Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2004, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 19.02.2004, Qupperneq 6
6 19. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 67.29 -0.85% Sterlingspund 128.7 -0.26% Dönsk króna 11.64 -0.46% Evra 86.76 -0.46% Gengisvísitala krónu 118,93 -0,18% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 430 Velta 5.884 milljónir ICEX-15 2.474 1,32% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 775.311 Samherji hf. 232.919 Íslandsbanki hf. 124.52 Mesta hækkun Samherji hf. 9,18% Síldarvinnslan hf. 8,33% Kaupþing Búnaðarbanki hf. 3,16% Mesta lækkun SÍF hf. -3,19% Austurbakki hf -2,22% Opin Kerfi Group hf. -1,47% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.699,1 -0,1% Nasdaq* 2.080,7 0,0% FTSE 4.442,9 -0,4% DAX 4.095,3 -0,0% NK50 1.351,6 0,0% S&P* 1.155,8 -0,1% * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Hve mkilu töpuðu Eyjamenn á um-deildu dollaraláni sem bæjarstjórn tók árið 2000? 2Brúðkaupsmyndir hvers eru í gíslinguhjá Séð og heyrt að sögn brúðgumans? 3Hve stór hluti þjóðarinnar er sagðurtaka þunglyndislyf reglulega? Svörin eru á bls. 51 Strandgæsla bregst strax við brottkastinu Brottkastsmyndir í sjónvarpi skekja norskan sjávarútveg. Íslenskum skipstjóra á Noregsmiðum blöskrar brottkast Norðmanna. Hann segir slíkt ekki hafa viðgengist á íslenskum togurum á sinni tíð. SJÁVARÚTVEGUR Gríðarleg viðbrögð hafa orðið í Noregi vegna sjón- varpsþáttarins Brennpunkt sem sýndur var í norska sjónvarpinu í fyrrakvöld. Þar var sýnt gróft brottkast fiskjar við Noregsstrend- ur. Vegna þessa hefur sjávarútvegs- ráðherra Noregs boðað til fundar með hagsmunaaðilum. Meðal þeirra sem horfðu á þáttinn var áhöfn frystitogarans Sléttbaks EA sem er að veiðum á Fuglabanka, norð- vestur af Tromsö. „Mér fannst þetta afskaplega ljótt. Þarna voru birtar af því myndir þegar norskt fiskiskip fleygði allri ýsu fyrir borð,“ segir Kristján Hall- dórsson skipstjóri. Hann segir að mikil ólga sé í Noregi og á miðun- um vegna þessa. „Það er allt vitlaust út af þessu hér og menn eru hoppandi reiðir. Sjónvarpsþátturinn er strax farinn að hafa áhrif og ég hef orðið var við að Gæslan hefur þegar hert eftirlit og spyr nú fleiri spurninga. Það er greinilega búið að herða á eftirlitinu,“ segir hann. Kristján hefur verið skipstjóri í 30 ár. Hann segir að á sinni tíð á togurum hafi brottkast ekki verið neitt í líkingu við það sem þarna var sýnt. „Ef menn haga sér svona til sjós vítt og breitt þá er þetta ekki til fyrirmyndar. Við erum í vondum málum ef brottkastið er í líkingu við það sem þarna var. Ég hef ekki séð annað eins og þarna gerðist síð- an á ísárunum 1967–1969 þegar menn voru að henda allt að helm- ingi aflans,“ segir Kristján. rt@frettabladid.is Stærra Evrópusamband: Ekki annars flokks fólk LONDON, AP Ekki á að koma fram við ríkisborgara tíu nýrra aðildarríkja Evrópusambandsins sem annars flokks borgara sagði Rocco Buttiglione, Evrópumálaráðherra Ítalíu. Með orðum sínum vildi hann vara þjóðarleiðtoga Bretlands, Þýskalands og Bretlands við að ganga of langt í að skerða réttindi nýrra borgara Evrópusambandsins en þeir funduðu í Berlín í gær. „Öllum er frjálst að hitta hvern sem er, okkur er alveg sama um það. En farið varlega. Enginn Evrópubúi er reiðubúinn að vera annars flokks borgari. Evrópa samanstendur af 25 löndum en ekki þremur.“ ■ Terry Waite: Ýtum undir hryðjuverk BEIRÚT, AP „Stríð Vesturlanda gegn hryðjuverkum gerir illt verra,“ sagði Terry Waite, sem var haldið í gíslingu í Líbanon í fimm ár meðan á borg- arastríðinu í Líbanon stóð. „Ég er ekki ánægður með hvernig við, Vest- urveldin, reynum að takast á við svokölluð hryðju- verk,“ sagði Waite á blaða- mannafundi í Líbanon. „Vegna sífellds vanmátt- ar við að takast á við grundvallar- vandamál, á borð við deilur Ísraela og araba, aukum við á vandamál í arabaheiminum og þrýstum á fólk að taka öfgakenndari afstöðu. Það þýðir, vegna þess að vonina skortir, að við höfum stuðlað að hryðju- verkum. ■ FLUGSLYS RAKIÐ TIL MANNLEGRA MISTAKA Mannleg mistök, vont veður og ámælisverðir starfs- hættir á flugvellinum urðu til þess að tvær þotur rákust á á flugbraut í Mílanó árið 1991. Þetta kemur fram í lokaskýrslu nefndar sem rannsakaði slysið. 118 manns fórust þegar Cessna- vél var ekið í veg fyrir farþega- þotu SAS-flugfélagsins. Flug- menn SAS eru ekki taldir bera neina ábyrgð á því sem gerðist. ETA LÝSIR YFIR VOPNAHLÉI Að- skilnaðarhreyfing Baska, ETA, hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Katalóníu. Í yfirlýsingu frá sam- tökunum kemur fram að markmið- ið með vopnahléinu sé að styrkja böndin milli Baska og Katalóna. Fyrir nokkrum vikum hótaði ETA að gera árásir á ferðamannastaði víðs vegar á Spáni. VIÐ SUNDUR- SKOTIÐ HÚS Terry Waite sneri aftur til Beirút þar sem hann var í gíslingu í fimm ár. ■ Evrópa MEÐFERÐ Innlögnum á Vog hefur fjölgað um 300 á einu ári eða úr 2.050 árið 2002 í 2.350 árið 2003. Aukin áhersla hefur verið lögð á bráðalækningar fyrir vímuefna- sjúklinga og afeitrun sem er í höndum lækna, hjúkrunarfræð- inga og sjúkraliða. Meðferð sem miðar að varanlegu bindindi í kjölfar afeitrunar hefur verið færð frá Vogi og inn á göngu- deildir og endurhæfingarheimili. Þeir sem ekki hafa oft leitað með- ferðar fá endurhæfingu á göngu- deildum en ekki á Vík eða Staðar- felli. Heimsóknir á göngudeild SÁÁ í Síðumúla voru 17.000 í fyrra. Fjörtíu morfínfíklar, sem sprauta sig í æð fengu, lyfjameð- ferð á göngudeild við sjúkrahúsið Vog á síðasta ári. Þar fá sjúkling- arnir lyfjameðferð við ópíumfíkn og sækja lyf sín þangað með reglulegu millibili. SÁÁ hefur þær upplýsingar að 1.344 nafn- greindir einstaklingar hafi sprautað sig í æð frá árinu 1991. Breyting á starfsemi SÁÁ hef- ur orðið síðustu ár í takt við að fleiri sjúklingar eru veikari og verr á sig komnir en áður. ■ 1.344 hafa sprautað sig frá árinu 1991: Innlögnum á Vog fjölgar ÞÓRARINN TYRFINGSSON Þórarinn Tyrfingsson segir aukningu vera í notkun örvandi lyfja. Á NOREGSMIÐUM Skipverjar á Sléttbaki EA eru á Noregsmiðum. Skipstjórinn segir brottkastsmyndir hafa haft þau áhrif að strandgæslan hafi þegar hert á eftirliti. „Það er allt vitlaust út af þessu hér og menn eru hoppandi reiðir. FORSETAKOSNINGAR Ástþór Magn- ússon ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Í frétta- tilkynningu frá Ástþóri segir að hann hefji framboð sitt og rúss- neskrar eiginkonu sinnar, Natalíu Wium lögfræðings, með því að opna vefsíðuna forsetakosningar.is, næstkomandi laugardag. ■ Forsetaframboð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.