá. Rúmlega 80 af 138 fangelsum á Bretlandseyjum eru yfirfull sam- kvæmt opinberum tölum og telja samtök sem láta fangelsismál sig varða að fjöldi fanga í ellefu fang- elsum sé kominn að hættumörk- um. Hvergi í vestanverðri Evrópu er að finna fleiri fanga miðað við höfðatölu en í Bretlandi, þar eru 141 af hverjum 100.000 íbúum í fangelsi. ■ Fornleifafræðingar finna haug víkings frá 9. öld: Með merkustu uppgötvunum LONDON, AP „Nú eigum við kannski möguleika á að finna og dagsetja í eitt skipti fyrir öll fyrstu báts- útför víkings hér. Það væri ein mesta uppgötvun um sögu víkinga á Bretlandseyjum,“ sagði forn- leifafræðingurinn Simon Holmes um fornleifafund í Yorkshire í norðausturhluta Englands. Þar fundust fornir naglar, silfurpen- ingar og beltissylgja. Fundurinn þykir gefa til kynna að þar sé að finna haug víkings og er talið að hann kunni að vera frá því á síðari hluta níundu aldar, um það leyti sem norrænir menn voru að komast til áhrifa á Bret- landseyjum eftir að hafa áður gert strandhögg þar. Naglarnir sem fundust voru gerðir sérstaklega til notkunar við smíði skipa og dreifðir á svæði sem gefur til kynna að þar hafi verið 30 metra langt skip, lang- skip að talið er. Þar var einnig að finna brot úr tveimur sverðum. ■ VÍKINGASKIPIÐ ÍSLENDINGUR Uppgötvun víkingaskips og muna sem talið er að séu frá útför víkings á 9. öld hefur vakið mikinn áhuga fornleifafræðinga. Besta vefsíðunámskeiðið á markaðnum? Þú býrð til þína eigin vefsíðu, útlitshannar hana og tengir hana við gagnagrunn. Við skiljum hismið frá kjarnanum og leggjum áherslu á það sem skiptir máli. - Lengd: 210 stundir. - Næsta námskeið: 23. feb. - Kennslutími: Mán. & mið. 18-22 og lau. 13-17 Upplýsingar og innritun í síma 544 4500 og á ntv.is Flutningalest sprakk í loft upp: Á þriðja hundrað fórust TEHERAN, AP Flutningalest sprakk í loft upp norðausturhluta Íran með þeim afleiðingum að á þriðja hund- rað fórust, að minnsta kosti 400 slösuðust og fimm þorp voru lögð í rúst. Á meðal þeirra sem biðu bana voru háttsettir embættismenn í borginni Neyshabur og 182 slökkvi- liðsmenn. Yfir fjörutíu lestarvagnar hlaðn- ir svartolíu, brennisteini og gróður- áburði runnu stjórnlaust af stað frá brautarstöð, fóru út af sporinu og ultu. Eldur kom upp í vögnunum en þegar slökkviliðsmenn voru við það að ráða niðurlögum eldsins sprakk lestin í loft upp. Sprengingin var svo öflug að moldarkofar í þorpum í nágrenn- inu hrundu til grunna og gler brotnaði í húsum í yfir tíu kíló- metra fjarlægð. Óttast er að tugir manna liggi grafnir undir rústum heimila sinna. Borgarstarfsmenn óku um götur Neyshabur og hvöttu almenning til að gefa blóð. Leiddar hafa verið að því líkur að veikur jarðskjálfti hafi valdið því að lestarvagnarnir runnu af stað. ■ LOGANDI FLAK Slökkviliðsmenn voru kallaðir á staðinn til að ráða niðurlögum elds sem kom upp í lestar- vögnunum þegar þeir fóru út af sporinu. VESTMANNAEYJAR Deilt er um dollaralán sem hækkaði upp úr öllu valdi með Bandaríkjadollar. GUÐJÓN HJÖRLEIFSSON Segir að tap bæjarins vegna dollaralánsins sé ekki 77 milljónir króna. ■ Mannskæð lestarslys ■ Norðurlönd LÚÐVÍK BERGVINSSON Spyr hvort stundað hafi verið fjárhættuspil með peninga bæjarins. ■ Tapið af 10 mánaða að- gerðaleysi er 77 milljónir króna. ■ Viðskipti DECODE LÆKKAÐI Gengi bréfa deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, lækkaði í gær um 4,88 prósent eða 0,62 sent hver hlutur. Gengi bréfa í deCODE er nú skráð 12,48 dalir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.